Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2020, Qupperneq 5

Fréttablaðið - 27.02.2020, Qupperneq 5
Á fjórða ársfjórðungi árið 2019 voru 1.287 ný- skráðir erlendir ríkisborg- arar hér á landi. JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU LÚXUSJEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LISTAVERÐ FRÁ: 11.490.000 KR. • Leðurklætt aðgerðastýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Íslenskt leiðsögukerfi • Bi-Xenon LED framljós með þvottakerfi • 3.0 V6 250 hö. dísel, 8 gíra sjálfskipting • 570 Nm tog • Hátt og lágt drif • Læsing í afturdrifi • Hlífðarplötur undir vél, kössum og skiptingu • Loftpúðafjöðrun • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Blindhornsvörn STAÐALBÚNAÐUR M.A.: ÁRBORG Bæjarstjórn Árborgar deilir nú um hvernig staðið var að endurbótum á Ráðhúsinu. Hófust þær árið 2019 og féllu ekki innan þáverandi fjárhagsáætlunar og hafa síðan farið langt fram úr kostnaðar­ áætlun. Sagt er að upphaflega hafi verið samþykkt að veita 5 milljónir króna til vissra verka, en að framkvæmdin hafi undið verulega upp á sig og endi í um 100 milljónum. Minnihluti Sjálfstæðismanna vill að gerð verði óháð úttekt á embætt­ isfærslum vegna framkvæmdanna. Skoðað verði hvort farið hafi verið að ákvæðum sveitarstjórnarlaga um valdmörk, hvort útboðsskylda hafi verið virt og hvernig staðið var að vali arkitektastofunnar Plan 21. Gunnar Egilsson, oddviti þeirra, segist vilja vita hvar í stjórnsýslunni þetta hafi verið ákveðið. Í svari við fyrirspurn minnihlut­ ans í byrjun febrúar kom fram að kostnaðurinn var rúmar 65 millj­ ónir árið 2019. „Þetta er komið í 85 núna og á eftir að fara yfir 100, því það á eftir að taka alla efri hæðina og f leira,“ segir Gunnar. „Þetta er sama óráðsía og í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Kom einnig fram að samstarf við Plan 21 hefði komist á þegar sviðs­ stjórar funduðu með hönnuðum. Í grein Gísla Halldórssonar sveit­ arstjóra frá því í gær segist hann hins vegar hafa tekið ákvörðunina og kynnt fyrir sviðsstjórum. Í sömu grein segir Gísli mistök hafa verið gerð er dróst að setja viðauka við fjárhagsáætlunina en breytingarnar hafi verið mjög aðkallandi. Þá biðst hann afsökunar á því að ekki hafi verið tekið tillit til hönnunarkostn­ aðar arkitekta, sem var um 20 millj­ ónum króna hærri en búist var við. Eggert Valur Guðmundsson, for­ maður bæjarráðs, segir að verkið hafi ekki verið boðið út, þar sem það hafi verið talið innan útboðs­ reglna. „Það var ekki ákveðið hversu langt ætti að fara í þessum áfanga.“ Meirihluti Framsóknarf lokks, Miðflokks, Samfylkingar og Áfram Árborg, hefur gert breytingar tillögu um óháða úttekt á eldri fram­ kvæmdum, er Sjálfstæðisf lokkur var við völd, svo sem viðbyggingu skóla og gatnagerð. Eggert kveður það til að nýta samlegðaráhrif. Ekk­ ert sé að því að taka út Ráðhúsið. Þá gerir meirihlutinn einnig athugasemd við aðkomu Ástu Stef­ ánsdóttur, varabæjarfulltrúa Sjálf­ stæðisflokksins, sem jafnframt er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. „Þegar við fengum tillöguna senda komumst við að því að Ásta var höfundur skjalsins,“ segir Egg­ ert. „Okkur finnst á gráu svæði að sveitarstjóri í nágrannasveitar­ félagi sé að blanda sér með þessum hætti í stjórnmálin í Árborg. Per­ sónulega og siðferðislega finnst mér að hún hefði átt að segja af sér sem fulltrúi hér þegar hún tók að sér sveitarstjórastöðuna. En hún hefur rétt á þessu og á lögheimili hér.