Fréttablaðið - 19.12.2002, Síða 10
10 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
KJARAKÖNNUN Kaupmáttur launa
jókst um 1,6% að meðaltali frá
3. ársfjórðungi 2001 til 3. árs-
fjórðungs 2002. Þetta er um
þriðjungur meðalhækkunar
launa á tímabilinu. Samkvæmt
launakönnun Kjararannsóknar-
nefndar hækkuðu regluleg laun
að meðaltali um 4,9% á tímabil-
inu. Á sama tíma hækkaði vísi-
tala neysluverðs um 3,3%.
Kaupmáttaraukningin nemur
því að meðaltali um 1,6%.
Laun hækkuðu almennt sam-
kvæmt kjarasamningum um 3%
þann 1. janúar 2002 auk þess sem
sérstök hækkun var gerð á launa-
töxtum. Launahækkun starfsstétta
var á bilinu 3,8% til 6,5%. Laun
kvenna hækkuðu um 5,2% en karla
um 4,7%. Laun á höfuðborgar-
svæði hækkuðu um 5,2% en laun
utan höfuðborgarsvæðis um 4,5%.
Launamunur kynjanna er
mikill enn og getur munað 10%
upp í rúm 70% á dagvinnulaun-
um karla og kvenna. ■
FLYTJANLEIKI FÓLKS
Ísland 41 km/dag
Bandaríkin 50 km/dag
Vestur-Evrópa 40 km/dag
Heimild: samgönguáætlun 2003-2014
ALLTAF Á FERÐINNI
Íslendingar ferðast meira en flestar aðrar
þjóðir í heiminum og eiga flesta bíla mið-
að við höfðatölu. Hver íbúi ferðast að
meðaltali rúmlega 41 kílómetra á dag alla
daga ársins eða nálægt 15 þúsund kíló-
metrum á ári. Þetta er nokkuð meira en í
Vestur-Evrópu þar sem hver íbúi ferðast
tæplega 40 kílómetra á dag. Bandaríkja-
menn hafa vinninginn, ferðast mest allra
eða rúmlega 50 kílómetra á dag. Bílaeign
Íslendinga er einnig með því mesta sem
gerist í heiminum en 558 bílar eru á
hverja 1.000 íbúa. Og malbikuðum kíló-
metrum á þjóðvegum Íslands hefur fjölgað
verulega. Árið 1980 voru 359 kílómetrar
þjóðvega með bundnu slitlagi en voru
3.966 kílómetrar um síðustu áramót.
Stríðsglæpamaður
og friðflytjandi
Biljana Plavsic iðrast stríðsglæpa og segist hafa saurgað orðstír Serba. Madeleine Albright segir
að hún eigi virðingu skilda fyrir að játa sekt sína og stuðla að friði.
HAAG, AP Á að fyrirgefa stríðs-
glæpamönnum ef þeir viður-
kenna sekt sína og hafa staðið
sig vel í að koma á
friði í stríðs-
hrjáðu landi?
Þetta er stóra
spurningin í rétt-
arhöldunum yfir
Biljönu Plavsic,
sem var pólitísk-
ur leiðtogi Bosn-
íu-Serba á stríðs-
árunum þar 1992-
95.
Madeleine Al-
bright, fyrrver-
andi utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði við
réttarhöldin að Plavsic hafi
vissulega borið ábyrgð á voða-
verkum Bosníu-Serba á fyrstu
árum stríðsins, þar sem hún var
pólitískur leiðtogi þeirra. Hins
vegar hafi hún átt mikinn þátt í
að koma á friði í Bosníu, þrátt
fyrir harða andstöðu herskárra
þjóðernissinna, sem hún annars
var í félagi við.
Albright segir að Plavsic hafi
átt stóran þátt í því að friðar-
samkomulagið, sem gert var í
Dayton í Bandaríkjunum árið
1995, hafi náð fram að ganga
með lýðræðislegum hætti.
„Við verðum að bera virðingu
fyrir þeim sem hafa játað sekt
sína,“ sagði hún.
Sjálf sagðist Plavsic fyrir
dómstólnum ávallt munu iðrast
þess að hafa „saurgað“ orðspor
serbnesku þjóðarinnar. Hún
segir að það sem hún gerði á
stríðsárunum hafi mótast af
„blindum ótta“ við að Serbar
yrðu fórnarlömb í umbrotunum
í Júgóslavíu. Þess í stað hafi það
verið Serbar, sem „gerðu aðra
að fórnarlömbum“ sínum.
