Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 23
Við erum hætt að nota rauða
vaxið utan um Brauðostinn.
Það var vissulega góð vörn á
sínum tíma en með fullkomnari
pökkunar- og geymslu-
aðferðum er það óþarfi.
Aukin hagkvæmni skilar sér
einnig í lækkuðu útsöluverði.
Brauðostur er hollur,
bragðgóður og ákaflega
notadrjúgur.
Við erum vaxin upp úr vaxinu!
23LAUGARDAGUR 30. nóvember 2002
Ég hef hitt svo fáa fræga og getalls ekki gortað mig af slíkum
afrekum. Það er svo afstætt hvað
mönnum finnst um það. En ef þú
ert að fiska eftir frægum Íslend-
ingum þá get ég upplýst hér og nú
að ég þekki Hafliða Arngrímsson,
dramatúrg í Borgarleikhúsinu, en
mér finnst hann mjög frægur,“
segir Finnur Arnar Arnarson,
myndlistarmaður og leiktjalda-
hönnuður.
Finnur Arnar segist oft hafa
verið í útlöndum og hitt frægt
leikhúsfólk sem honum hafi þótt
mikið til um að hitta. „Öðrum
kann að finnast það hjóm eitt og
myndu vísast ekki vita um hvern
ég væri að tala ef ég nefndi ein-
hvern. En að ég hafi fengið í hnén
af æsingi yfir einhverjum sem ég
hef hitt, þess minnist ég ekki.“
Finnur undanskilur ekki alla
heimsfrægu leikarana sem hann
vinnur með á hverjum degi. „Nei,
fjarri lagi. Ég er alveg sallarólegur
þegar ég hitti þá í vinnunni. Meira
að segja hann Balti kemur ekki
blóðinu á hreyfingu.“ ■
Meira að segja Balti kemur
blóðinu ekki á hreyfingu
FINNUR
ARNAR
ARNARSON
Hann segist
ekki fá í hnén
þegar hann
hittir vinnufé-
lagana í leik-
húsinu.
Finnur Arnar hefur verið bless-
unarlega laus við að hitta þá
frægu en undanskilur þó þá
sem eru frægir í hans augum.
Ég hitti eitt sinn George Busheldri, þáverandi Bandaríkja-
forseta, í móttöku á Hótel Sögu.
Ég býst við að hann sé frægastur
allra sem ég hef hitt,“ segir Jóna
Dóra Karlsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar í Hafnarfirði. Jóna Dóra
er ekki viss um hvenær það var
en líklega hefur Guðmundur Árni
Stefánsson, maður hennar, verið
annað hvort bæjarstjóri eða heil-
brigðisráðherra á þeim tíma. „Ég
gerði nú ekki annað en taka í
höndina á honum og muldra eitt-
hvað; meira var það ekki. Ég var
hins vegar í London þegar ég var
ung og ólofuð að vinna á hóteli í
Richmond. Í húsinu á móti
bjuggu þá Rod Stewart og Ron
Wood og við sáum þá daglega á
ferli. Við vinkonurnar vissum
aldrei hvað fór fram í þessu húsi
því það var þvílíkt rennsli af
fólki þarna út og inn. Stundum
var svo mikið um að vera að við
máttum ekkert vera að því að búa
um rúm heldur lágum við úti í
glugga og fylgdumst með.“
Jóna Dóra man einnig eftir at-
viki á Heathrow-flugvelli í
London en þá var hún þar stödd á
leið heim. „Ég veitti því athygli
hvar stóð maður í bleikum jakka
og fannst ég kannast við hann.
Þegar betur var að gáð sá ég að
þetta var knattspyrnumaðurinn
Bobby Moore, sem lengi var fyr-
irliði enska landsliðsins. Hann dó
skömmu síðar úr krabbameini.
Ég hefði örugglega ekki tekið eft-
ir honum ef hann hefði ekki
klæðst þessum skelfilega bleika
jakka.“
Jóna Dóra segir að ekki megi
gleyma öllu kóngafólkinu sem
hún hefur setið veislur með. „Það
er kannski ekki svo frægt miðað
við Bush og Rod Stewart.“ ■
Bjó í næsta húsi
við Rod Stewart
JÓNA DÓRA KARLSDÓTTIR
Hún vann á hóteli í London og bjó þá í næsta húsi við Rod Stewart og Ron Wood.
Auk þess hefur Jóna Dóra
hitt Bush eldri fyrrum
Bandaríkjaforseta og kónga-
fólk bæði ungt og gamalt.
GEORGE BUSH
Jóna Dóra hitti þáverandi Bandaríkja-
forseta í móttöku á Hótel Sögu.
og orðin leið á slíku spjalli í flugvél-
um sem alltaf er á sama veg.
Ég steinsofnaði strax eftir mat-
inn og hálflá á öxl sessunautar
míns, eflaust gapandi og slefandi
það sem eftir var ferðarinnar. Þeg-
ar við lentum í Keflavík var hann
fyrstur út úr vélinni og ég næst á
eftir honum. Þá sé ég að það er ein-
hver viðbúnaður við tollhliðið, þar
er fullt af blaðaljósmyndurum og
Hemmi Gunn er þar fremstur í
flokki með stóran blómvönd. Þá
datt mér í hug að eflaust væri ver-
ið að velja milljónasta farþegann
eða eitthvað viðlíka! Ég ætlaði nú
ekki að láta sætisfélagann verða á
undan mér og hreppa vinninginn,
svo ég skaut fram hökunni, æddi
heldur stórstíg fram úr honum og
kinkaði kolli niður til hans í leið-
inni. En þegar ég kom að móttöku-
nefndinni þá þustu allir framhjá
mér og í flasið á Gary. Ég spurði
tollarann forviða hvað væri eigin-
lega um að vera og þá sagði hann
mér að hópurinn væri að taka á
móti Gary Kasparov, heimsmeist-
ara í skák, sem væri að koma til
landsins.
Ég var heldur kindarleg þetta
sama kvöld þegar ég sá sjálfa mig í
fréttatímum beggja sjónvarps-
stöðva þar sem ég stikaði fram úr
Kasparov á síðustu metrunum í von
um stóra vinninginn...“ ■
MARGRÉT
SVERRISDÓTTIR
Hún ætlaði alls ekki að láta
þann litla hafa af sér verðlaun-
in og skaut því fram hökunni
til að komast framhjá honum.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT