Fréttablaðið - 27.12.2002, Side 22
22 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR
LIKE MIKE kl. 12, 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30
Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30
Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11kl. 1.50 og 3.55SANTA CLAUSE 2
HARRY POTTER kl. 8HARRY POTTER ÍSL TAL kl. 2 og 5
GULL PLÁNETAN kl. 2, 4 og 6 ísl. tal
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
GULL PLÁNETAN kl. 2, 4, 6 og 8 VIT498 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2
VIT
429
SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485GOST SHIP kl. 10.10
VIT
487
kl. 6.20, 8.10 og10.10HLEMMUR kl. 5.55, 8 og 10.05HAFIÐ
1.45, 4, 8 og 10.20EINRÆÐISHERRANN
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 494
Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10 VIT 495
TÓNLIST Það var hjartaáfall sem fell-
di pönkhetjuna Joe Strummer.
Hann varð 50 ára gamall í ágúst
síðastliðnum. Frægðarsól hans
reis hæst er hann leiddi pönk-
rokksveitina The Clash upp vin-
sældalistana í lok áttunda áratug-
arins. Sú sveit var ásamt Sex
Pistols í fremstu röð breskra pönk-
sveita, þó að báðar hafi eflaust
fengið innblástur frá New York-
sveitinni The Ramones. Í The
Clash sameinaðist þó pönkrokkið
reggae-tónum í fyrsta sinn. Sveitin
var einnig þekkt fyrir hápólitískar
og beittar textasmíðar. The Clash
lagði árar í bát árið 1986.
Joe Strummer fæddist John
Graham Mellor þann 21. ágúst
árið 1952 í Ankara í Tyrklandi þar
sem faðir hans var sendiherra.
Hann sökkti sér í rokk og reggae á
unglingsárum sínum og stofnaði
fyrstu sveit sína, pöbbabandið
101’ers, árið 1974. Þá hafði hann
þegar tekið upp sviðsnafnið Joe
Strummer. Sagan segir að
Strummer hafi frelsast til pönks-
ins eftir að hafa séð Sex Pistols
leika á tónleikum. Hann á þá að
hafa hætt samstundis í
pöbbasveitinni, staðráðinn í því að
taka þátt í pönksenunni.
Strummer stofnaði Clash
ásamt gítarleikaranum Mick
Jones árið 1976. Hljómsveitin gaf
út sex breiðskífur og fjöldann all-
an af smáskífum á ferli sínum og
olli straumhvörfum. Sveitin
brotnaði í öreindir sínar árið ‘86
eftir að liðsmenn gátu ekki komið
sér saman um þá stefnu sem
sveitin ætti að taka.
Sama ár gerði Strummer tvö
lög fyrir kvikmyndina „Sid and
Nancy“ sem fjallaði um líf og
dauða Sid Vicious, bassaleikara
Sex Pistols. Leikstjóri myndarinn-
ar, Alex Cox, og Strummer urðu
góðir vinir og söngvarinn lék í
næstu tveimur myndum hans auk
þess að semja tónlist við aðra
þeirra. Strummer þótti standa sig
ágætlega og var fyrir vikið ráðinn
í fleiri myndir. Hann lék m.a. í
„Candy Mountain“ eftir Robert
Frank og „Mystery Train“ eftir
Jim Jarmusch.
Fyrsta sólóplata hans, „Earth-
quake Weather“, kom út árið 1989
og mátti glögglega heyra þar að
hann var byrjaður að svamla um í
heimstónlist. Eftir að Shane Mac-
Gowan var rekinn úr The Pogues
fyrir sóðalíferni tók hann við stöð-
unni í stutta stund.
Hann hafði hægt um sig á tí-
unda áratugnum en sneri aftur við
lok hans með aðra sólóplötu sína,
„Rock Art and the X-Ray Style“. Í
þetta skiptið hafði hann hljóm-
sveitina The Mescaleros sér til
stuðnings. Þriðja og síðasta plata
hans, „Global A-Go-Go“, kom svo
út í fyrra. Strummer skilur eftir
sig eiginkonu og tvö börn.
biggi@frettabladid.is
JOE STRUMMER
Orðrómur um að The Clash hafi ætlað að taka upp þráðinn á nýjan leik á næsta ári
hafðir verið á kreiki í nokkurn tíma. Þekktustu lög The Clash eru líklegast „London
Calling“, „Should I Stay Or Should I Go“, „Rock The Casbah“ og „White Riot“.
Joe Strummer fallinn í valinn
Söngvari bresku rokksveitarinnar The Clash, Joe Strummer, lést sunnudaginn
22. desember. Hann var fimmtíu ára að aldri. Strummer er talinn einn af braut-
ryðjendum pönksins á áttunda áratugnum í Bretlandi.
Framtíð bresku sveitarinnarPulp er nú óráðin. Sveitin er án
plötusamnings eftir að hafa upp-
fyllt skyldur sínar við plötufyrir-
tæki sitt. „Greatest Hits“ platan
sem kom út frá þeim á árinu seld-
ist ekki sem skyldi og sýna liðs-
menn sveitarinnar víst engin
merki um að halda
henni gangandi.
Söngvarinn Jarvis
Cocker sagði í við-
tali við NME fyrir
jól að allar ástæð-
ur þess að hann
gekk í sveitina í
upphafi væru út-
runnar. Hann sagði að tími sinn í
Pulp hefði upphaflega snúist um
það að forðast hjónaband, barn-
eignir og það að þurfa að vinna
heiðarlega vinnu. Þar sem hann
gifti sig á árinu og á von á sínu
fyrsta barni á næsta ári segist
hann eiga erfiðara með að finna
tilganginn í því að vera í hljóm-
sveit. Saga Pulp gæti því vel verið
á enda.
FRÉTTIR AF FÓLKI
HARRY POTTER ÍSL TAL kl. 2, 4 og 8
HARRY POTTER kl. 6 og 9.15
SJÓNVARP Bandaríska sjónvarpsstöð-
in NBC hefur gengið frá samning-
um við leikarahóp „Friends“-þátt-
anna um að leika í tíundu og allra
síðustu seríunni. Leikararnir sex
höfðu flestir gefið það í skyn að ní-
unda serían yrði sú allra síðasta í
röðinni. Leikkonan Jennifer Ani-
ston hafði meðal annars sagt að
hún væri reiðubúin til þess að
hætta þar sem hún hygðist stofna
fjölskyldu ásamt eiginmanni sínum
Brad Pitt. Hugsanlega hefur leik-
konan Lisa Kudrow, sem leikur
Phoebe, fengið hana til þess að
snúa aftur. Hún hefur talað opin-
berlega um það hversu hentugt
vinnuplan þáttanna sé fyrir ungar
mæður.
Sýningar á níundu seríunni
standa nú yfir og lýkur tökum á
henni ekki fyrr en á næsta ári. Ekki
er vitað hvenær tökur á tíundu ser-
íunni hefjast. Talsmaður NBC,
Rebecca Marks, segir að tíunda
serían verði án efa sú allra, allra
síðasta. ■
FRIENDS
Vinirnir slitna víst ekki í sundur á
næstunni og aðdáendur fá loforð
um tíundu seríuna í jólagjöf.
Vinir halda áfram:
Tíunda serían
verður gerð
Jet Black Joe
Á stórdansleik
á Broadway
föstudaginn
27.12
Aldurstakmark 18 ár
TÍSKA Í ÞÝSKALANDI
Þessi fyrirsæta sýndi föt Anju Gockel frá
London á forskotssýningu á tískuvikuna í
Düsseldorf í Þýskalandi sem haldin verður
eftir áramót.