„Við, sem vorum í forystu,
brutum þarna gegn þeirri grund-
vallarskyldu allra manna að halda
aftur af sér og bera virðingu fyrir
mannlegri reisn annarra,“ sagði
hún.
Plavsic, sem er 72 ára, gaf sig
fram við stríðsglæpadómstólinn í
Haag í október síðastliðinum. Hún
á yfir höfði sér ævilangt fangelsi.
Búist er við að dómur verði kveð-
inn upp snemma á næsta ári.
Elie Wiesel, sem hlaut friðar-
verðlaun Nóbels árið 1986, bar
vitni fyrir dómstólnum á mánu-
daginn. Hann tók allt annan pól í
hæðina en Albright. Hann hrós-
aði Plavsic vissulega fyrir að
hafa játað sekt sína. Hins vegar
megi alls ekki gleyma því að hún
hafi verið leiðtogi Serba þegar
þeir frömdu voðaverk sín.
„Hvernig gat hún gert það?
Hvernig gat hún komið því heim
og saman við menntun sína,
menningu og samvisku?“ spurði
Wiesel, sem sjálfur lifði af hel-
för þýskra nasista gegn gyðing-
um. ■
FISKUR Í KÖRUM
Fiskinnflutningur frá Færeyjum hefur verið
misjafn á undanförnum árum, verðmætið
hefur verið frá 35 milljónum upp í 302
milljónir króna.
Samið við Færeyjar:
Greitt fyrir
útflutningi
SJÁVARAFURÐIR Samkomulag ís-
lenskra og færeyskra stjórnvalda
um að nota sömu ESB-reglur um
heilbrigði dýra á að auðvelda út-
flutning íslenskra sjávarafurða til
Færeyja. Samkomulagið leiðir til
þess að íslenskir útflytjendur eru
ekki lengur bundnir af því að
flytja sjávarafurðir sínar um
ákveðnar landamærastöðvar í
Færeyjum.
Að því er kemur fram í Stiklum
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins hefur verðmæti út-
fluttra íslenskra sjávarafurða til
Færeyja þrefaldast á þremur
árum, úr 177 milljónum 1999 í 513
milljónir á síðasta ári. ■
MISMUNUR MEÐAL REGLULEGRA LAUNA
KARLA OG KVENNA Á LANDINU ÖLLU
Stétt Karlar Konur Mismunur
Verkafólk 142.700 115.700 23,3%
Iðnaðarmenn 229.800 205.500 11,8%
Skrifstofufólk 188.400 157.500 19,6%
Sérmenntað starfsf. 345.900 203.100 70,3%
Sérfræðingar 365.900 315.400 16,0%
* Regluleg laun eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma skv. kjarasamningnum,
hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu
Kaupmáttaraukning 1,6% að meðaltali síðustu 12 mánuði:
2/3 kauphækkana í verðhækkanir
HLUSTAR Á ALBRIGHT
Biljana Plavsic hlustaði í gær vandlega á framburð fyrrverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
„Við verðum
að bera virð-
ingu fyrir
þeim sem
hafa játað
sekt sína, sem
hafa í raun
sætt sig við þá
ábyrgð og eru
reiðubúnir að
sæta refsingu.“
AP
/I
C
TY
, A
PT
N
SVONA ERUM VIÐ
Vatnsendavegur:
Ekki háður
umhverfis-
mati
FRAMKVÆMDIR Skipulagsstofnun
telur að framkvæmd vegna Vatns-
endavegar, tengibrautar frá Arn-
arnesvegi að tengibraut um Höru-
velli í Kópavogi, sé ekki háð mati
á umhverfisáhrifum.
Tilgangur framkvæmdarinnar
er að tengja byggð í landi Vatns-
enda við stofnbrautirnar Arnar-
nesveg og Breiðholtsbraut og
tengibraut um Hörðuvelli. Vatns-
endavegur verður 2,5 kílómetrar
og er ráðgert að hefja strax fram-
kvæmdir við fyrsta áfanga. ■
Peysur
2 fyrir 1
Flott í jólapakkann
Jól í Flash