Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 12
12 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Kerlingar eyðileggja jólin Skyrgámur er ekki sáttur: Ádögunum heyrði ég söng nokk-urra leikskólabarna. Þau sungu „Jólasveinar ganga um gólf“ með texta sem ég kannaðist ekki við. Stafur sveinanna var orðinn gildur en ekki gylltur, móðir þeirra sópar ekki gólf heldur hrín við hátt og flengir þá ekki heldur hýðir. Þá er horfin kanna af stól og í staðinn stendur einhver upp á hól... Ég for- vitnaðist um þetta og í ljós kom að einhverjar umvöndunarsamar kerl- ingar hafa tekið sig til og eyðilagt þetta gamla og góða jólakvæði þar sem það féll ekki að þurrpumpuleg- um og ófrjóum þankagangi þeirra. Núna hafa þær uppfærða og stein- gelda útgáfu sína fyrir börnunum. Ekki má rugla börnin með ein- hverju sem ekki gengur upp, gyllt- ir stafir og könnur á stólum. Gaman þætti mér að vita hvar og hvenær tekin var ákvörðun um að skemma vísuna, sem annars var súrrealísk og skemmtileg, með þessum hætti. Guð forði börnum þessa lands frá húmorslausum forræðishyggju- kerlingum með einstefnusýn á ver- öldina. ■ Þ að ríkir ekki mikil bjartsýnimeð efnahagsþróunina í heim- inum. Efnahagslífið í Bandaríkjun- um er enn dauflegt og neytendur halda fast um budduna. Evrópu- menn eru að búa sig undir sam- drátt í efnahagslífinu, einkum vegna veikleika í þýsku efnahags- lífi. Það má því búast við sam- drætti eða stöðnun í efnahagslífi heimsins á næsta ári. Hér heima hefur atvinnuleysi farið vaxandi á undanförnum mán- uðum og framundan eru mánuðir þar sem atvinna mun enn dragast saman. Það mátti merkja á sam- keppni í smásölu fyrir jólin að þar börðust margar verslanir og fram- leiðendur fyrir lífi sínu, voru jafn- vel hættir að horfa lengra fram í tímann en til loka vikunnar eða dagsins. Og víðar um atvinnulífið eru veik fyrirtæki. Það ætti því engum að koma á óvart að gjald- þrot fyrirtækja á næstu mánuðum muni enn auka á atvinnuleysið. Það er umhugsunarefni hversu mörg íslensk fyrirtæki komu las- burða frá góðærinu 1999 til 2000. Það er í sjálfu sér eðlilegt að flest tölvu-, internet- og hátæknifyrir- tæki, sem stofnað var til á þessum árum, séu þegar dauð eða að gefa upp öndina. Það er ekki hægt að biðja um meira en að örfá þeirra lifi. Hins vegar er athyglisvert hversu illa góðærið lék hefð- bundnari fyrirtæki. Þótt Íslend- ingar hafi fjárfest meira í nýsköp- unarfyrirtækjum í góðærinu en nokkru sinni fyrr þá fjárfestu þeir einnig meira í hefðbundnum fyrir- tækjum en hið litla viðskiptalíf okkar stendur undir. Þau þarfnast áframhaldandi góðæris til að geta dafnað – en mun ekki verða að ósk sinni. Þegar horft er til ársins 2002 er engu líkara en að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé geðklofin. Á árinu voru báðir viðskiptabank- arnir í eigu ríkisins seldir. Þótt að- ferðin við að finna kaupendur hafi verið gagnrýnisverð ber engu að síður að fagna sölunni. Á sama ári var hins vegar samþykkt heimild til að veita Íslenskri erfðagrein- ingu 20 milljarða ríkisábyrgð. Sem betur fer hefur ábyrgðin enn ekki verið veitt. Nú virðist sem samningar um byggingu á álvers í Reyðarfirði með tilheyrandi virkjunum hafi náðst á árinu 2002. 200 milljarða fjárfesting í atvinnulífinu. Miðað við efnahagshorfur á Íslandi, og áhrif efnahagsástandsins í heim- inum á þær, er varla hægt að ímynda sér betri tímasetningu fyrir álver. Andstaða við álverið hefur einkum verið drifin áfram af upphafinni náttúrudýrkun. Þegar kreppir að í atvinnulífinu á næstu mánuðum verður sú and- staða lítils megnug. Álverið er verkjalyfið sem við þörfnumst við eftirköstum góðærisins. ■ Verkjalyf við eftirköstum góðæris skrifar um bágt ástand efnhagslífsins og horfur í atvinnulífinu. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Það virðist nokkuð ljóst aðIngibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki metið framhald Reykjavíkurlistasamstarfsins - og þar með forustuhlutverk sitt þar - til margra fiska. Sennilega er það líka rétt metið hjá henni því ólíklegt er að listinn hefði borgina í fjórða sinn ef svo ótrúlega vildi til að flokkarnir sem að honum standa myndu ná saman um framboð enn einu sinni. Kannski eru brestirnir í samstarfinu líka þegar orðnir meiri en menn vilja vera láta - eins og Kárahnúkamálið gefur vísbendingu um. Hafi Ingibjörg Sólrún á ann- að borð ætlað sér framhaldslíf í stjórnmálum - sem hún augljós- lega ætlar sér - þá má segja að viðskilnaður hennar við Reykja- víkurlistasamstarfið hafi ein- ungis verið spurning um tíma og aðferðafræði. Það er margt til í því að kosningarnar næsta vor séu hennar besta tækifæri - tækifæri sem kunni að verða horfið eftir fjögur ár. Þess vegna er framboð Ingibjargar til Alþingis ekki órökrétt í sjálfu sér, hún hefur einfaldlega veðjað pólitískri framtíð sinni á Samfylkinguna, en ekki Reykja- víkurlistann. Frelsið dýru verði keypt Aðdragandinn og aðferðafræð- in sem Ingibjörg beitir við út- göngu sína úr borgarstjórahlut- verkinu er hins vegar ekki björgu- leg þó vissulega séu ákveðnir þættir vel úthugsaðir. Þessi uppá- koma öll mun trúlega veikja hana sem stjórnmálaleiðtoga þegar frá líður - þrátt fyrir stórgott gengi í könnunum nú - því þó machiavell- ískar fléttur geti verið flottar og árangursríkar, þá hafa vinsældir Ingibjargar frekar mátt rekja til þess að fólki hefur fundist hún standa utan við og vera valkostur við gamaldags valdaplott og karlapólitík fjórflokksins, frekar en að hún sé hluti af því fyrir- komulagi. Framkoman gagnvart sam- starfsmönnum á R-listanum skipt- ir máli í þessu sambandi. Þar hefur augljóslega orðið alger trúnaðar- brestur. Í raun bendir flest til að Reykjavíkurlistanum hafi verið fórnað. Þrátt fyrir leikþátt borgar- stjórans um að hún hafi ekki ætlað að söðla um og hverfa af borgar- málavettvangi lá í augum uppi að hún hefði gjörbreytt eðli og for- sendum þess samstarfs sem hún er í forsvari fyrir. Þetta vissi hún sjálf að myndi gerast og því er hún meðvitað að framkalla hörð við- brögð af hálfu samstarfsaðila og gerir hvað hún getur til að valta auðmýkjandi yfir þá í krafti þess að samstarfsaðilar eiga einungis vonda leiki í stöðunni. Það að fram- sóknarmenn og Vg gera sig líklega til að reka hana sem borgarstjóra, losar hana úr þeim fjötrum, sem fyrri yfirlýsingar bundu hana í. Nú eru það samstarfsaðilarnir í R- listanum sem koma í veg fyrir að hún standi við fyrirheit sín um að vera borgarstjóri næstu fjögur árin - ekki hún sjálf! Þetta er vissulega snjöll flétta, en alls ekki ókeypis - Ingibjörg missir sinn fyrri pólitíska “hreinleika“ og tapar mörgum mikilvægum banda- mönnum. Hvað á annars horn Þá hafa þessir pólitísku loftfim- leikar Ingibjargar kallað á flóknar skýringar, sem ganga ekki rök- fræðilega upp. Leiðtoginn, sem þekktur var fyrir rökvísi og skilj- anlegan málflutning, lendir nú í einhvers konar rallý-röksemda- færslum þar sem hvað rekst á ann- ars horn. Hún kveðst vera að bjóða sig fram í varaþingmannssæti en ætlar með því að skipta sköpum í landsstjórninni! Hún er ekki að bjóða sig fram gegn samstarfs- flokkunum á R-listanum á lands- vísu vegna þess að hún ætlar að leggja áherslu