Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 30
19. desember 2002 FIMMTUDAGUR fia› er gott a› hafa öruggt skjól í Tra›arkoti fyrir bílinn flegar flú átt erindi í mi›bæinn. Fyrsta klukkustundin kostar a›eins 80 kr. e›a 1,33kr. mínútan, sí›an grei›ir flú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur sem flú notar. Fyrir flá sem starfa e›a búa í mi›borginni er í bo›i mána›arkort á a›eins 5.600 kr. *) fia› fæst varla ód‡rara skjól fyrir bílinn flinn. Tra›arkot vi› Hverfisgötu - gegnt fijó›leikhúsinu *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. Emil Sigurðsson býr í Reykja-vík og starfar hjá Landssíman- um en um jólin ætlar hann að vera hjá foreldrum sínum í Borgar- nesi. Emil þurfti að fara í næsta kaupstað til að sækja framhalds- skóla og var því mjög snemma kominn með annan fótinn úr for- eldrahúsum. Að loknu námi flutti hann í höfuðborgina og fyrr á þessu ári festi hann kaup á íbúð. „Það er alltaf verið að spyrja mann hvað maður vilji fá í jóla- gjöf og ég veit ekkert hverju ég á að svara. Annars væri ég alveg til í að fá einhver heimilistæki og núna vantar mig til dæmis brauðrist,“ segir Emil. „Ég er að reyna að safna í búið smám sam- an og hef alltaf fengið svoleiðis tæki í jólagjöf annað slagið.“ Emil er vanur því að fá húsmuni af ýmsu tagi frá vinum og vanda- mönnum en það er nokkuð mis- jafnt hvernig gefendunum tekst til með að velja eitthvað sem hon- um líkar. „Oftast er ég mjög ánægður með það sem ég fæ en ef mér finnst eitthvað ekki flott sem fólk gefur mér þá set ég það bara ofan í kassa og tek það svo upp þegar viðkomandi kemur í heimsókn.“ Emil segist líka oft fá fatnað í jólagjöf en þó treystir hann fólki síður til að velja slíkt. „Ég vil helst velja fötin mín sjálfur og mér finnst verra að þurfa að skila því sem fólk gefur mér. Þess vegna er ég oft látinn fá pening til þess að kaupa mér sjálfur einhver föt og svo pakkar fólk þeim bara inn og setur gjöfina undir jóla- tréð.“ Emil viðurkennir þó að það komi fyrir að fólki takist að velja sjálft eitthvað á hann og það sé auðvitað alltaf skemmtilegt. Það er óhætt að segja að Emil sé afar jarðbundinn þegar kemur að jólagjöfum en eins og við öll leyfir hann sér þó stundum að dreyma „Það væri svo sem ekkert amalegt ef einhver gæfi manni stóra kistu fulla af gulli en það gerist víst seint.“ ■ Þrátt fyrir ungan aldur óskar Emil Sigurðsson sér praktískra jólagjafa eins og heimilistækja og fatnaðar. Hann treystir sínum nánustu ágætlega til að velja handa sér tæki og aðra húsmuni en fötin vill hann velja sjálfur. Heimilistæki og húsbún- aður efst á óskalistanum Jólagjöf karlmanns um tvítugt „Ég er oft látinn fá peninga til að kaupa mér einhver föt og svo pakkar fólk þeim bara inn og setur gjöfina undir jólatréð.“ EMIL SIGURÐSSON Hann er að safna munum til heimilisins og hefur ekkert á móti því að fá einhver nytsamleg heimilistæki í jólagjöf.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.