Fréttablaðið - 27.12.2002, Síða 27

Fréttablaðið - 27.12.2002, Síða 27
27FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 Ólafur Sveinsson verður í Berlín um áramótin: Kínverjum kastað að eldra fólki É g verð út í Berlín yfir ára-mótin með unnustu minni og syni,“ segir Ólafur Sveinsson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýndi fyrir stuttu heimild- armyndina Hlemmur. Ólafur hefur verið búsettur í Berlín síðustu fjórtán ár. Að sögn ætl- aði hann að vera hérlendis um þessi áramót. „Við höfum undanfarin ár yf- irleitt verið hérlendis á áramót- unum. Ég hins vegar gat ekki reddað flugi fyrir son minn heim þetta árið þannig að þá var það afráðið að eyða áramótun- um úti.“ Aðspurður segist Ólafur koma til með sakna þeirrar ís- lensku geðveiki sem birtist í ljósadýrð og hávaða þeim er flugeldarnir gefa frá sér. „Þetta er aðeins öðruvísi í Berlín. Samt er geðveikin dálít- ið meiri þar. Þar eru risastór- ir kínverjar í miklu uppá- haldi. Sérstaklega eru ung- lingar hrifnir af þeim og þá sérstaklega að henda þeim að eldra fólki og börnum. Maður er lítið eitt skelkaður þegar þetta gengur yfir.“ Ólafur tekur þó fram að nóg sé um flugelda í Berlín. „Reyndar er ekki mikið af þeim inni í borg- inni, þar sem hömlur eru á hvar fólk má sprengja. Síðan er borgin líka flöt þannig að byggingarnar skyggja á. Mað- ur þarf að finna sér gott hús- þak.“ ■ ÓLAFUR SVEINSSON Ætlaði að vera heima um áramótin en fékk ekki flugmiða handa syni sínum heim. Áramótin mín Kærkomnir jólagestir Í dag eru rúmlega 25.000 Íslendingar búsettir erlendis og stór hluti þeirra kýs að koma heim yfir jól og áramót. Það eru þó einkum námsmenn sem skila sér og byrja að streyma til landsins um miðjan desember. Þessir gestir setja skemmtileg- an svip á mannlífið og heimkoma þeirra er oft stærsta gjöfin í hugum ástvinanna. Fjölskyldan kom til landsinsmánudaginn 16. desember eftir 12 tíma ferðalag frá Durham í Norður-Karólínu. „Stelpan litla var mjög meðfærileg enda orðin vön þessum ferðalögum. Það er alltaf svo gaman að hitta afa og ömmu og þá vill hún alveg fara í flugvélina.“ segir Fanney. Ekki var látið staðar numið þegar komið var til Reykja- víkur heldur skellti fjölskyldan sér til Vestmannaeyja að heimsækja föður Fanneyjar. Eftir stutt stopp í Eyjum var haldið norður á Akureyri þar sem þau ætla að vera yfir jól og áramót. „Við verðum í góðu yfirlæti hjá tengdaforeldrum mínum og ætl- um fyrst og fremst að slaka á og taka því rólega.“ Fanney og Högni eru bæði frá Akureyri og þar búa margir ættingj- ar þeirra og vinir. Einhverjir eru þó fluttir suður og þess vegna verða þau að stoppa í höfuðborginni í nokkra daga í janúar til að hitta vin- ina þar. „Það er annars orðið svo miklu léttara en áður var að halda sambandi við fólk. Það er svo lítið mál að skrifa tölvupóst og eins senda myndir á netinu.“ Högni lýkur náminu í vor en hefur þegar fengið vinnu úti og því ætlar fjölskyldan að búa áfram í Bandaríkjunum í nokk- ur ár í viðbót. „Mér líst ágætlega á það enda er alltaf hægt að koma heim þegar maður vill,“ segir Fann- ey. Þó er ýmislegt sem ekki fæst í Bandaríkjunum og Fanneyju finnst alveg ómissandi. „Eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég kem til Íslands er að fá mér mysing og ég tek alltaf með mér birgðir þegar ég fer aftur til Bandaríkjanna. Högni skilur ekk- ert í þessu en hann slær þó ekki hendinni á móti SS-pylsum. Við erum líka sammála um að íslenska brauðið sé það besta í heimi.“ Fjölskyldan komst ekki til Ís- lands síðustu jól og varð því að halda þau hátíðleg vestan hafs. „Það vant- aði auðvitað alveg þessa íslensku jólastemningu, hangikjötið og jóla- boðin og allt það. Svo voru auðvitað engir flugeldar um áramótin vegna eldhættu.