Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 12
Sinclair fagnar einu af 186 mörkum sínum með kanadíska landsliðinu á tuttugu ára ferli. NORDICPHOTOS/GETTY Sinclair fagnar titlinum með Portland Thorns árið 2017. Dagný sést í aftari röð til hægri. NORDICPHOTOS/GETTY Christine er frábær karakter og ein- staklingur og það er mikill heiður að hafa fengið að spila með henni í þessi þrjú ár hjá Portland. Dagný Brynjarsdóttir um Christine Sinclair. 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Kanadíska knattspyrnu- konan Christine Sinclair náði því magnaða afreki á dögunum að bæta markametið með landsliðum þegar hún skoraði 185. mark sitt fyrir Kanada í 290. leiknum. Með því tók Sinclair fram úr hinni banda- rísku Abby Wambach, sem skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 leikjum. Líklegt er að metið sem Sinclair setur þegar hún leggur landsliðs- skóna á hilluna komi til með að standa í nokkuð langan tíma enda er næsta manneskja sem er enn að spila, hin 37 ára gamla Carli Lloyd, með 122 mörk. Sinclair braut sér leið inn í kanad- íska landsliðið á sautjánda aldursári og kom fyrsta landsliðsmarkið gegn Noregi á Algarve-mótinu árið 2000. Það setti tóninn fyrir það sem koma skyldi því Sinclair var búin að skora fimmtán mörk fyrir Kanada, þar á meðal fyrstu þrennuna sína fyrir árslok. Mörkin voru orðin 32 eftir þrjú ár með kanadíska A-lands- liðinu og einnig tók hún þátt í verk- efnum með yngri landsliðum Kan- ada þar sem hún skoraði 27 mörk í nítján leikjum. Sinclair fær tækifæri til að bæta eigið met í kvöld gegn Mexíkó sem hún hefur þegar skorað sex- tán sinnum gegn í undankeppni Ólympíuleikanna. Komist Kanada á Ólympíuleikana er líklegt að leik- arnir í Tókýó verði svanasöngur hinnar 36 ára gömlu Sinclair með kanadíska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, liðsfélagi Sinclair til þriggja ára hjá Port- land Thorns, fór fögrum orðum um fyrrverandi liðsfélaga sinn þegar Fréttablaðið spjallaði við  hana á dögunum um afrekið . „Christine  Sinclair er frábær karakter og einstaklingur og það er mikill heiður að hafa fengið að spila með henni í þessi þrjú ár hjá Portland. Ég lék með henni seinni hluta ferilsins og það er ekkert ólík- legt að hún láti staðar numið eftir Ólympíuleikana þó að það sé ekki staðfest. Hún gæti alveg átt f leiri ár eftir enda alvöru íþróttamaður sem hugsar vel um sig og of boðs- lega góður leiðtogi,“ sagði Dagný um fyrrverandi liðsfélaga sinn. „Hún er afar skynsöm í sínum aðgerðum, ekkert að dvelja á bolt- anum og tekur yf irleitt góðar ákvarðanir. Ég kynntist Christine betur í fyrra, hún vill helst enga athygli og setur liðið í fyrsta sætið. Það eru engir stjörnustælar í henni þrátt fyrir að hún sé heimsþekkt. Gott dæmi er þegar ég var nýkomin af stað á ný eftir barnsburð, við vorum í æfingaleik og hún spurði hvert ég ætlaði í horni sem við fengum. Hún er frábær í föstum leikatriðum en hún sagði bara að ég væri mun betri skallamaður og hún myndi spila út frá mér. Þarna sýndi hún hvað hún var góður liðsfélagi og þetta gaf mér mikið sjálfstraust. Þetta er sterkasta minning mín af henni,“ sagði Dagný, aðspurð út í samvinnu þeirra hjá Portland. Aðspurð sagði Dagný liðsfélaga sinn, Christine, aldrei hafa rætt möguleikann á því að slá þetta met Gladdist fyrir hennar hönd Kanadíska landsliðskonan Christine Sinclair bætti á dögunum met yfir flest mörk fyrir landslið með 186. marki sínu fyrir Kanada. Sinclair lék með Dagnýju Brynjarsdóttur hjá Portland Thorns og fór Dagný fögrum orðum um fyrrverandi liðsfélaga sinn. 16 Sinclair var sextán ára og átta mánaða gömul þegar hún skoraði fyrsta mark sitt gegn Noregi á Algarve Cup. 40 Mörk Sinclair hafa komið gegn 40 þjóðum á tuttugu ára landsliðsferli hennar og gegn löndum frá sex heimsálfum. 180 Sinclair hefur leikið allar 180 mínúturnar í báðum viðureignum Íslands og Kanada til þessa en hefur ekki fundið leiðina að neti Íslands. 16 Flest mörk hennar hafa komið gegn Mexíkó eða samtals sextán mörk. 14 Fjórtán sinnum hefur hún verið valin knattspyrnu- kona ársins í Kanada. 3 Sinclair lék í þrjú tímabil með Dagnýju Brynjarsdóttur hjá Portland Thorns áður en Dagný yfirgaf Portland í vetur. 10 Tíu mörk hafa komið í lokakeppni HM á fimm mismunandi mótum. 3 Besti árangur Kanada með Christine innanborðs er þriðja sætið á Ólympíuleikunum 2012 og 2016. 11 Ellefu mörk hafa komið á þremur Ólympíuleikum. 7 Sjö sinnum hefur hún verið tilnefnd sem leikmaður ársins í kvennaflokki. en liðsfélagarnir fylgdust vel með. „Hún er búin að vera nálægt met- inu svo of boðslega lengi, vantað einhver 1-2 mörk og ég man þegar við fórum í landsliðsverkefni í fyrra þá vonaðist maður eftir því að hún myndi ná að slá metið. Það er því auðvelt að samgleðjast henni þegar það er farið að sjá í annan enda fer- ilsins. Við reyndum að hvetja hana áfram,“ sagði Dagný og bætti við: „Það er mjög ólíklegt að einhver nái að taka þetta met af henni úr þessu.“ Christine hefur tvisvar mætt Íslandi, síðast í byrjun síðasta árs en henni tókst ekki að finna leiðina að íslenska markinu. „Ég var að dekka hana í hornum í fyrri leiknum, þá nýbúin að skrifa undir hjá Portland og fékk bara tíu mínútur í fyrra gegn henni.“ kristinnpall@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.