Fréttablaðið - 19.12.2002, Síða 12

Fréttablaðið - 19.12.2002, Síða 12
RÓM, AP Silvio Berlusconi, forsæt- isráðherra Ítalíu, hefur miklar áhyggjur af glæpum í landinu. Nýjasta úrræði hans er að senda fimm hundruð lögregluþjóna gangandi út á götur í öllum helstu borgum Ítalíu. Hverfislöggur þessar eru vopn- aðar byssum, farsímum og litlum handtölvum. Þær eiga að vera við- bót við núverandi lögregluþjón- ustu, sem sjaldan felur í sér að lög- regluþjónar sjáist gangandi um götur bæja og borga. Berlusconi vonast til þess að glæpum fækki í kjölfarið og al- menningur verði sér betur vitandi um öryggismál. ■ 12 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR FÉLAGSMÁL Ákveðið var á fundi sam- starfsnefndar um málefni Byrgis- ins og forsvarsmanna meðfer- ðarheimilisins að flutt verði frá Rockville fyrir 1. júní á næsta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvert flutt verður en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins koma Brjánsstaðir á Skeiðum einna helst til greina. Á fundinum var einnig ákveðið að starfsemi Byrgisins yrði tryggð til framtíðar með rammasamningi sem gerður yrði við ríkið. Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segist vera mjög ánægð- ur með niðurstöðu fundarins. Hann sagði að þau fjárframlög sem Byrg- ið fengi frá ríkinu gætu orðið allt að 30-40 milljónir á ári en það væri sú upphæð sem þyrfti til að reksturinn yrði tryggður og áhyggjur af af- komunni dag frá degi yrði þar með úr sögunni. „Ég er ekki ósáttur við að yfir- gefa Rockville ef ég þarf ekki að fara að byggja upp að nýju. Ég hef þrisvar gert það og er ekki tilbúin til þess eina ferðina enn. Nú hefst leitin að húsnæðinu en það þarf að vera í seilingarfjarlægð frá þjón- ustu. Það koma þrír staðir til greina á Suðurlandi og einn á Suðvestur- landi. Hvað verður ofan á er ekki al- veg komið á hreint en okkur var lof- að að húsnæði yrði fundið í samráði við okkur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu voru málefni Byrgisins rædd á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir helgi og niðurstaðan varð sú að ríkis- stjórnin hlutaðist til um að leysa mál Byrgisins. Guðmundur segir að þessar ákvarðanir séu í beinu fram- haldi af þeim fundi. „Byrgið hefur sannað sig og þessi málalok eru við- urkenning á því starfi sem þar fer fram.“ Brjánsstaðir eru í um 80 kíló- metra fjarlægð frá Reykjavík og þar hefur verið rekin ferðaþjón- usta. Húsakostur er glæsilegur, tæpir 2.000 fermetrar. Herbergi og salir eru búin fallegum húsgögnum. Ferðaþjónustan er á söluskrá og á eignina eru settar 165 milljónir króna. bergljot@frettabladid.is Byrgið flytur frá Rockville Ákveðið var á fundi í fyrradag að gerður yrði rammasamningur við Byrgið og nýtt húsnæði fundið fyrir 1. júlí. Guðmundur Jónsson forstöðumaður segist vera mjög sáttur við niðurstöðuna. VISTMENN BYRGISINS Á ÞINGPÖLLUM Heimilismenn í Byrginu sýndu samstöðu og sátu á þingpöllum frá morgni fram á kvöld og hlýddu á umræður um fjárlög fyrr í mánuðinum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó Nýjasta úrræði Berlusconis: Gangandi lögregluþjónar NÁTTÚRUSTOFUR Sveitarfélög taka um áramótin við rekstri náttúru- stofa í samræmi við samþykkt Al- þingis. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra og sveitarstjórar sex sveitarfélaga skrifuðu undir samn- inga um rekstur stofanna til fimm ára. Um er að ræða Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi, Nátt- úrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, Náttúrustofu Norðurlands vestra í Sauðárkróki, Náttúrustofu Austur- lands í Neskaupstað, Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum og Náttúrustofu Reykjaness í Sand- gerði. Gert er ráð fyrir að náttúrustof- urnar verði alfarið á ábyrgð þeirra sveitarfélaga sem að þeim standa, en með stuðningi ríkisins sem ákveðinn er á fjárlögum hverju sinni. Alls er gert ráð fyrir 45 millj- óna króna framlagi til reksturs stof- anna á næsta ári en framlag ríkisins er háð því skilyrði að sveitarfélög leggi að lágmarki fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkis eða rúmlega 2 milljónir