Fréttablaðið - 04.02.2020, Page 29
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
FÓTBOLTI Thelma Björk Einars-
dóttir, leikmaður kvennaliðs Vals
í knattspyrnu, hefur ákveðið að
hætta knattspyrnuiðkun. Þetta var
tilkynnt á Facebook-síðu Vals í gær
en Thelma Björk hefur verið mikil-
vægur hlekkur í Valsliðinu undan-
farin ár.
Hún hefur leikið með Valsliðinu
lungann úr ferli sínum. Fyrst frá því
árið 2006 til 2014 og svo aftur frá
2016 fram á síðasta haust.
Þessi öflugi leikmaður hefur lyft
Íslandsmeistaratitlinum sex sinn-
um með félaginu á þessum kaf la
og bikarmeistaratitlinum þrisvar
sinnum. Auk þess að spila með Val
lék Thelma Björk með Selfossi frá
2013 til 2015.
„Ástæðan fyrir því að ég set
punkt á þessum tímapunkti er ein-
faldlega sú að ég er búin að vera í
meiðslum meira og minna síðan
árið 2013 þegar ég sleit krossband.
Ég hef í raun og veru aldrei náð að
vera heil til lengri tíma síðan þá,
því hnéð dúkkar alltaf upp með
eitthvað vesen. Það dregur svo
alveg heilmikið úr gleðinni þegar
ég get ekki verið í þessu alveg 100
prósent,“ segir Thelma Björk um
síðustu árin í fótboltanum í samtali
við Fréttablaðið.
Alls lék hún 159 leiki með þessum
liðum og skoraði sjö mörk. Þá lék
hún 12 A-landsleiki á ferli sínum og
spilaði einnig með yngri landsliðum
Íslands. Thelma Björk er annar leik-
maður Íslandsmeistaraliðsins sem
lætur staðar numið frá því að síð-
ustu leiktíð lauk en áður tilkynnti
Margrét Lára Viðarsdóttir um að
skórnir væru komnir upp í hillu.
Thelma segir að það sé huggun
harmi gegn að kveðja fótboltann
með Íslandsmeistaratitli hjá Val. „Já,
ætli það sé ekki bara einhver sára-
bót í því að kveðja með þeim hætti.
Þetta er samt mjög erfið ákvörðun
þar sem fótboltinn hefur verið mér
mjög mikilvægur. Ég hef hins
vegar fulla trú á því að stelpurnar
hjá Val verji titilinn næsta sumar,“
segir hún um ákvörðun sína.
Var orðið afar leiðinlegt til lengdar að spila hálf meidd
Ég er búin að vera í
meiðslum meira og
minna síðan 2013 þegar ég
sleit krossband. Það dregur
heilmikið úr gleðinni þegar
ég get ekki verið í þessu
alveg 100 prósent.
Thelma Björk varð Íslandsmeistari með Val í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NFL Patrick Mahomes sýndi enn
og aftur magnaða tilburði þegar
hann leiddi Kansas City Chiefs til
31-20 sigurs í Superbowl aðfaranótt
mánudags gegn San Fransisco 49ers.
Mahomes sem átti erfitt uppdráttar
snemma leiks virtist vera að kasta
fyrsta tækifæri sínu á Superbowl-
titli á glæ þegar hann kastaði bolt-
anum í annað sinn frá sér í upphafi
fjórða leikhluta en hann gafst ekki
upp. Að hætti Mahomes tók það
Chiefs fimm mínútur að fara hundr-
að jarda fyrir tveimur snertimörkum
sem kom Chiefs yfir áður en Damian
Williams innsiglaði sigurinn með
snertimarki mínútu fyrir leikslok.
Eftir jafnan og spennan leik í fyrri
hálfleik náði 49ers frumkvæðinu í
þriðja leikhluta. Vörn liðsins komst
inn í tvær sendingar frá Mahomes
sem lagði grunninn að tíu stiga for-
skoti þegar komið var inn í fjórða
leikhluta. Var þetta þriðji leikurinn
í röð í úrslitakeppninni þar sem
Chiefs var lent tíu stigum undir.
Það var engan bilbug að finna á
Chiefs sem sótti hratt og treysti á
skærustu stjörnur liðsins í fjórða
leikhluta. Chiefs skoraði 21 stig í röð
og sigldi fram úr 49ers á lokasprett-
inum. Á sama tíma hrundi sóknar-
leikur 49ers og þurfti Kyle Shanahan,
þjálfari 49ers að horfa á eftir öðrum
Superbowl titli á lokamínútum
leiksins en hann var sóknarþjálfari
Atlanta Falcons þegar Fálkarnir
glutruðu niður 25 stiga forskoti í
lokaleikhlutanum gegn Patriots.
Það var því Chiefs, leitt af Andy
Reid, sem tók við titlinum í ár og
vann fyrsta titil sinn í 50 ár. Þá var
þetta jafnframt fyrsti Superbowl
titill Reid í annarri tilraun hans á 22
árum.
kristinnpall@frettabladid.is
Aldrei afskrifa
Höfðingjana
Patrick Mahomes leiddi Kansas City Chiefs til sigurs
í Superbowl. Titillinn var kominn langleiðina til
Kaliforníu áður en sókn Chiefs vaknaði til lífsins
Mahomes var valinn besti leikmaður leiksins eftir að hafa kastað fyrir tveimur snertimörkum og hlaupið fyrir einu.
Damien Williams kemur Kansas City yfir í fjórða leikhluta án þess að Richard Sherman komi neinum vörnum við. NORDICPHOTOS/GETTY
Á 22 ára þjálfaraferli
sínum hefur Andy Reid
unnið 18 leiki af 21 þegar
hann hefur meira en viku til
undirbúnings.
Fagnað snertimarki sem kom Chiefs inn í leikinn á ný.