Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 8
8 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR WASHINGTON, AP Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjanna, ætlar ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Hann segist sannfærður um að fá stuðning nægilega margra flokksbræðra sinna í öldungadeildinni til þess að vera leiðtogi þeirra áfram, þrátt fyrir að ummæli hans nýverið hafi valdið fjaðrafoki. „Ég er sonur verkamanns í skipasmíðastöð í Pascagoula í Mississippi,“ sagði Lott á þriðju- daginn. „Ég hef þurft að berjast alla ævi, og ég hætti því ekki núna.“ Vandræði þingmannsins má rekja til ummæla hans í veislu 5. desember. Verið var að halda upp á hundrað ára afmæli öldunga- deildarþingmannsins Strom Thur- mond, sem bauð sig fram til for- seta árið 1948. Lott sagði í veislunni að Banda- ríkin væru betur sett nú ef Thur- mond hefði þá borið sigur úr být- um. Gallinn er bara sá að Thur- mond þessi barðist á sínum tíma hatrammlega gegn því að svartir Bandaríkjamenn fengju sömu rétt- indi og hvítir. George W. Bush Bandaríkjafor- seti skammaði Lott á mánudaginn fyrir ummælin, en virtist þá ekki ætla að aðhafast frekar. Margt bendir hins vegar til þess að um- ræðan í þjóðfélaginu sé farin að skaða Repúblikanaflokkinn það mikið að Bush sjái sér ekki annað fært en að láta Lott víkja. Leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjanna: Berst fyrir pólitísku lífi sínu TRENT LOTT OG DON NICKLES Trent Lott fylgist þarna með flokksbróður sínum, Don Nickles, tala við blaðamenn. Nickles var fyrsti repúblikaninn á þingi sem sagðist telja rétt að Lott yrði ekki lengur leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni. BORGARMÁL Símon Hallsson borg- arendurskoðandi er ósáttur við þá fyrirætlan borgaryfirvalda að leggja Borgarendurskoðun niður 28. febrúar og segja öllum starfs- mönnum hennar upp störfum. Borgarstjóri og forseti borgar- stjórnar lögðu fram tillögu þessa efnis á fundi borgarráðs í fyrra- dag og var henni vísað til af- greiðslu borgarstjórnar. Sam- kvæmt tillögunni verður stofnuð ný deild, innri endurskoðunar- deild, sem verður beint undir borgarstjóra í nýju skipuriti. Símon segir að Borgarendur- skoðun hafi sinnt innra eftirliti og líkt og Hjörleifur B. Kvaran borg- arlögmaður telji hann ekki ástæðu til að leggja stofnunina niður. Öllum átta starfsmönnum Borgarendurskoðunar verður sagt upp 1. janúar og störf í hinni nýju innri endurskoðunardeild auglýst laus til umsóknar miðað við að starfsemi hefjist 1. mars. Símon segir að ekki sé gert ráð fyrir að ráða nema fjögur til fimm stöðugildi. „Ég tel að það sé ekki nægjan- legur mannafli miðað við þær kröfur sem gerðar eru í reglunum um innri endurskoðunardeildina. Ég tel að það þurfi að ráða að minnsta kosti jafnmarga og starfa hjá Borgarendurskoðun í dag.