Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 48
Desember er skondinn tími. Þaðer í raun ótrúlegt að fólki skuli á hverju ári detta í hug að verja jafn- miklum tíma og peningum til undir- búnings hátíð sem ekki er einstök heldur haldin á hverju einasta ári. Líklega um það bil jafnmiklum tíma og peningum og varið er í fermingar og fimmtugsafmæli, sem þó eru ekki nema einu sinni á lífsleið hvers og eins. Og fólk hefur tilhneigingu til að mikla fyrir sér fermingar og fimm- tugsafmæli, og svo sem jólin líka, en þó ekki nærri eins. Og alltaf skulu þau haldin á hverju ári með sömu látunum. Sem betur fer, því þau eru svo skemmtileg. FYRIR nokkrum árum fór rafmagn- ið í mínu hverfi þegar jólaöndin, sem elduð var samkvæmt afskaplega fastri venju í fjölskyldunni, var í ofninum. Rafmagnið kom ekki aftur fyrr en um miðja nótt og þá var fjöl- skyldan fyrir löngu búin að borða hangikjöt og laufabrauð með köldu rauðkáli. Og það voru alveg jafnmik- il jól. Þessu óhappi var reyndar snúið upp í sið og síðan höfum við haft hið þjóðlega hangikjöt á borðum hvert aðfangadagskvöld, ekki þó með ein- tómu laufabrauði og köldu meðlæti. Nokkrum árum seinna varð ég fyrir því að veikjast af lungnabólgu skömmu fyrir jól. Það var dýrmæt reynsla. Það var nefnilega svo und- arlegt að jólin komu líka þá. Jafnvel þótt undirbúningurinn hefði ekki verið nema brot af þeim vanalega. ÞEGAR allt kemur til alls eru það nefnilega allt aðrir hlutir sem skipta máli á jólum. Engir dagar eru eins og jólahátíðardagarnir. Helgin yfir aðfangadagskvöldi gefur hverjum og einum einhverja fyllingu sem er ólýsanleg og ómetanleg líka. Um þetta geta þeir vitnað sem hafa dval- ið á öðrum menningarsvæðum um jólin, svæðum þar sem þessi hátíð er ekki tekin eins alvarlega og hér. Og jólanóttin með bók, jóladagurinn þar sem sofið er fram eftir og svo haldið áfram að lesa og narta í góðgætið. Samvistir við ættingja sem maður hittir jafnvel miklu sjaldnar en mað- ur vildi. Það eru þessir hlutir sem gefa jólunum gildi. SAMT höldum við áfram í stressinu. Æðum aftur og fram um bæinn og æsum okkur upp. Kannski til að skerpa andstæðuna við hinn algera frið sem svo tekur völdin – í örfáa daga.                      !    " SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 97 48 12 /2 00 2 Allt ver›ur au›veldara... S M Á R A L I N D debenhams Þú finnur fallegar jólagjafir handa öllum, í Debenhams. Allt á einum stað og á verði sem kemur þér í jólaskap. Baðvörur 2.990 kr. GjafainnpökkunHerraskyrtur frá 1.890 kr. Jólaskapið Herraleðurhanskar frá kr. 3.290 kr. Dúkkur frá 990 kr. Jamie Oliver mortel 3.490 kr. ...EF fiÚ GENGUR HÆGAR, ANDAR D†PRA OG HUGSAR UM HVERNIG fiIG LANGAR RAUNVERULEGA A‹ HAFA fiA‹ UM JÓLIN Gjafabréf Taska 3.290 kr. Þjóð á hlaupum Bakþankar Steinunnar Stefánsdóttur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.