Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 44
44 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
Lokadagar brunaútsölunnar
Meiri verðlækkun!!
Inniskór á dömur og herra
kr. 500,- til kr. 800,- alltaf vinsælar jólagjafir
Dömuskór kr. 1000,- til 1500,-
Dömuleðurstígvél kr. 2500,-
Herraskór á kr. 1500,- til kr. 2500,-
Opið frá 1 til 6 alla daga fram á Þorlák.
Brunaútsalan – lagersalan
Knarrarvogi 4 (við hlið Endurvinnslunnar)
Laugaveg i 83 s : 562 3244
Komdu og gerðu góð kaup fyrir jólin.
Náttkjólar 1.800.-
Náttföt frá 2.500.-
Peysur frá 2.990.-
Blúndubolir frá 2.900.-
Kanínuskinn frá 2.290.-
opið lau. og sun. til 22.
MJÚKIR PAKKAR
ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA
Laugavegur 59 • 2. hæð Kjörgarði • 561 5588
Gjafabréf
í jólapakkann hennar
TÓNLEIKAR Það hefur verið hátíð í
bæ hjá unnendum Megasar síðustu
vikurnar. Hann heldur jólin sér-
staklega hátíðleg þetta árið og hef-
ur endurútgefið fyrstu tíu plöturn-
ar sínar á geisladiskum, endur-
hljóðbættar og með glás af auka-
efni. Einnig kom út vegleg safn-
plata.
Sjálfur hafði Megas yfirsýn yfir
útgáfunum og nýtti glaður tæki-
færið til þess að splæsa áður óút-
gefnum lögum með. „Ég hef staðið
í því síðustu mánuði að grafa upp
lög sem ég vildi koma upp sem
komust ekki upp í gamla daga,“
segir Megas. „Þau lög sem áttu
alltaf að fara á plötu en komust
ekki á plötu. Þetta var afskaplega
dýrmætt tækifæri.“
Megas var sérstaklega ánægður
með að fá loksins tækifæri til þess
að gefa út plötu sína og Spilverks
þjóðanna, „Á bleikum náttkjólum“,
á þann hátt sem hann hefur ávallt
langað til þess að bera hana fram.
Í tilefni plötuflóðsins heldur
Megas tónleika í Austurbæ í kvöld.
Þar tekur hann rjómann af sínum
lögum í gegnum tíðina. Sjálfur seg-
ir hann það ómögulegt verk að
velja lögin en að hann geri það bara
samt. „Lagaval verður eftir atvik-
um. Það er engin stærðfræði sem
ræður því af hvaða plötum lögin
verða. Það fer bara eftir því hvað
þykir vænlegast til þess að mynda
gott og sterkt „prógramm“. Og
með tilliti til þess orðróms, sem
maður þekkir, að sumum þyki eft-
irsóknarvert að heyra viss lög
„læf“,“ segir hann að lokum og
brunar af stað á æfingu.
Tónleikarnir eru í Austurbæ
(fyrrum Austurbæjarbíói við
Snorrabraut) og hefjast kl. 21. For-
sala aðgöngumiða er í verslunum
Skífunnar og Japis. ■
Megas leikur í Austurbæ í kvöld:
Fram og aftur
útgáfugötuna
MEGAS
Undirleikarar hans í kvöld verða Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Pétursson á gítar,
Einar Valur Scheving á trommur og Mike Pollock á gítar. Margir góðir gestir og samstarfs-
menn í gegnum árin taka með honum lagið. Þar má nefna Magnús Kjartansson, Björgvin
Gíslason, Lárus Grímsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Jens Hansson, Harald Þorsteinsson,
Pjetur Stefánsson, Valgeir Sigurðsson og Óttar Felix Hauksson.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Græjuglamur,
sá áttundi
Hugsanlega hafa einhver börn-in rumskað í rúmum sínum í
nótt því þeim jólasveini sem var
að koma til byggða fylgir hávaði
nokkur.
Græjuglamur, sá áttundi,
með garg sem allir heyra.
Hann bassa og læti hækkar
svo blæðir út úr eyra.
Hann rúntar allar götur
og gellur kallar á,
En bara fær þær tómu
sem bílinn vilja sjá.
Eftir Ragnar Eyþórsson (með fullri
virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum)
TEIKNINGAR: INGI SÖLVI ARNARSON
Ídag er svo skammt til jóla aðskynsamlegt er að fara að huga
að jólamáltíðinni. Það borgar sig
að hafa vaðið fyrir neðan sig og
því er bráðsniðugt að fara eina
ferð í matvöruverslun og kaupa
allt sem hægt er að kaupa til jól-
anna að svo komnu. Þegar heim
er komið er tilvalið að útbúa
heimalagaðan ís til að bjóða upp
á eftir matinn á aðfangadag eða
jóladag.
5 DAGAR TIL JÓLA
5 DAGAR TIL JÓLA
ÉG HEF
HALDIÐ
FRAMHJÁ...
HVAAAÐ??
ÉG VAR Á
PÖBBNUM OG
ÞAÐ GERÐIST
BARA...
ÉG KLAPPAÐI ÞEGAR
MANCHESTER
UNITED SKORAÐI!
NÚNA
FERÐU TIL
SÁLFRÆÐ-
INGS, GÓÐI!
JÁ,
ÉG ER SJÚKUR...
FYRIRGEFÐU
MÉR,
LIVERPÚHÚHÚ...