Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 22
22 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
Frægðin er mörgum eftirsóknarverð og færri fáað njóta hennar en vilja. Við sem aldrei náumsvo langt að komast í tæri við frægðina eigum þó
alltaf þann möguleika að geta, yfirleitt fyrirvaralaust,
barið þá frægu augum Jafnvel gefst okkur stundum
færi á að heilsa og eiga við þá orð.
Stuðmenn sungu um mann sem var ofboðslega
frægur og var enginn venjulegur maður. Mannræfill-
inn sem varð þess aðnjótandi að taka í höndina á hon-
um hrökk gjörsamlega í kút og hélt að hann myndi
fríka út. Það gekk svo langt að hann hélt að hann væri
að dreyma þetta allt saman.
Viðmælendur okkar lentu ekki í neinu viðlíka. Þeir
héldu allir ró sinni og höfðu í mesta lagi létt gaman af.
Einn svaf með þann fræga við hliðina á sér, annar fór
með honum í gleðskap og sá þriðji bjó í næsta húsi og
fylgdist með frægðinni út um gluggann.
Það er ekki á hverjum degi sem frægar stjörnur
verða á vegi manns og hvort sem við viljum viður-
kenna það eða ekki þá höfum við lúmskt gaman af.
Ofboðslega frægur -
enginn venjulegur maður
Frægðin er afstæð. Þeim frægu þykir vafalaust lítið til
koma þegar þeir hitta aðra fræga. En við sem búum
fjarri öllum stjörnunum höfum lúmskt gaman af.
Ragnheiður Smáradóttir er réttliðlega tvítug og á vafalaust
eftir að hitta marga fræga á lífs-
leiðinni. Hún segist alls ekkert
hafa á móti því að hitta þá ríku og
frægu en komst aðeins í snertingu
við það í Kaliforníu þegar hún var
þar fyrir fáum árum. „Ég var í
gleðskap með vinum mínum sem
haldið var úti í garði af tilefni
Memorial Day. Þar var einn gest-
anna sem bauð okkur í partí á Ven-
ice Beach í upptökustúdíó sem var
í eigu Perry Farrell. Mér hefur
alltaf þótt mikið til hans koma en
átti alls ekki von á að hitta hann
þar. Þegar við komum á staðinn tók
hann á móti gestunum og bauð okk-
ur inn.“
Fyrir þá sem ekki vita hver
Perry Farrell er þá syngur hann
með hljómsveitinni Jane´s Addict-
ion sem Ragnheiður segir vera
mjög þekkta ytra en margir hérna
þekki þessa hljómsveit einnig.
„Hann var mjög almennilegur,
spjallaði heilmikið og spurði um
Ísland. Í framhaldi heimsóknar-
innar bauð hann okkur í klúbb þar
sem hann hafði alla efri hæðina
fyrir sjálfan sig og gesti. Það stóð
til að hann færi með okkur á
skemmtistaðinn Viper Room, en
þar eru allar frægu stjörnurnar að
skemmta sér. Áður en af því varð
fórum við heim. Hálft í hvoru sé ég
eftir að hafa ekki beðið eftir því að
fara með honum.“ ■
Hitti Perry Farrell
Ragnheiður Smáradóttir fylgist
vel með nýjustu straumum í
tónlist. Perry Farrell hafði hún
mikið hlustað á þegar hún
hitti hann fyrir tilviljun í Kali-
forníu. Hann ræddi við hana
um Ísland og var forvitinn um
land og þjóð.
PERRY FARRELL
Syngur með hljómsveitinni Jane¥s
Addiction.
RAGNHEIÐUR
SMÁRADÓTTIR
Hún sér heilmikið
eftir að hafa ekki
farið með Perry
Farrell á skemmti-
staðinn Viper Room
þar sem hinir frægu
skemmta sér.
Ég held að ég hafi ekki hittfrægari mann en David Bowie.
