Fréttablaðið - 19.12.2002, Page 18

Fréttablaðið - 19.12.2002, Page 18
19. desember 2002 FIMMTUDAGUR STÆKKUN EVRÓPUSAMBANDSINS Á föstu- daginn var samþykkti Evrópusam- bandið að veita tíu ríkjum aðild árið 2004. Um leið var samþykkt að greiða þeim væna styrki til þess að auðvelda þeim að fallast á aðildar- skilmálana. Ekki gekk þrautalaust að semja um skilmálana. Pólverjar voru tregastir í taumi og fá eina milljón evra aukalega fyrstu árin. Það gera um það bil 85 milljónir íslenskra króna. Styrkir til landbúnaðarmála voru stærsta deilumálið í samn- ingaviðræðunum, enda eru þeir drjúgur hluti af fjárlögum Evrópu- sambandsins. Heildarfjárlög þess nema nú nærri 8.500 milljörðum króna. Nærri helmingurinn af því fer til landbúnaðarmála. Eftir leiðtogafundinn í Kaup- mannahöfn á föstudaginn var því haldið fram að stækkun Evrópu- sambandsins eigi eftir að kosta nú- verandi aðildarríki nærri 41 millj- ón evrur samtals fyrstu þrjú árin. Þetta samsvarar nærri 3.500 millj- örðum króna. Á mánudaginn hélt Michaele Schreyer, sem er yfirmaður fjár- málaskrifstofu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins í Brussel, því hins vegar fram að þegar nánar er að gætt kosti aðild nýju ríkjanna gömlu ríkin ekki nema um það bil 875 milljarða króna. Heildarkostnaðurinn af stækkuninni sé í raun ekki nema fjórðungur af því, sem talað var um í fyrstu. Þetta er haft eftir henni í dagblaðinu International Herald Tribune á þriðjudaginn. Þetta kann að virðast há upp- hæð. En þegar litið er til þess að íbúar ríkjanna fimmtán, sem nú eru í Evrópusambandinu, eru sam- tals um það bil 380 milljónir, þá sést að kostnaðurinn er ekki nema um 2300 krónur á hvern íbúa þessi þrjú ár, eða 766 krónur á ári að meðaltali. Þetta þýðir að Evrópusamband- ið hafi í raun náð mjög hagstæðum samningum á fundinum í Kaup- mannahöfn. Reyndar eiga framlögin að vaxa með ári hverju. Beingreiðslur til landbúnaðar verða árið 2004 ekki nema 25 prósent af þeim bein- greiðslum sem bændur í núverandi aðildarríkjum fá. Hlutfallið hækk- ar upp í 30 prósent árið 2005, og síðan í 35 prósent árið 2006. Eftir það eiga framlögin að hækka í skrefum þangað til þau ná árið 2013 sama hlutfalli og gömlu aðild- arríkin fá þá. Allar líkur eru hins vegar á því, að árið 2013 verði framlög Evrópu- sambandsins til landbúnaðarmála orðin töluvert lægri en þau eru í dag. Nýju aðildarríkin fá því í raun aldrei sömu kjör og núverandi að- ildarríki hafa haft í Evrópusam- bandinu. Fyrir rúmu ári samþykktu full- trúar Vesturlanda að lækka land- búnaðarstyrki sína til muna til þess að auðvelda fátækari ríkjum heims að keppa við þau á jafnræðisgrund- velli. Þetta gerðist á leiðtogafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar, sem haldinn var í Katar. Auðugu ríkin fengu tveggja ára frest til þess að ganga frá þessum skuld- bindingum sínum. Sá frestur er nú um það bil hálfnaður og samninga- viðræður í fullum gangi. Á mánudaginn var, þremur dög- um eftir að samið var um stækkun Evrópusambandsins, gekk því Pascal Lamy, viðskiptafulltrúi Evr- ópusambandsins, á fund með full- trúum annarra aðildarríkja Heims- viðskiptastofnunarinnar í Brussel, skammt frá höfuðstöðvum Evrópu- sambandsins. Hann lagði þar til að Evrópu- sambandsíkin ásamt Bandaríkjun- um, Kanada, Japan og Ástralíu lækkuðu tolla á landbúnaðarvörur um 36 prósent. Sömuleiðis lagði hann til að þau lækkuðu útflutn- ingsstyrki til landbúnaðar um 45 prósent og framleiðslustyrki um 55 prósent. Eftir stækkunina hafa gömlu Evrópusambandsríkin fimmtán greinilega hag af því að standa við loforð sitt frá Katarfundinum um að lækka styrki sína til landbúnað- ar. Því meira sem framlögin lækka, því minna þurfa þau að greiða til nýju ríkjanna tíu. Á hinn bóginn má vera að þetta verði til þess að stjórnvöld í Pól- landi, Eistlandi og fleiri ríkjum, sem samið hafa um aðild, eigi erf- iðara með að sannfæra íbúa land- anna um að samþykkja aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu. gudsteinn@frettabladid.is Evrópusambandið þarf ekki að greiða til nýju aðildarríkjanna nema fjórðung þess sem samið var um á leiðtogafundinum í Kaupmanna- höfn. Nýju ríkin fá aldrei jafn mikið í landbúnaðarstyrki og núverandi aðildarríki hafa fengið. Evrópusambandið náði dúndursamningum NÝJU AÐILDARRÍKIN Íbúafjöldi Þjóðarframleiðsla Hlutfall af meðaltals- (í milljónum) (í milljörðum króna) þjóðarframl. Evrópu- sambandsríkjanna Eistland 1.400 1.140 42% Kýpur 800 1.200 80% Lettland 2.400 1.540 33% Litháen 3.500 2.580 38% Malta 400 390 55% Pólland 38.600 30.220 40% Slóvakía 5.400 5.075 48% Slóvenía 2.000 2.710 69% Tékkland 10.200 11.560 57% Ungverjaland 10.200 10.310 51% Samtals 74.900 66.725 AP / C ZA R EK S O KO LO W SK I Á LEIÐ Í EVRÓPUSAMBANDIÐ Bændur í Póllandi, skammt frá bænum Bedzin, eru þarna að flytja kol á hestvagni. Pól- verjar fá heldur meira í sinn hlut en hin ríkin, sem ganga í Evrópusambandið í maíbyrjun árið 2004. 18

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.