“ Hann vildi ekkert um það segja hvort hann hygðist sækja um starf hjá hinni nýju deild í byrjun nýs árs. ■ Starfsmönnum Borgarendurskoðunar sagt upp: Borgarendurskoðandi er ósáttur við breytingar RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Símon Hallsson borgarendurskoðandi segir að Borgarendurskoðun hafi sinnt innra eftirliti og líkt og Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmaður telji hann ekki ástæðu til að leggja niður stofnunina. KVIKMYNDIR Júlíus Kemp, fram- leiðandi kvikmyndarinnar Mað- ur eins og ég, hefur ákveðið að ganga til samninga við kvik- myndagerðarfólk sem vann að myndinni og gera upp hluta af kröf- um sem starfs- fólkið telur sig eiga inni vegna bónusgreiðslna sem áttu að koma til útborgunar þegar áhorfenda- fjöldinn væri kominn upp í 20 þúsund manns. Samkvæmt útreikningum Júlí- usar vantaði 481 áhorfanda til að tölunni yrði náð þegar sýningum var hætt. Starfsfólk staðhæfir á móti að rúmlega 20 þúsund manns hafi séð myndina og er þar stutt af endurskoðunarskrif- stofunni PWHC sem heldur utan um aðsóknartölur að kvikmynd- um sem hér eru sýndar: „Tala þeirra er fundin út með því að bæta við frumsýningar- gestum og boðsmiðum. Þá var hluti af aðsókn á landsbyggðinni áætlaður,“ segir Júlíus. „Deilan er að leysast og ég ætla nú að reyna að ná samningum við starfsfólkið í ljósi þess hversu nálægt við komumst því marki sem stefnt var að í samningum. Ef menn vilja ekki semja þá verð ég að fara fyrir dómstóla með málið,“ segir Júlíus Kemp. Fjórir aðilar telja sig eiga bónus inni hjá Júlíusi Kemp í ljósi meintrar aðsóknar að Mað- ur eins og ég. Einn helsti kröfu- hafinn er aðstoðarleikstjórinn, Árni Ólafur Ásgeirsson, sem nú er staddur í Danmörku við kvik- myndagerð. Þá á Jón Gnarr, sem fór með aðalhlutverkið í mynd- inni, inni umtalsverða fjármuni verði niðurstaðan sú að yfir 20 þúsund manns hafi séð myndina: „Jón Gnarr hefur ekki rukkað mig um þetta en ég ræði við hann eins og aðra sem að mynd- inni komu. Þetta leysist,“ segir Júlíus Kemp. eir@frettabladid.is Júlíus Kemp leysir málin Gengur til samninga við kvikmyndagerðarfólk sem stóð að Maður eins og ég. Stendur fast á að myndin hafi ekki náð 20 þúsund áhorfendum. Fer fyrir dómstóla vilji fólk ekki semja. MAÐUR EINS OG ÉG Júlíus Kemp ræðir við starfsfólk – vill semja. „Jón Gnarr hefur ekki rukkað mig um þetta en ég ræði við hann eins og aðra sem að myndinni komu.“ ORÐRÉTT HVAÐA EINOKUN? „Við keppum á þessum markaði með því að reyna að standa okkur betur en aðrir gagnvart við- skiptavinum...“ Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, um nýja samkeppni í flugi. Mbl. 18. desember. SJÓVEIKI „Nú er skipið hins vegar í höfn og því réttur tími til að snúa sér að öðrum verkefnum.“ Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri DV, þeg- ar hann yfirgaf skútuna. DV, 18. des. AUMINGJA LESANDINN „Rödd hins roskna sögumanns yf- irþyrmandi og jafnvel eins og ókleifur múr milli lesenda og söguhetjunnar, hins unga Jóns Baldvins.“ Úr gagnrýni Ármanns Jakobssonar á jóla- bókina um Jón Baldvin. DV, 18. des. 21 árs Reykvíkingur: Ákærður vegna dótabyssu DÓMSTÓLAR „Þessi byssa er úr plasti og fengin í Leikbæ. Hún er með gúmmítúttum og drífur þrjá til sex metra,“ segir 21 árs Reyk- víkingur sem hefur verið ákærð- ur af saksóknara Lögreglunnar í Reykjavík fyrir brot á vopnalög- um og umferðarbrot fyrir að skjóta að vegfarendum með leik- fangabyssu. Í ákærunni er tilgreint að skyttan hafi í mars síðastliðnum skotið að fólki í miðbæ Reykja- víkur. Þá er hann ákærður fyrir að hafa réttindalaus ekið bifreið á sömu slóðum. Hann mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til að svara til saka. „Ég viðurkenndi að hafa hleypt af leikfangabyssunni en þetta átti að vera grín. Margir þeirra sem ég skaut tóku því létt. Dómarinn vildi