á málefni Reykja- víkur. En hún er samt að bjóða sig fram vegna þess að málefni Reykjavíkur eru málefni á lands- vísu og þar á milli eru engin skýr mörk! Þessi málflutningur er ein- faldlega merkingarleysa, enda ljóst af skoðanakönnunum að inn- koma Ingibjargar í landsmálin mun knýja alla pólitíska andstæð- inga hennar til að beina orðræðu sinni að henni. Leikhúsreglur Aristótelesar um „einn tíma, eitt svið og eina atburðarás“ eiga ein- faldlega líka við í pólitíkinni. Sami einstaklingurinn getur ekki verið í mörgum ólíkum aðalhlutverkum í einu og haldið trúverðugleika og tiltrú óskertri. En Ingibjörg ætlar engu að síður að reyna að rengja Aristoteles. Öðruvísi stjórnmálamaður Sú ögrandi, valdapólitíska Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem mætir til leiks á vettvangi lands- málanna í þessari kosningabar- áttu mun því verða allt annar stjórnmálamaður en sá sem mældur hefur verið í ímyndar- könnunum með alþýðlegra rök- vísi, yfirbragð pólitísks hrein- lyndis og hefur sem sameiningar- tákn leitt farsællega kosninga- bandalag þriggja flokka í Reykja- vík. Hin nýja Ingibjörg er óbil- gjarnari en hugsanlega veikari en sú gamla, hún er flokksleiðtogi og pólitískur klækjarefur sem þorir að taka dramatískar ákvarðanir, jafnvel að skrifa út - de facto - snemmbært dánarvottorð fyrir samtökin sem báru hana til önd- vegis í Reykjavík. En um leið býr hún sér vissulega til frelsi til að sinna langtímaköllun sinni hjá Samfylkingunni. Væntanlega mun hún við hátíðlega athöfn taka við formennsku í Samfylkingunni í haust, hvort sem hún verður þá ráðherra, þingmaður, eða einfald- lega utan þings. Hversu vel póli- tískur glæsileiki hennar dugar á nýjum vettvangi á eftir að koma í ljós. Ég mun hins vegar sakna Reykjavíkurlistans. ■ stjórnmálafræð- ingur og blaða- maður skrifar um framboð borgar- stjóra. BIRGIR GUÐ- MUNDSSON Um daginn og veginn Ingibjörg hin nýja Sjúklingarnir á göngudeildir Læknar sem gegna yfirmannsstöðum á Landspítala halda áfram að sinna sínum sjúklingum á göngudeildum. HEILBRIGÐISMÁL Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, segir spítalann ekki hafa umboð til ákvarðana um sam- skipti sjálfstætt starfandi lækna og Tryggingastofnun- ar. Þar gildi samn- ingar. Magnús segir að allur þorri lækna í þjónustu spítalans vinni samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Ís- lands og fjármála- ráðherra. „Nokkur hópur lækna hefur hins vegar tekið laun að hluta til samkvæmt kjara- samningi og að hluta til samkvæmt því greiðslukerfi sem Trygginga- stofnun viðhefur í samskiptum við einkareknar stofur. Við sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur æ betur komið í ljós að óviðunandi er að læknar vinni hlið við hlið þar sem launatilhögun er mismunandi,“ segir Magnús. Alls er um 66 lækna að ræða. Stærsti hluti þessa hóps fær greitt innan við eina milljón á ári. Tuttugu einstaklingar taka laun sem liggja á bilinu ein til sex milljónir króna. Nefnd skipuð af forstjóra Land- spítala hefur í haust leitað leiða til að leysa einingagreiðslukerfið sem best af hólmi, án árangurs. Mál þetta hefur ítrekað verið kynnt stjórnarnefnd spítalans og á fundi nýverið ákvað stjórnarnefnd að eðlilegast væri að þeim starfsmönn- um sem notið hafa launagreiðslna á grundvelli ferliverka yrði boðið hærra starfshlutfall á spítalanum og í samræmi við þá vinnu sem innt væri af hendi. Með öðrum orðum, læknir sem var í 40% starfi á spítal- anum en vann ferliverk og fékk greitt samkvæmt því sem nam til dæmis öðrum 40% yrði boðin 80% staða á spítalanum. Með þessu er spítalinn