Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2020, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 04.02.2020, Qupperneq 9
Undirritaður hyggst leggja fram tillögu til þingsálykt-unar þar sem heilbrigðis- ráðherra er falið að leita leiða til að eyða biðlistum á sjúkrahúsið Vog. Í greinargerð með tillögunni er ráðherra falið að skila úttekt á því hve mikið fjárframlag SÁÁ þyrfti ár hvert til þess að sjúkrahúsið Vogur geti stytt biðlista. Heilbrigð- isráðherra skal skila niðurstöðum sínum fyrir 1. september 2020. SÁ Á rekur sjúkrahúsið Vog, ásamt því að reka meðferðarstöð- ina Vík og göngudeild. SÁÁ fær ár hvert ríkisframlag til reksturs sjúkrahússins Vogs. Samkvæmt útgefnu efni frá árinu 2017 var heildarkostnaður v ið rek stur sjúkrahússins rúmar 925 millj- ónir, ríkisframlagið sem SÁÁ fékk það ár voru rúmar 694 milljónir. Kostnaður á legudag var því 40.818 kr. miðað við 22.670 legudaga á ári. Að meðaltali eru 500 manns á biðlista eftir innlögn á Vog. Hefur svo verið frá miðju ári 2014 og fjöldinn farið upp í 700 manns. Bið- tími er stuttur fyrir þá sem leita sér meðferðar í fyrsta sinn og enginn fyrir unglinga. Þeir sem bíða eftir innlögn eru þeir sjúklingar sem hafa verið í meðferð áður. Það hefur sýnt sig að sumir sjúklingar þurfa f leiri en eina meðferð til að ná árangri. Margir þeirra hafa náð góðum árangri og átt innihalds- ríkt og heilbrigt líf. Það er stundum sagt að hver einstaklingur finni sinn botn á misdjúpu vatni, þar af leiðandi er nauðsynlegt að þeir sem sækja um meðferð oftar en einu sinni fái nauðsynlega þjónustu. Árið 1997 var br ugðist við vaxandi biðlista með því að gerð var áætlun hvernig eyða mætti honum m.a. með því að byggja við sjúkrahúsið Vog. Áætluninni lauk árið 2000 og það tókst að stytta biðlistana og þurrkuðust þeir út um tíma. Skortur á rekstrarfé og fækkun starfsfólks, varð til þess að biðlistar lengdust aftur. Það er ljóst að ómeðhöndlaðir fíklar hafa mikil áhrif á samfélagið. Það er samfélagslegur ávinningur allra að fíklar sem vilja komast í meðferð haf i tækifæri til að komast að þegar þeir eru tilbúnir til þess. Leiða má líkur að því að rekja megi hluta af brota, eigna- spjalla og slysa til einstaklinga sem eru undir áhrifum vímuefna, þar með talið áfengis. Með þessum þremur breytum verða f leiri útköll hjá löggæslunni sem og refsingar. Sá heilsubrestur, bæði andlegur og líkamlegur, sem fylgir ofneyslu áfengis og fíkniefna er gríðarlegur baggi fyrir samfélagið. Aukið fé til að eyða biðlistum mun skila sér í bættri heilsu, kostnaðurinn skilar sér því til baka. Það hefur margoft sýnt sig að sé fíklum eða áfengis- sjúklingum hjálpað verða þeir nýtir þjóðfélagsþegnar en ekki ein- staklingar sem stundum eru byrði á þjóðfélaginu. Kostnaður þjóðfélagsins við að hafa sjúkt fólk annaðhvort á stofn- unum eða á vergangi er mikill. Þeir sem sækjast eftir heilsu eiga að fá aðstoð. Sjúkrahúsið Vogur hefur sérhæft sig í afeitrun fíkla og meðferðum undanfarna áratugi, reynsla starfsfólks þess er mikil, og vekur athygli út fyrir landsteinana. Aðgengi fólks að meðferðarstofnun á að vera sjálfsagt og eðlilegur hluti af heilbrigðiskerfinu. Það er mat undirritaðs að árangur af biðlista- lausu aðgengi inn á sjúkrahúsið Vog mun auðvelda þann vanda sem blasir við í heimi fíkniefna hvers konar. Að eyða biðlistum á Vog er öllum til hagsbóta Sigurður Páll Jónsson þingmaður Mið- flokksins Að meðaltali eru 500 manns á biðlista eftir innlögn á Vog. Hefur svo verið frá miðju ári 2014 og fjöldinn farið upp í 700 manns. Biðtími er stuttur fyrir þá sem leita sér meðferðar í fyrsta sinn og enginn fyrir unglinga. Þeir sem bíða eftir innlögn eru þeir sjúklingar sem hafa verið í meðferð áður. Bretar gengu úr