Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 44

Fréttablaðið - 30.11.2002, Síða 44
44 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR TÓNLEIKAR Jóhanna Guðrún er mik- ið jólabarn og segist löngu vera komin í jólaskapið. Það er kannski ekki undarlegt í ljósi þess að ný- verið hljóðritaði hún sín uppá- haldsjólalög. „Eitt af mínum uppáhaldsjóla- lögum heitir „Óskastund“ og er frá Singapore,“ svarar Jóhanna Guðrún, þrælsjóuð í viðtalstækn- inni, þegar blaðamaður spurði um lögin sem kæmu henni í jólaskap- ið. „Svo er það náttúrulega „Ó, helga nótt“, „Litla Jólabarn“ og þessi gömlu góðu.“ Jóhönnu fannst gaman að gera jólaplötu og segir það hafa verið mikla upplifun. „Ég gæti líka trú- að því að þessi plata lifi lengur þó að hún sé ekki spiluð allan ársins hring eins og hinar. Fólk fær ekki eins fljótt leið á þessari af því að hún er bara spiluð um jólin.“ Hún segist ekkert stressuð fyr- ir morgundaginn þrátt fyrir að þetta séu hennar fyrstu stórtón- leikar og verði tvennir sama dag. „Ég er eiginlega aldrei stressuð yfir því að fara á svið. Það er ekk- ert sem getur gerst til þess að stressa sig út af. Ef röddin brest- ur, þá bara brestur hún. Ég verð örugglega þreytt en þetta verður samt ekkert mál. Það er mín fíkn að syngja.“ Ásamt Jóhönnu kemur fram ung stúlka að nafni Halldóra sem varð í öðru sæti í söngkeppni á Ítalíu í síðustu viku. Ekki er ólík- legt að jólasveinarnir stelist í bæ- inn snemma til þess að styrkja gott málefni. Fyrri tónleikarnir hefjast kl.15 og þeir seinni þremur tímum síð- ar. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur allur ágóði til Samtaka langveikra barna. Miðar fást í verslunum Hagkaupa. ■ Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir heldur á morgun tvenna jólatónleika í Aust- urbæ til styrktar langveikum börnum. Hún er mikið jólabarn og gaf nýverið út sína fyrstu jólaplötu. Persómam „Að syngja er mín fíkn“ www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Frábær 10 daga fer›. Gist er á Hotel Shandrani me› hálfu fæ›i og skí›apassinn er innifalinn. Flogi› er í beinu leiguflugi til Verona. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 10 nætur me› hálfu fæ›i á Hotel Shandrani, lyftukort, akstur til og frá flugvelli erlendis. Fararstjóri er Örn Kjærnested. 15. janúar - Ein me› öllu Sí›ustu sætin í frábæra vikufer› á skí›i í Ítölsku ölpunum, Selva Val Gardena e›a Madonna di Campiglio. *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í viku, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 1. febrúar - Vikufer› Flug og bíll 1. febrúar í viku ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 95 12 11 /2 00 2 3. janúar - 12 dagar Sí›ustu sætin 45.980 kr.* Ver›: 112.480 kr.* á mann í tvíb‡li Ver› á mann 46.100 kr.* á mann, m.v. 4 í bíl 53.300 kr. á mann, m.v. 2 í bíl. Ver›dæmi: 83.880 kr.* á mann í tvíb‡li á Garni Miara. *Innifali›: Flug og flugvallarskattar. á skí›i í vetur Sértilbo› fyrir námsmenn 3. janúar til Ítalíu. Námsmenn athugi› 19.900 kr. Ver› á mann a›ra lei›ina (flug og flugvallarskattar). *Innifali›: Flug, flugvallarskattar og bílaleigubíll í viku. Ód‡r flugsæti til Verona. 10 dagar Íslensku tónlistarverð- launin 2002: Leaves fá fjórar tilnefn- ingar VERÐLAUN Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2002 voru kynntar í forsal Borgarleik- hússins í gær. Það kemur helst á óvart hversu dreifðar þær eru í ár. Hljómsveitirnar Sigur Rós og Leaves fá fjórar tilnefningar hvor auk Bubba Morthens. Allir keppa þeir í sömu flokkunum fjórum fyrir „plötu ársins“, „lag ársins“, „söngvara ársins“ og „flytjanda ársins“. Athygli vekur að ótvíræð- ir sigurvegarar verðlaunanna í fyrra, XXX Rottweilerhundar, fá enga tilnefningu í ár fyrir aðra plötu sína „Þú skuldar“. Hljómsveitin Írafár fær þrjár tilnefningar. Þrír nýliðar keppa um „plötu ársins“. Það eru Ske, Leaves og Móri, fyrsti glæparapp- ari landsins, sem keppa við Sigur Rós, Bubba og KK. ■ HELSTU TILNEFNINGAR FYRIR ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN 2002: SÍGILD TÓNLIST FLYTJANDI ÁRSINS Caput Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfs. Kammersveit Reykjavíkur Kolbeinn Bjarnason Sinfóníuhljómsveit Íslands DJASS DJASSFLYTJANDI ÁRSINS Jóel Pálsson Davíð Þór Jónsson Óskar Guðjóns/ Skúli Sv. Björn Thoroddsen Tómas R. Einarsson POPP BJARTASTA VONIN Hera Singapore Sling Búdrýgindi Santiago Worm is green Afkvæmi guðanna Þórunn Antonía FLYTJANDI ÁRSINS Apparat Organ Quartet Bubbi Ensími Leaves Múm Sigur Rós SÖNGVARI ÁRSINS Arnar Guðjónsson (Leaves) Björn Jörundur Friðbjörnsson (Nýdönsk) Bubbi Egill Ólafsson (Stuðmenn) Jón Þór Birgisson (Sigur Rós) Páll Rósinkranz SÖNGKONA ÁRSINS Birgitta Haukdal (Írafár) Hera Hjartardóttir Margrét Eir Hjartardóttir Ragnhildur Gísladóttir (Stuðmenn) Urður Hákonardóttir (Gus Gus) Þórunn Antonía LAG ÁRSINS Leaves - Catch Sigur Rós - Lag nr.4 Írafár - Ég sjálf Ske - Julietta 2 Sálin - Þú fullkomnar mig Bubbi - Við Gróttu PLATA ÁRSINS Bubbi Morthens - Sól að morgni KK - Paradís Leaves - Breathe Móri - Móri Sigur Rós - ( ) Ske - Life, Death, Happiness & Stuff JÓHANNA GUÐRÚN Jóhanna Guðrún syngur á morgun á tvennum tónleikum til styrktar lang- veikum börnum í Austurbæ (fyrrum Austurbæjarbíó við Snorrabraut). Leikfélag Mosfellsbæjar Beðið eftir Go.com air í Bæjarleikhúsinu við Þverholt síðasta sýning í kvöld 30/11 kl. 20 Miðapantanir í síma 566 7788 Miðasala opnuð 2 tímum fyrir sýningu Kíktu á www.leiklist.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.