Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 14

Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 14
14 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Það sem af er desembermánuðihafa Morgunblaðið og Frétta- blaðið birt álíka magn almennra auglýsinga. Ef hver dálksenti- metri í aðalblöðunum er talinn hefur Fréttablaðið vinninginn. Ef sérblöð á borð við fasteignablað og bílablað Morgunblaðsins eru talin með hefur Morgunblaðið vinninginn. Í síðustu viku voru smáauglýsingar Fréttablaðsins og DV svo til jafn margar. Frétta- blaðinu hefur samkvæmt þessu tekist á skömmum tíma að ná jafnstöðu við Morgunblaðið í al- mennum auglýsingum og jafn- stöðu við DV í smáauglýsingum. Þeir eru nú orðnir fáir sem ekki hafa áttað sig á að Frétta- blaðið er komið til að vera. Og að staða Fréttablaðsins mun líkleg- ast eflast enn frekar á næstu mán- uðum. Vegna samkeppninnar við Fréttablaðið má hins vegar ætla að staða áskriftarblaðana muni ekki batna – líklega versna. Þegar Fréttablaðið hóf göngu sína fyrir rúmu einu og hálfu ári höfðu fáir trú á verkefninu – líklega ekki fleiri en þeir sem réðu sig til vinnu á blaðinu. Þegar rekstur út- gáfunnar fór í þrot í sumar vegna vanfjármögnunar höfðu fáir trú á að hægt væri að endurreisa blaðið – líklega ekki fleiri en réðu sig til starfa hjá nýju útgáfufélagi. Þetta fólk, starfsfólk Fréttablaðsins, hefur nú sýnt að það hafði rétt fyrir sér. Með óbilandi trú á möguleikum ókeypis dagblaðs hefur það framkvæmt það sem aðrir töldu ómögulegt. Og oft í miklum mótbyr. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þessari vegferð. Ekki síst vegna viðbragða þeirra sem telja sig hafa vit á viðskiptum við samkeppni á dagblaðamark- aði. Lengst af var Fréttablaðinu tekið eins og boðflennu. Það raskaði jafnvægi sem menn töldu svo þægilegt og gott. Menn hafa komið fram í fjölmiðlum og skrif- að í blöð og viljað finna eitthvað bogið við Fréttablaðið – helst eitt- hvað illt; illan vilja eða illan ásetn- ing. Samt gengur rekstur Frétta- blaðsins ekki út á annað en að gefa 75 prósentum heimila á land- inu dagblað sex daga vikunnar. Ég býst við að flestir sem stofnað hafa til samkeppni á Ís- landi hafi svipaða sögu að segja. Ný fyrirtæki, nýjar hugmyndir og ný þjónusta eru tortryggð. Það er skiljanlegt að þeir sem hafa hags- muni af óbreyttu ástandi vilji tor- tryggja nýja samkeppni. En það vekur furðu hversu almennan ótta þeir sem þykjast hafa vit á við- skiptum bera til samkeppni. Al- menningur elskar hins vegar sam- keppni. Það sýna viðtökur hans við Fréttablaðinu. ■ Boðflennur búa til samkeppni skrifar um Fréttablaðið og illan bifur margra á samkeppni í viðskiptum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON DÓMSMÁL Héraðsdómur Suðurlands hefur svipt 37 ára karlmann öku- réttindum í eitt ár vegna ölvunar- aksturs. Maðurinn velti bíl sínum í beygju á Suðurlandsvegi. Dómurinn sagði frásögn mannsins um að hann hefði fyrst drukkið áfengi þar sem hann sat slasaður í bíl sínum eftir veltuna fjarstæðukennda. Ökumaðurinn slasaðist mjög al- varlega, meðal annars á höfði, og missti mikið blóð. Áfengismagnið í blóði hans mældist 1,61 prómill. Ummerki bentu til að hlið bílsins hafi lent af miklu afli á stórum steini, kastast síðan áfram upp hlíð og farið í boga aftur að veginum þar sem hún valt heila veltu. Bílinn barst um 150 metra áður en hann stöðvaðist stórskemmdur. Dómnum þótti fjarstæðukennt að maðurinn hefði brugðist við þessum atburðum með því að ná sér í áfengisblöndu sem hann geymdi í bílnum. Þá er geta hans til að drekka mikið magn áfengis eftir slysið dregin í efa. ■ Frásögn ölvaðs ökumanns sögð fjarstæðukennd: Ótrúleg drykkja slasaðs manns FÉLAGSÞJÓNUSTAN Félagsþjónustan í Reykjavík lagði til breyt- ingar á félagsstarfi aldraðra, sem fólu í sér að leggja niður sex félagsmiðstöðvar. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að fresta að- gerðum. Félagsstarf aldraðra: Félags- miðstöðvum verður ekki lokað ALDRAÐIR Borgaryfirvöld hafa ákveðið að leggja ekki niður sex af fimmtán félagsmiðstöðvum fyrir eldri borgara. Félagsþjónustan í Reykjavík hafði lagt til breytingar á félags- starfinu, sem fólu í sér að leggja niður félagsmiðstöðvar og efla aðrar. Áttu breytingarnar að spara borginni um 17 milljónir króna og samkvæmt þeim átti að segja upp tveimur forstöðukon- um. Íbúar í íbúðum aldraðra við Sléttuveg og Furugerði mótmæltu áformunum og sendu þeir m.a. borgaryfirvöldum undirskrifta- lista þess efnis. Borgarráð ákvað í fyrradag að fresta aðgerðunum. Þess í stað á að þróa starf miðstöðvanna á næstu mánuðum, þannig að það höfði til stærri hóps en áður. Haft verður að leiðarljósi að ná fram hagræðingu í rekstrinum og að áherslur og tilboð á frístundaiðju verði mismunandi eftir miðstöðv- um. Veita á 10 milljónum króna úr borgarsjóði til að mæta þessari tillögu. ■ Uppstillingarnefnd Samfylk-ingarinnar í Reykjavík hefur farið þess á leit við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, að hún gefi kost á sér á lista flokksins í Reykjavík fyrir alþing- iskosningarnar í vor. Hún hefur ekki enn svarað þeirri málaleitan, en hér er því haldið fram, að hún hljóti að íhuga þann möguleika vandlega. Þessi umræða fór af stað fyrir nokkrum mánuðum og af skiljan- legum ástæðum fékk íhaldið hland fyrir hjartað og geystist út úr öllum venjulegum skúmaskot- um með þá kenningu helsta, að Ingibjörg hefði lofað að vera borgarstjóri alltaf, alltaf og lengi, lengi og væri að ganga á bak orða sinna, ef hún breytti í einhverju sínu pólitíska lífi. Nú man ég ekki eftir, að Ingi- björg hafi nokkurn tímann lýst því yfir að hún ætlaði ekki að vera borgarstjóri áfram og ég man heldur ekki eftir því, að hún hafi lofað íhaldinu að taka ekki þátt í landsmálapólitík, - en það er íhaldinu óbærileg tilhugsun að þessi afburða stjórnmálamaður láti til sín taka á þeim vettvangi. Verra var kannski, að sumir af fylgismönnum Reykjavíkurlist- ans fóru á taugum í umræðunni, - létu íhaldið ráða ferðinni og segja félagshyggjufólki í Reykjavík fyrir verkum. Nú verða menn að muna, að það, hvort Ingibjörg Sólrún fer í framboð eða ekki, kemur íhaldinu ekkert við. Það ákveður það ekki og á ekki að gera það. Menn hafa einnig haldið því fram, að einn maður geti ekki ver- ið borgarstjóri og einnig tekið sæti á Alþingi. Það er löngu úrelt áhyggjuefni. Menn gleyma stór- felldum breytingum sem gerðar hafa verið á stjórnkerfi Reykja- víkurborgar undir forystu Reykjavíkurlistans, með ramma- fjárlögum fyrir hvern málaflokk, aukinni ábyrgð stjórnenda og for- manna nefnda og skilvirkari stjórnun yfirleitt. Þótt starf borg- arstjóra sé mjög umfangsmikið, vill svo til að hún hefur frábært fólk sér til aðstoðar og er þar að auki býsna liðtækur verkmaður sjálf. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að hún geti ekki sinnt starfi borgarstjóra af stökustu prýði þegar hún tekur sæti á Al- þingi. Enda má benda á, að tveir borgarfulltrúar íhaldsins, Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, munu taka sæti á Al- þingi í vor. Ekki ber að skilja hlut- ina svo, að Björn Bjarnason, leið- togi stjórnarandstöðunnar í borg- arstjórn, sé og ætli sér að sinna öðru hvoru verkefninu með hang- andi hendi, eða hvað? Nú er um að gera fyrir félags- hyggjufólk í Reykjavík að ræða þennan möguleika út frá forsend- um þeirrar pólitísku stöðu sem við þeim blasir og þeim möguleik- um, sem felast í því að fá Ingi- björgu Sólrúnu til virkrar þátt- töku í landsmálum öllum. Ekki láta íhaldið ákveða það hvort Ingibjörg gefur kost á sér eða ekki. ■ skrifar um hugsanlegt framboð borgarstjóra. HELGI PÉTURSSON Um daginn og veginn Auðvitað Ingibjörgu! Háholt 23, 270 Mosfellsbær, Sími 586 8050 fax 586 8051, e-mail mirella@isl.is Glæsilegir toppar og bolir á dömur úr ull, silki, bómull og microfibra Einnig mikið úrval af fallegum nærfötum á alla fjölskylduna Ítölsk vara. Mikil gæði. Leitið upp- lýsinga um útsölustaði. 1902 – 2002 Falleg og björt kvennúr Sirkon, steinar og eðalstál Verð kr. 17.600 – 17.900

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.