“ Að vonum eru vinir og ættingjar himinlifandi yfir því að fá litlu fjölskylduna heim að þessu sinni. „Það bíða allir spenntir eftir okkur eins og krakkar á jólunum en það er þó aðallega Hildur Theodóra sem spennan snýst um. Síðan hún fæddist hefur söknuðurinn eftir okkur Högna minnkað snarlega“ segir Fanney og kímir. Fjölskyldan ætlar að dvelja á landinu fram í miðjan janúar og vonandi munu sem flestir fá notið nærveru Hildar litlu áður en þau halda aftur vestur um haf. ■ Síðan ég flutti út hef ég alltafkomið heim í jólafríinu,“ segir Guðlaug Friðgeirsdóttir. „Það ger- ir mér kleift að halda betra sam- bandi við fjölskyldu og vini og það finnst mér mjög mikilvægt.“ Guð- laug er ekki sú eina í sínum vina- hópi sem býr erlendis. „Það eru langflestir sem maður þekkir í út- löndum að koma heim líka og þá hittast allir hér á Íslandi. Þetta eru auðvitað alltaf mjög ánægjulegir endurfundir.“ Vinahópur Guðlaug- ar hittist venjulega skömmu fyrir jól þegar allir „farfuglarnir“ hafa skilað sér. „Það verður partý hjá vinkonu minni og þar fæ ég tæki- færi til að hitta flesta vinina á einu bretti.“ Guðlaug var nýlent þegar talað var við hana og er því ekki enn búin að taka út stemninguna á Íslandi. Veðráttan kom henni þægilega á óvart þar sem hér reyndist nokkrum gráðum hlýrra en í Kaup- mannahöfn. „Ég kom með fyrra fallinu að þessu sinni því ég var að- eins of sein á mér að panta miða og það var orðið uppselt þá daga sem ég hafði haft í huga. Fyrir vikið mis- sti ég af tveimur jólaboðum í Dan- mörku sem var svo sem allt í lagi þar sem ég var þegar búin að fara í nokkur.“ ■ Ekkert jafnast á við íslensk jól FANNEY ÓSKARSDÓTTIR, HÖGNI FRIÐRIKSSON OG HILDUR THEODÓRA Mikill tilhlökkun ríkir á báða bóga þegar fjölskyldan er væntanleg til landsins. Fanney Óskarsdóttir og Högni Friðriksson búa í Bandaríkjunum þar sem hann er í MBA námi en hún heimavinnandi með tveggja ára dótturina Hildi Theodóru. Þau eru nýkomin til Íslands og ætla að dvelja á Akureyri yfir jólin. Guðlaug Friðgeirsdóttir hefur verið búsett í Kaupmannahöfn undanfarin fjögur ár. Kemur heim til að styrkja böndin GUÐLAUG FRIÐ- GEIRSDÓTTIR „Ég kem fyrst og fremst heim um jólin til þess að hitta vini og fjöl- skyldu.“ Björgvin Hilmarsson er líffræð-ingur en er nýkominn til Ís- lands frá Helsinki þar sem hann var að vinna í sjónvarpsstúdíói. „Mig langaði til að opna sjóndeild- arhringinn og fór í hagnýta fjöl- miðlun í Háskóla Íslands. Þetta var svo hluti af verknáminu hjá mér.“ Björgvin stefndi upphaflega á að dvelja úti um jólin en hætti svo við og ákvað að koma heim. „Ég ætlaði bara að koma heim í jólafrí en lenti svo í vinnu alveg á fullu. Það er svo sem ágætt að fá smá aur og ég er líka að vinna að mjög spennandi verkefni hjá grunnrannsóknar- deild Blóðbankans.“ Björgvin hefur aldrei verið er- lendis yfir jólin en gæti vel hugsað sér það einhvern tíma. „Jólin hjá mér eru fyrst og fremst góður mat- ur en það er ekkert sérstakt sem ég verð að fá. Ætli ég myndi þó ekki sakna einna helst blaðlaukssúpunn- ar hennar mömmu.“ Þegar Björgvin yfirgaf Finn- land var þar snjór og fimbulkuldi. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég kem heim frá útlöndum í heitara loftslag enda fór frostið einu sinni niður í -18˚C.“ En það er víst lítil hætta á því að það sama verði upp á teningnum þegar Björgvin kemur næst til landsins því 10.janúar liggur leiðin til Barcelona á Spáni. „Það hefur ver- ið gamall draumur hjá mér að læra spænsku og ég ætla að vera þarna að minnsta kosti fram á vor.“ ■ Björgvin Hilmarsson ákvað eftir nokkra umhugsun að koma til Íslands um jólin og kasta kveðju á fjöl- skyldu og vini áður en haldið yrði áfram á vit ævin- týranna í útlöndum. Jólin snúast um góðan mat BJÖRGVIN HILMARSSON „Það er gaman að verja jólunum með fjölskyldunni og fá góðan jólamat hjá mömmu.“ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT JÓLASUNDIÐ Hinn 89 ára gamli sundkappi Ladislav Nicek á leið upp úr Vltava ánni í Prag eftir hefðbundið jólasund á annan í jólum. Fjögurra gráðu frost var í Prag í gær en hreystimenni létu það ekki aftra sér og drifu sig í ána.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.