að breyta launatilhögun til starfsmanna, samræma hana og einfalda. Magnús minnir á að nú um ára- mót taki gildi sú regla að læknar sem reka stofur utan spítalans geti aðeins verið í 80% starfshlutfalli innan hans og að sama skapi gerir spítalinn þá kröfu til yfirlækna að þeir noti starfskrafta sína eingöngu í þágu Landspítala og Háskóla Ís- lands. „Allir nýráðnir yfirlæknar hafa fallist á þessa skilmála. Samkomu- lagsatriði er við aðra lækna um að hvaða marki þeir gegna störfum á spítalanum og sinna eigin rekstri. Af hálfu spítalans er því ekki verið að girða fyrir að læknar geti sinnt stofurekstri jafnframt því sem þeir eru starfsmenn spítalans.“ Magnús segir að ekki sé ágrein- ingur á milli stjórnenda spítalans og yfirlækna um að leggja niður stofurekstur. Sjúklingar þeirra lækna eiga að geta sótt þjónustu þeirra áfram göngudeildum spítal- ans. bergljot @frettabladid.is GÖNGUDEILDIR VERÐA EFLDAR Sjúklingar þeirra yfirlækna sem láta af stofurekstri munu áfram geta sótt þjónustu þeirra á göngudeildir spítalans. „Æ betur hefur komið í ljós að óviðunandi er að læknar vinni hlið við hlið þar sem launatilhögun er mismun- andi.“ VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ „Þetta er fyrst og fremst gert af hagkvæmnisjónar- miðum, tæknin gerir okkur kleift að þjóna félagsmönnum okkar fyr- ir norðan jafnvel eftir sem áður,“ sagði Helgi laxdal, formaður Véla- stjórafélags Íslands. Skrifstofu fé- lagsins á Akureyri verður lokað frá og með næstu áramótum en skrifstofan þar var opnuð 1979. Einn maður hefur verið í 40% starfi fyrir norðan og rekstur skrifstofunnar kostað 2 til 3 millj- ónir á ári. „Okkar maður á Akureyri hefur skilað góðu starfi og lokun skrif- stofunnar er alls ekki dómur á hans störf,“ sagði Helgi Laxdal. ■ HELGI LAXDAL Segir tæknina gera mögulegt að loka skrif- stofunni fyrir norðan án þess þó að skerða þjónustu við félagsmenn. Vélstjórafélag Íslands: Akureyrarskrifstofu lokað Atvinnuleysi og þensla Sigurður Harðarson hjúkrunarfræðingur skrifar: Ígrein Helga Péturs um virkjana-mál og atvinnuleysi í Fréttablað- inu 5. desember stakk margt í auga. Helst truflaði mig að hann vildi koma því á samvisku andstæðinga virkjana að finna lausnir á atvinnu- leysi því sem þegar hrjáir marga. Frá mínu sjónarhorni er atvinnu- leysi á austfjörðum tilkomið vegna þess að utanaðkomandi fjársterkir aðilar höfðu frjálsar hendur við að kaupa lifibrauð verkafólks úr byggð. Og það var ekki vegna þess að togari og kvóti kæmu einhverj- um betur annarsstaðar heldur í nafni hins heilaga frelsis „fram- kvæmdamanna“ til að græða pen- inga. Virkjun verður ekkert annað en þriggja ára plástur á atvinnu- leysi á Austfjörðum. Varanlegri lausnir mætti finna í því að ríkis- stjórn þessa lands hætti að hugsa eins og þeir skammsýnu „fram- kvæmdamenn“ sem ræna almenn- ing og láta ýmsar afleiðingar skipu- lagningar sinnar ganga tilbaka. Það er greinilega miklu þægilegra að blása upp einhverju moldviðri, um að það geti ekki verið heiðarlegt fólk sem gefi peninga sína til að a! auglýsa til verndar náttúrunni, heldur en að horfa í og skrifa um raunverulegar ástæður þess að at- vinnulausum fjölgar. Þensla í efnahagskerfi er ekki eitthvað sem getur haldið áfram endalaust. Þensluhugsunin er hluti af hugsunarhætti þeirra sem vilja halda í sitt heilaga frelsi til að græða, án þess að þurfa að íþyngja sér með vangaveltum um siðferði- legar afleiðingar gerða sinna. Á meðan þetta hugarástand ræður ríkjum í efnahagskerfinu næst aldrei það jafnvægi sem þarf. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.