Það atvikaðist þannig að ég var í
Kaupmannahöfn og þar var hann
líka að spila með hljómsveit sem
hét Tin Machine. Danska pressan
hékk öll fyrir utan hótelið sem
hann bjó á í þeirri von að komast í
snertingu við goðið. Eitthvað var
ég að voma þarna líka. Ég bjó
sjálfur á Sheraton og var á leið í
lyftunni niður í anddyri. Lyftan
stöðvaðist á einhverri hæðinni og
inn gengu tveir menn. Ég áttaði
mig ekki strax en fljótlega varð ég
þess áskynja að þarna var hann
kominn, sjálfur kappinn. Hann
sagði á mjög fágaðri ensku „Good
morning“ og ég tók undir.
Kristjáni varð nokkuð um því
hann átti alls ekki von á að David
Bowie byggi á sama hóteli. Með
honum var lífvörður, mikill ásýnd-
um.
„Mér varð svo mikið um að
hann var horfinn út úr lyftunni
áður en ég svo mikið sem gat
hugsað um það hvort ég ætti að
segja eitthvað meira.“
Kristján hefur einnig rætt við
Oskar Lafontaine, kanslaraefni
þýskra jafnaðarmanna, og talaði
lengi við hann en skömmu síðar
tapaði hann illa í kosningum. „Þeg-
ar ég hitti síðan samlanda hans,
Schröder var ég mjög efins um
hvort ég ætti að ræða við hann af
ótta við að hann tapaði einnig. En
það gerðist sem betur fer ekki.“ ■
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Oskar Lafontaine, kanslaraefni jafnaðarmanna, tapaði kosningunni rétt á eftir spjall við Kristján.
Bauð „góðan dag“
á fágaðri ensku
Kristján Kristjánsson skaut
dönsku pressunni ref fyrir rass
og hitti sjálfan David Bowie.
En honum varð svo mikið um
að áður en hann vissi af var
kappinn horfinn.
DAVID BOWIE
Bowie bjó á sama hóteli og Kristján, sem hitti hann í lyftunni.
Margrét Sverrisdóttir segist allsekki verða andaktug yfir því
að hitta fræga fólkið og í fljótu
bragði man hún ekki eftir að hafa
hitt neinn slíkan. Eftir litla um-
hugsun minnist hún þó skemmti-
legs atviks tengdu frægum manni.
„Ég man ekki hvenær það var en
líklega árið 1996 eða 1997. Ég var á
leið heim af fundi í Brussel og sat
fremst á Saga Class. Við hliðina á
mér sat dökkhærður, myndarlegur
maður, heldur lágvaxnari en ég.
Mér fannst hann dálítið kunnugleg-
ur en það er rétt að geta þess að ég
er sérlega ómannglögg, sem er ekki
gott ef maður er í pólitík.“
Hún rifjar upp að þegar matur-
inn hafi verið borinn fram hafi þau
tekið tal saman. „Ég sagðist heita
Margrét og væri á heimleið, en
hann kvaðst vera frá Rússlandi og
heita Gary. Þá sagði ég að varla
væri Gary algengt nafn í Rúss-
landi? Ekki man ég glöggt okkar
orðaskipti, en þó kom fram hjá hon-
um að hann ynni við eitthvað tengt
skák, en ég var ekkert mikið með
hugann við samtalið og gott ef ég
sagði ekki að varla væri það gróða-
vænlegur bransi! Ég hafði lítinn
áhuga á löngum samræðum við
ókunnugan mann, var dauðþreytt
Sagðist vinna
eitthvað við skák
Margrét Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Frjálslynda
flokksins, er ekki mannglögg
manneskja. Því fór það al-
veg fram hjá henni að
sessunautur hennar væri
heimsmeistari í skák.
GARY
KASPAROV
Margrét þekkti
ekki Kasparov
þegar hún lenti
við hliðina á
honum í flugvél.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T