Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 31
31FIMMTUDAGUR 19. desember 2002 Jólatréssalan Dal-vegi 4 selur nor- mannsþin frá Dan- mörku og rennur hluti ágóðans til styrktar einhverfra barna á Íslandi. Þann 20. desember stendur til að halda uppboð á 3,5 metra háu jólatré verið hefur til sýnis á sölunni síðan í byrjun desember og mun ágóði þess uppboðs renna óskiptur til barn- anna. „Það eru margir sem hafa komið að skoða tréð og sýnt því mikinn áhuga en við höfum ekki fengið nein tilboð enn,“ segir Sigurð- ur Hafsteinsson. „Það eru svo margir sem búa í húsum með allt upp í fjögurra metra lofthæð og þá er það þetta tré sem þá langar í.“ Sigurður segir að það séu fremur einstaklingar en fyrirtæki sem spurst hafa fyrir um tréð og á von á að margir þeirra muni koma til að taka þátt í uppboðinu þegar að því kemur. „Ég býst við að það verði slegist eitthvað um tréð á föstudaginn. Annars er fólki að sjálfsögðu velkomið að leggja inn tilboð nú þegar en það verður ekki gengið endan- lega frá sölunni fyrr kl.18 á föstudag- inn.“ Sigurður og kon- an hans velja og fella sjálf trén sem þau selja í skógi skammt frá Árósum í Danmörku og flyt- ja þau til Íslands í byrjun desember. „Þegar við vorum búin að fella trén sáum við þetta stóra tré í litlum skógi rétt hjá og datt í hug að taka það með að gamni. Síðan fengum við þá hugmynd að bjóða það upp og styrkja í leiðinni gott málefni.“ Eftir nokkrar vangaveltur varð úr að Sigurður ákvað að láta ein- hverf börn njóta góðs af. „Okkur fannst ákveðnir málaflokkar ekki vera nógu mikið í umræðunni þrátt fyr- ir að þörfin væri fyr- ir hendi. Þá datt okk- ur í hug að styrkja einhverf börn því við höfum fengið að heyra mikið um þeir- ra erfiðleika. Kunn- ingi minn á einhverf- an son og vinkona mín í Danmörku vinnur með ein- hverfum.“ Sigurður reiknar með að peningarnir muni koma að góðum notum og vonast til þess að geta fært börnunum sem veg- legasta gjöf. ■ Uppboð á jólatré: Styrkja einhverf börn SIGURÐUR HAFSTEINSSON OG TRÉÐ GÓÐA Föstudaginn 20. desember verður þetta jólatré boðið upp hjá Jólatréssölunni Dal- vegi 4 og mun ágóðinn renna til styrktar einhverfum börnum á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.