Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 45

Fréttablaðið - 30.11.2002, Page 45
LAUGARDAGUR 30. nóvember 2002 Opið til kl. 18.00 um helgar í Skútuvogi Tilboðið gildir frá laugard. til miðvikud. Vifta 5.690 kr. Helluborð hvítt 9.745 kr. Ofn hvítur 32.360 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 56 1 1 2/ 20 02 Jólapakkinní ár Amica Fimm daga tilboð TÓNLEIKAR Hljómsveitin Ske saug sig inn í vitund landsmanna á aug- lýsingatímum sjónvarpsstöðvanna með „japanska laginu“. Lagið heitir „Juliette 2“ og er eitt þeirra sem keppir í flokknum „lag ársins“ á ís- lensku tónlistarverðlaununum árið 2002. Fyrsta breiðskífa Ske, „Life, Death, Happiness and Stuff“, kepp- ir einnig í flokknum „plata ársins“. „Þetta er alveg frábært,“ sagði Hrannar Ingimarsson liðsmaður Ske og hló hrossahlátri skömmu eftir að hann frétti af tilnefningun- um. „Okkur fannst þetta ekkert óhugsandi en við áttum ekkert von á þessu. Jú, kannski með plötuna en ekki lagið.“ Hrannar segist þó ekki eiga von á því að liðsmenn hafi tíma til þess að fagna tilnefningunum fyrr en eftir útgáfutónleikanna í kvöld. „Við erum búin að vera í svo brjál- uðu stressi alla vikuna út af tölvu- krassi. Það hrundi 4 gígabæta harð- ur diskur hjá okkur með öllu efninu okkar á. Þetta er búið að vera svo- lítið stress en þetta ætti að vera komið í lag núna.“ Ske heldur útgáfutónleika í kvöld í Austurbæ (gamla Austur- bæjarbíói við Snorrabraut). Er- lendu söngkonurnar tvær sem sungu með á plötunni verða hvor- ug með. Ragnheiður Gröndal hefur tekið að sér söngkonuhlutverkið fyrir sveitina. Daníel Ágúst Har- aldsson syngur einnig eitt lag. Húsið opnar kl. 20:00 og Egill Sæbjörnsson opnar tónleikana hálf- tíma síðar. Miðaverð í forsölu er 1200 kr. (12 Tónar og Landsbankinn í Smáralind) en 1500 kr. við inn- ganginn. ■ SKE „Það er náttúrlega gaman að einhverjum finnist það sem við erum að gera merki- legt,“ sagði Hrannar Ingimarsson. Útgáfutónleikar Ske í Austurbæ í kvöld: Að jafna sig eftir tölvubilun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.