Evrópusam-bandinu á dögunum. Sumir hafa lýst útgöngunni sem frelsun Bretlands. Útganga sett í búning sjálfstæðisbaráttu og þjóð- ernishyggju. Loks ráði Bretar eigin örlögum. „Take back control“ hét það hjá Brexit-sinnum. Talað er um tækifæri Breta til nýrra og betri viðskiptasamninga. Bretland standi sterkar eitt og óháð, frjálst til að nýta mátt sinn og megin, óháð hags- munum annarra þjóða. En er það virkilega svo að smætta megi Evr- ópusambandsaðild í plús og mínus dálka í excel-skjali? Það sorglega er nefnilega að horfa upp á Breta snúa baki við þeim hug- sjónum sem búa á bak við Evrópu- samvinnuna. Hugsjónina um frið á okkar tímum, um frelsi, mann- réttindi, mannúð, jöfnuð, lýðræði og samvinnu þjóða. Samvinnu þar sem hagsmunir einstakra ríkja eru ekki ráðandi, heldur sú fallega hug- sjón að saman getum við skapað betri heim. Evrópusambandið hefur vissu- lega skilað okkur miklum efna- hagslegum ávinningi. Sameigin- legur innri markaður án tolla og viðskiptahindrana hefur skilað íbúum álfunnar bættum lífsgæðum og lægra vöruverði. Nýjasta dæmið er afnám reikigjalda símafyrirtækja innan vébanda sambandsins en það er aðeins dropi í haf þeirra umbóta sem ESB hefur fært okkur. Það er hins vegar heldur fátæklegt að meta árangur Evrópusamvinnunnar á grundvelli fríverslunar einnar. Evrópusamvinnan hefur tryggt lengsta samfellda friðartímabil í álfunni. Undir merkjum hennar hefur tekist að tryggja lýðræðislegt stjórnarfar í fjölmörgum ríkjum sem áður bjuggu við stjórnarfar ein- ræðis, hvort heldur undir merkjum kommúnisma eða fasisma. Lönd á borð við Írland, Grikkland, Spán, Pólland, Eistland, Lettland, Lit- háen, Tékkland, Slóveníu, Slóvakíu og f leiri, hafa hafist upp úr sárri fátækt með aðild sinni að Evrópu- sambandinu. Þessi lönd hafa öll notið ríkulega fjárhagslegs stuðn- ings, en ekki síður stuðnings í inn- leiðingu löggjafar sem fest hefur í sessi grundvallarþætti lýðræðislegs þjóðfélags. Verkefni Evrópusambandsins er hvergi nærri lokið þó svo okkar kynslóð hafi ekki upplifað stór- felldan ófrið í álfunni. Hugsjónir ESB eiga ekkert minna erindi í dag. Við glímum við fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum sem ekki verða leystar nema með metn- aðarfullu alþjóðlegu samstarfi. Hið sama má segja í innflytjendamál- um. Aukið flæði flóttamanna vegna stríðsátaka og áhrifa af hlýnun jarðar kallar á alþjóðlegt samstarf. Þá má ekki gleyma vaxandi upp- gangi fasisma og þjóðernisöfga. Sú válega þróun minnir okkur óþyrmi- lega á til hvers Evrópusambandið var stofnað. Vegna þessa er sorglegt að horfa á bak Bretum úr Evrópusamband- inu. Ég held þó að þegar fram í sækir muni Bretar ekki líta á útgönguna sem frelsun Bretlands. Að þeir Boris Johnson og Nigel Farage muni ekki skipa sér á bekk með frelsishetjum Breta á borð við Churchill eða Nel- son. Ég held að sagan verði þeim ekki svo hagfelld. Evrópusamvinnan snýst nefni- lega ekki bara um viðskiptakjör eða sérhagsmuni einstakra þjóða. Um tolla á fisk, kjöt eða osta. Þvert á móti snýst Evrópusamvinnan um frelsi og frið, um mannréttindi, jöfnuð og betra líf. Að vera reiðu- búin að leggja okkar af mörkum til að skapa betri heim. Slíkar hug- sjónir rúmast aldrei í excel-skjalinu. Því á endanum snýst þetta ekki um okkar lengstu hagsmuni heldur um hvaða hugsjónir við stöndum fyrir. Glataðar hugsjónir ráða Að vera reiðubúin að leggja okkar af mörkum til að skapa betri heim. Slíkar hugsjónir rúmast aldrei í excel-skjalinu. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Við- reisnar MIÐVIKUDAGINN 5. FEBRÚAR KL. 8.30-11.30 Í HÖRPU – NORÐURLJÓSUM MENNTADAGUR ATVINNULÍFSINS 2020 Tryggðu þér sæti á vef SA: www.sa.is SKÖPUN S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.