hvert sveit- arfélag. ■ Náttúrustofur frá ríki til bæja um áramót: Rekstur á ábyrgð sveitarfélaga SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Sex sveitarstjórar undirrituðu samninga um flutning náttúrustofa frá ríki til bæjar. Samningur Kögunar og Nató: Kom þægi- lega á óvart VIÐSKIPT Samningur Kögunar við mannvirkjasjóð Atlantshafsbanda- lagsins kemur Kaupþingi á óvart. Í morgunpunktum fyrirtækisins er vísað til þess að forstjórinn hafi á afkomufundi 22. nóvember talað um að vonir til að Kögun hreppti hnossið hefðu dvínað. Bréf félags- ins hækkuðu um 14% þegar samn- ingur lá fyrir. Kaupþing bendir á að viðskipti hafi verið með bréf Kögunar. Félag- ið hafi sjálft keypt bréf að verð- mæti rúmlega 14 milljónir og stjórnarmaður keypt bréf degi áður en tilkynnt var um samninginn. ■ LÖG DÆMD ÓGILD Stjórnlaga- dómstóll Þýskalands hefur úr- skurðað að ný heildarlöggjöf um innflytjendur standist ekki þýsku stjórnarskrána. Lögin áttu að taka gildi eftir hálfan mánuð. Með þeim átti að herða reglur um hælisveitingu en auðvelda fólki að koma til Þýskalands í atvinnu- leit. STYÐJA SJÁLFSMORÐSÁRÁSIR Yf- irgnæfandi meirihluti Palestínu- manna telur að sjálfsmorðsárásir gegn Ísraelsmönnum séu rétt- mætar. Fjórir af hverjum fimm telja rétt að halda áfram upp- reisninni, sem kostað hefur 2.700 manns lífið undanfarin tvö ár. Einungis fjórði hver Palestínu- maður treystir Jasser Arafat. ERLENT Lostafullt og ósiðlegt Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 /0 2 miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn- endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld. Hringdu núna í miðasöluna í síma 545 2500 til að tryggja miða; opið í dag, á morgun og á Þorláksmessu frá 9-17. Gjafakort á Vín er góð gjöf Hafðu samband við miðasöluna og láttu útbúa góða jólagjöf fyrir þína. Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thor Cortes Dansari: Lucero Tena Vínartónleikar í Háskólabíói Miðaverð Húsavík: Útkall vegna stjörnuhraps LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglunni á Húsavík bárust tilkynningar um að ljós hefði sést á himni tuttugu mínútur yfir níu vestan við Laxa- mýrarleitið á föstudagskvöld. Var talið að um neyðarblys væri að ræða. Í kjölfarið var björgunar- sveitin Garðar kölluð út og áhöfn varðskipsins Ægis gert viðvart en skipið var statt á Skjálfandaflóa. Leitað var á sjó og fjörur gengnar en án árangurs. Leitinni var síðan hætt um hálf tólf leytið. Er talið líklegt að umrætt ljós hafi verið stjörnuhrap. ■ FIKTA VIÐ SNIFF Lögreglu hafa borist vísbendingar um að krakk- ar á unglingsaldri í Hafnarfirði séu að fikta við að sniffa af gasi. Segir lögregla ekki þurfa að fara mörgum orðum um hættuna sem þessu er samfara og eru foreldrar og forráðamenn hvattir til þess að vera á varðbergi, en skóla- og fé- lagsmálayfirvöldum í Hafnarfirði hefur verið kynnt málið. ÞRJÁR STÚLKUR RÉÐUST Á EINA Þrjár stúlkur réðust á eina í Vest- mannaeyjum fyrir utan veitinga- staðinn Lundann aðfaranótt sunnudagsins. Ekki var um mikil meiðsl að ræða. Hafa stúlkurnar þrjár verið kærðar. INNBROT Í LIFRÓ Tilkynnt var um innbrot í Lifró í Vestamannaeyj- um á mánudag. Rúða hafði verið brotin sem snýr að porti við hús- ið. Greinilegt er að farið hafði verið inn en engu stolið. Ekki er vitað hverjir voru að verki. HVERFISLÖGGUR Í RÓM Þeir Marcello Fiorini og Giovanni Ressa eru þarna að gæta þess hvort allt sé með kyrr- um kjörum í miðborg Rómar. AP /M YN D ÓK ÖLVAÐUR Á TVO BÍLA Ölvaður ökumaður á Akranesi lauk akstri sínum um síðustu helgi með því að keyra á og skemma tvo bíla. Ekki urðu slys á fólki. Þá var ein líkamsárás kærð og eitt fíkni- efnamál kom upp. Þar voru ung- menni tekin með lítilræði af am- fetamíni. VANRÆKT ÖKUTÆKI Á SAUÐÁR- KRÓKI Lögreglan á Sauðárkróki hefur kært eitt hundrað tuttugu og fjóra eigendur fyrir að van- rækja ökutækin sín það sem af er árinu 2002. Sextán fengu á sig kærur um síðustu helgi en eig- endur höfðu ekki farið með bíla sína í skoðun. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O FRÁ HÚSAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.