Fréttablaðið - 19.12.2002, Side 40
40 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Stuðmenn:
Áramóta-
sprengja við
Austurvöll
GAMLÁRSKVÖLD Áramótasprengja
verður við Austurvöll á gamlárs-
kvöld en þar ætla Stuðmenn að slá
upp áramótadansleik á veitinga-
húsinu Nasa. Með dansleiknum
ætla Stuðmenn að kveðja árið og
fagna nýju með sjálfum sér og
helstu aðdáendum:
„Við erum einnig að fagna gull-
plötu fyrir nýjasta diskinn okkar
svo og 20 ára afmæli kvikmyndar-
innar Með allt á hreinu, sem af því
tilefni kemur út á DVD,“ segir
Jakob Frímann Magnússon, fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar.
Það eru Stuðmen sjálfir sem
standa að áramótasprengjunni en
miðaverð hefur verið ákveðið
2.500 krónur. ■
STUÐMENN
Fagna nýju ári.
Kammerhópurinn Camerarctica:
Mozart við kertaljós
TÓNLEIKAR Kammerhópurinn Cam-
erarctica heldur tíundu kerta-
ljósatónleika sína í Kópavogs-
kirkju í kvöld. Verkin sem hópur-
inn leikur að þessu sinni eru Kvin-
tett í A-dúr fyrir klarinettu og
strengi eftir Wolfgang Amadeus
Mozart og Kvartett í G-dúr fyrir
flautu og strengi eftir Johann
Sebastian Bach.
Camerarctica skipa þau Hall-
fríður Ólafsdóttir flautuleikari,
Ármann Helgason klarinettuleik-
ari, Hildigunnur Halldórsdóttir
og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu-
leikarar, Guðmundur Krist-
mundsson víóluleikari og Sigurð-
ur Halldórsson sellóleikari.
Camerarctica-hópurinn hef-
ur haldið kertaljósatónleika frá
árinu 1993 og eru þeir um
klukkustundarlangir.
Þrennir tónleikar verða nú
um helgina. Þeir fyrstu verða í
kvöld klukkan 20 í Kópavogs-
kirkju, annað kvöld verður hóp-
urinn í Hafnarfjarðarkirkju
klukkan 20 og á laugardag
verða tónleikar í Dómkirkjunni
í Reykjavík og hefjast þeir
klukkan 21.
Aðgöngumiðar verða seldir
við innganginn, eldri borgarar
og nemendur fá helmingsafslátt
og ókeypis aðgangur er fyrir
börn. ■
KAMMERHÓPURINN CAMERARCTICA
Heldur tíundu kertaljósatónleika sína í kvöld. Í lok tónleikanna verður að venju leikinn
jólasálmurinn „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ sem er eftir Mozart.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA?
Helga Braga Jónsdóttir leikkona.
„Ég er nýbyrjuð á bókinni She Flies Without
Wings eftir Mary D. Midkiff. Þetta er hesta-
bók sem fjallar um það hvernig hesturinn
snertir sál konunnar. Þetta er æðisleg bók
en ég er öll í því að tengja hið andlega við
hestana. Ég var nefnilega að kaupa mér
nýja hesta og þeir eru svo æðislegir.“
Vindur, sandur
og stjörnur:
Eyðimerkur-
flug á toppn-
um
BÆKUR Tímaritið Outside birtir lista
yfir 25 bestu sannsögulegu ævin-
týrabækur síðustu hundrað ára eða
svo í nýjasta tölublaði sínu. Franski
flugmaðurinn og rithöfundurinn
Antoine Saint-Exupery er þar efst-
ur á blaði með bókina Wind, Sand
and Stars þar sem hann segir frá
því þegar hann flaug með póst yfir
Sahara-eyðimörkina. Bókin kom út
árið 1939 en Saint-Exupery, sem
lést í seinni heimsstyrjöldinni, er
þekktastur fyrir sögu sína af Litla
prinsinum sem bjó einn á smástirn-
inu sínu. ■