Fréttablaðið - 04.02.2020, Qupperneq 16
Ólafur Joshua Baldursson hefur
í mörg ár unnið að draumum
sínum erlendis en hann er bíla
hönnuður að atvinnu og hefur
unnið við greinina í hartnær 20
ár, meðal annars fyrir alvöru
merki eins og Koenigsegg. Ólafur
undirbýr nú að opna hér þróun
armiðstöð og verksmiðju sem
myndi þróa og hanna sérstaka
ofursportbíla sem fengið hafa
nafnið Viking Union.
Þeir sem fylgjast vel með hvað
er að gerast í heimi sportbíla
vita kannski hver Ólafur Joshua
Baldursson er. Hann vann á árum
áður hjá Koenigsegg og var í
þróunardeild fyrirtækisins og bar
þar ábyrgð á samsetningu véla en
hefur á síðustu árum unnið í Bret-
landi við hönnun og smíði sport-
bíla og mótorhjóla. Þar hefur hann
meðal annars unnið fyrir Superc-
ars System og One Off og hefur
verið að sérsmíða athyglisverðan
sportbíl en síðasta verkefni hans
er af öðrum toga og lýtur að eigin
framleiðslu. „Mig langar mjög
mikið til að geta komið þessu verk-
efni til Íslands þar sem mikil tæki-
færi eru fyrir slíka framleiðslu,“
segir Ólafur Joshua í einkaviðtali
við Fréttablaðið. „Þetta yrði í
fyrsta sinn á heimsvísu sem gerð
væri tilraun til að búa til sportbíl
upp úr Grand Prix kappakstursbíl
sem er forveri Formúlu 1.“
Fyrsti íslenski götubíllinn
Viking Union GP Tolv verður ef
af verður, fyrsti bíllinn sem yrði
fjöldaframleiddur á Íslandi fyrir
almenna notkun og í raun og
veru gæti orðið fyrsta íslenska
bílamerkið. Fyrirtækið kringum
verkefnið heitir Viking Union
Automotive og er með einn stóran
fjárfesti sem er mjög stór í orku-
geiranum. „Einnig er verið að
skoða styrki á Íslandi en það gæti
verið gaman að sjá hvort f leiri fjár-
festar koma að þessu frá Íslandi
í framtíðinni,“ segir Ólafur. „GP
Tolv er tilvísun í Grand Prix og
strokkatölu vélarinnar en vélin
sem ég er með á teikniborðinu
núna kemur frá Aston Martin og
er V12 bensínvél sem við ætlum
að hafa með tveimur forþjöppum.
Einnig er ég að skoða V12 vél frá
Cosworth en það er enn í skoðun,
því svona ferlar taka mikinn tíma
og skipta gríðarlegu máli um
hvernig endanleg útkoma bílsins
verður,“ segir Ólafur um hönnun
bílsins. Hugmyndin bak við bílinn
sjálfan kemur frá Auto Union
bílunum sem voru forverar Audi
bílana. „Við hönnuðum bílinn með
sama hjólabili og erum að reyna að
hafa þyngdartölur svipaðar.“ Auto
Union var mjög stórt í Þýskalandi
fyrir stríð og háði harða baráttu
við Mercedes-Benz í kappakstri
þar í landi. Fyrstu bílarnir voru
algjör skrímsli, með V16 vélum
með forþjöppum sem voru kallaðir
C-type. Seinna komu D-type bílar
með V12 vélum sem skiluðu um
550 hestöflum, einnig með for-
þjöppu. Með strangari reglum
voru sett takmörk á stærð bílanna
árið 1933 og máttu þá ekki vera
þyngri en 750 kg án vökva, dekkja
eða ökumanns. Það gerði bílana
mun betri í akstri og vélarnar
minnkuðu niður í 2,5 lítra. „Auto
Union voru fyrstu bílarnir með
vélina í miðjunni og settu línurnar
fyrir alla sportbílaframleiðendur
í dag. Þeir settu hraðamet árið
Viking Union – Fyrsta íslenska bílamerkið?