fá að sjá byssuna. Saksóknari var bara með mynd af henni þannig að málinu var frestað fram í janúar. Ég hef áhyggjur af því að verða dæmdur fyrir vopnaburðinn. Kannski lendi ég í fangelsi út af dóta- byssu,“ segir hinn ákærði. ■ Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla: Nauðsynlegt að fækka verksmiðjum FISKIMJÖLSVERKSMIÐJUR „Fram und- an er tími endurskipulagningar og hagræðingar í fiskimjölsiðn- aðinum og þegar upp er staðið verður það tvímælalaust til hagsbóta fyrir alla aðila,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, stjórn- arformaður Síldarvinnslunnar hf. Hann segir að fjárfest hafi verið meira í fiskimjöls- og lýs- isframleiðslu en nokkurri annar- ri grein í íslenskum sjávarútvegi síðasta áratug. 21 fiskimjöls- verksmiðja er nú starfandi á Ís- landi með afkastagetu upp á 1.000 tonn eða meira á sólar- hring. Ársafkastageta þeirra er því 6 til 7 milljónir tonna á ári, en þær eru að vinna úr um það bil einni og hálfri milljón tonna. Meðalnýtingin er innan við 25%. „Það er að sjálfsögðu óvið- unandi til lengdar,“ segir Krist- inn og bendir á að í Færeyjum er aðeins ein verksmiðja, sem tók á móti ríflega 200 þúsund tonnum, og var nýting hennar um 43%. Þá eru 11 verksmiðjur í Noregi og 4 í Danmörku. Hver um sig tók á móti einni og hálfri milljón tonna. Í báðum þessum löndum hefur farið fram gagnger endur- skipulagning í þessari grein. Kristinn segir ekki vafa leika á að verksmiðjum muni fækka að endurskipulagningu lokinni. ■ Harmleikur á Indlandi: Drukknir fílar drápu fólk GAUHATI, AP Óð fílahjörð varð sex manns að bana norðaustanvert á Indlandi í síðustu viku. Þeir eyðilögðu líka dýrmæta uppskeru og aðrar eignir fyrir fólki á þess- um slóðum. Fílarnir höfðu komist í hrís- grjónabjór, sem starfsfólk á teplantekru hafði búið til handa sér. Fílum hefur fjölgað mjög á þessum slóðum undanfarið, sem er slæmt vegna þess að skóglendi hefur minnkað. Bændur hafa sumir hverjir gripið til þess ráðs að drepa fíla til þess að fækka þeim. ■ BLÁHORNIÐ Eigendur Bláhornsins eru hjón á eftirlaun- um. Þau búa í einu þeirra fimm húsa Blesugrófar sem færast til Reykjavíkur við nýákveðna tilfærslu bæjarmarkanna. Skipulag: Bláhorninu ekki þyrmt SKIPULAGSMÁL Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafna beiðni eigenda söluturnsins Bláhornsins við Smiðjuveg um að breyta fyrir- huguðu deiliskipulagi þannig að hægt verði að þyrma Bláhorninu. Einnig er hafnað beiðni um að yf- irvöld finni Bláhorninu ella nýjan stað í nágrenninu. Byggja á nýjan veg á mótum Smiðjuvegar og Reykjanesbraut- ar. Hringtorg sem á að vera á gatnamótunum gerir að verkum að ekki er lengur rými fyrir Bláhornið. Kópavogsbær veitti bráða- birgðaleyfi til eins árs fyrir rekstri Bláhornsins fyrir sautján árum. Skilyrði var að húsið yrði ekki reist á steyptum grunni þannig að auðveldara yrði að fjarlægja það ef þörf krefðist. Ekki var gefið út nýtt leyfi held- ur virðist reksturinn hafa haldið áfram með þegjandi samkomu- lagi bæjaryfirvalda. Eigendur Bláhornsins segjast í erindi til Kópavogsbæjar alla tíð hafa greitt fasteignagjöld og greiddu skipulagsgjald við upp- haf starfseminnar. Sjö til átta manns hafi lifibrauð af rekstrin- um. Eigendurnir telja sig eiga rétt á bótum og munu ætla að leita réttar síns. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.