Silfurörvarnar frá Auto Union saman komnar á Goodwood Revival árið
2012 en hönnun Viking Union GP Tolf byggir á þeim. NORDICPHOTOS/GETTY
Ólafur stillir sér upp á mótorhjólasýningunni í Köln við hliðina á hjóli sem
hann hannaði og smíðaði sjálfur, með grind úr koltrefjum og felgur úr tré.
Viking Union GP Tolv sportbíllinn er hreinræktaður tólf strokka sportbíll sem byggir á ofurbílum Audi Union frá fyrri hluta síðustu aldar.
Hér í Bretlandi er meiriháttar
mál að fá eitthvað sérsmíðað en á
Íslandi er meiri áhugi og vilji til að
redda hlutunum. Auk þess er sér-
þekking og málmsmíði orðin mjög
góð á Íslandi með öllum iðnað-
inum kringum fiskvinnsluna. Loks
væri svona starfsemi einstaklega
góð fyrir nemendur í bílgreininni
þar sem svona bílar eru handsmíð-
aðir,“ segir Ólafur enn fremur.
Framleiða einn bíl á mánuði
Viking Union verður tveggja
manna götubíll með yfirbygg-
ingu og einrýmishönnun úr bestu
koltrefjum á markaðnum í dag.
Bíllinn verður „Retro“ með analog
mælum í mælaborði og laus við
allan tölvubúnað. Það verður samt
ABS og spólvörn sem hægt verður
að slökkva á, kjósi menn svo.
Menn munu geta valið um bein-
skiptan eða flipaskiptan gírkassa,
sem er ekki í boði frá f lestum
samkeppnisaðilum. „Við erum að
skoða með nokkur einkaleyfi á
nokkrum íhlutum í bílnum en þeir
hlutir hafa ekkert með keyrslugetu
bílsins að gera en skipta miklu
máli samt. Einkaleyfin eru meira
á tækniþáttum því margir kvarta
mjög yfir afskiptasemi bíla í dag
og þessi bíll er í raun og veru eins
hreinn sportbíll og mögulegt er,
sem er sérstakt í dag,“ segir Ólafur.
„Ég er með fleiri bíla á teikni-
borðinu sem kannski verða að
veruleika ef þessar áætlanir ganga
eftir. Hugmyndin er að framleiða
kannski um 10-14 bíla á ári. Þessir
bílar eru handsmíðaðir frá A-Z og
verða gríðarlega vandaðir og sér-
stakir sem þýðir að 99% bílanna
verða seldir til safnara og veru-
lega fjársterkra aðila um heim
allan,“ segir Ólafur um væntanlega
kaupendur bílsins. Ef framleiðsla
fer ekki yfir 60 bíla á ári í Evrópu
þurfa bílarnir ekki að gangast
undir eins strangar framleiðslu-
reglur og hjá stóru merkjunum.
Bíllinn verður tólf
strokka, tveggja
manna sportbíll með
yfirbyggingu og ein
rýmishönnun úr kol
trefjum.
w
w
w
.fr
et
ta
bl
ad
id
.is
Umsjón blaðsins
NjallGunnlaugsson
njall@frettabladid.isBílar
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000
1938 sem stóð lengi, en þá fór Auto
Union Streamliner í 432 km á klst.
sem var svo ekki slegið fyrr en árið
2017 af Koenigsegg,“ sagði Ólafur.
Aðstæður að skapast hér
Stefnan er að finna hentugt hús-
næði sem yrði innan við 1.000 fm
til að byrja með. „Óskastaðsetning
væri nálægt akstursbraut sem
myndi þýða að auðveldara yrði
að prófa bílana á meðan á þróun
þeirra stendur og hver bíll þarf
að vera prófaður áður en hann
er afhentur viðskiptavini,“ segir
Ólafur. „Það að opna verksmiðju
hérlendis myndi einfaldlega þýða
að um hreinustu bílaframleiðslu
í heimi yrði að ræða, þar sem við
notum svo mikla græna orku og
við erum ekki að tala um stóriðju.
Auk þess er mjög auðvelt að eiga
við tæknileg vandamál öfugt við
það sem margir kunna að halda.
4. febrúar 2020 Þriðjudagur2 bílar