“ Bendir hann á að Árborg sé í alls kyns samstarfi við Bláskóga­ byggð. Gunnar segir meirihlutann fara í manninn en ekki málefnið og hafn­ ar því að aðkoma Ástu sé óeðlileg. „Hún er varabæjarfulltrúi og við vinnum greinarnar saman. Þetta er argasti dónaskapur. Manneskjan býr hérna, borgar sín gjöld og var kosin,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Harðar deilur um endurbætur Kostnaður við endurbætur á Ráðhúsinu í Árborg er langt fram úr áætlunum. Minnihlutinn í bæjarstjórn vill rannsókn. Meirihlutinn segir aðkomu sveitarstjóra Bláskógabyggðar að málinu vera á gráu svæði. Persónulega og siðferðislega finnst mér að hún hefði átt að segja af sér sem fulltrúi hér þegar hún tók að sér sveitarstjóra- stöðuna. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Framkvæmdin hefur undið upp á sig og mun að öllum líkindum enda í um 100 milljónum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Vöru­ og þjónustu­ jöfnuður síðasta árs var jákvæður um rúma 140 milljarða króna sam­ kvæmt bráðabirgðatölum frá Hag­ stofunni. Árið 2018 var þessi jöfn­ uður jákvæður um 84 milljarða. Í lok janúar var greint frá því að vöruútflutningur síðasta árs hefði numið rúmum 641 milljarði en inn­ flutningur tæpum 753 milljörðum. Nú eru komnar tölur fyrir þjónustu­ viðskiptin, en alls nam útflutningur þjónustu á síðasta ári rúmum 691 milljarði en innflutningur þjónustu nam rúmum 452 milljörðum. Þjónustujöfnuður var því jákvæð­ ur á síðasta ári sem nemur um 239 milljörðum miðað við tæpa 247 milljarða árið 2018. Ferðaþjónusta stóð undir tæp­ lega helmingi þjónustuútflutnings síðasta árs eða tæpum 331 milljarði. Þjónustuútf lutningur til Evrópu nam um 350 milljörðum og þar af til Bretlands um tæpa 82 milljörðum. Þá var þjónusta flutt út til Bandaríkj­ anna fyrir tæpa 202 milljarða. – sar Þjónusta flutt út fyrir 691 milljarð LÝÐFRÆÐI Á fjórða ársfjórðungi 2019 voru 1.287 nýskráðir, erlendir ríkisborgarar hér á landi en sam­ kvæmt tölum á vef Þjóðskrár Íslands, sem ná aftur til ársins 2016 hafa færri erlendir ríkisborgarar ekki verið skráðir hér á landi á tíma­ bilinu. Á þriðja ársfjórðungi árið 2017 voru skráðir 3.306 erlendir ríkis­ borgarar og allt það ár voru þeir 10.515 talsins. Heildarfjöldi ný­ skráðra, erlendra ríkisborgara í fyrra var 7.900, sem er fækkun um tæp 25 prósent frá því árið 2017. Á fjórða ársfjórðungi árið 2019 voru skráðir 1.115 nýfæddir ein­ staklingar samkvæmt Þjóðskrá. Það er 124 færri en á þriðja ársfjórðungi sama ár. Þá voru nýskráð 67 íslensk börn fædd erlendis, á þriðja árs­ fjórðungi voru þau 134. Tilkynnt var um 635 andlát á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Fleiri andlát hafa ekki verið skráð árs­ fjórðungslega síðan árið 2016. Í fyrra var heildarfjöldi skráðra and­ láta 2.378 og árið áður voru þau 2.346. – bdj Nýskráningum erlendra ríkisborgara fer fækkandi 7.900 erlendir ríkisborgarar voru ný­ skráðir 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 Raggi Bjarna látinn 85 ára að aldri Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, einn ástsælasti söngvari og skemmti- kraftur Íslendinga, er látinn. 2 Við búnaður vegna veikinda í vél Icelandair Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda sjúklings um borð í vél Icelandair frá Amsterdam. 3 Kennari á Egils stöðum í sótt­kví eftir ferða lag til Ítalíu Kennarinn hafði verið á Ítalíu, en landlæknir hefur mælt með því að allir sem hafa heimsótt ákveðin héruð Ítalíu hafist við í fjórtán daga sóttkví. 4 Segj a ó virð ing u Stöðv ar 2 tak mark a laus a eftir við tal Ís lands í dag Stuðningshópur ólögráða barns, alls um 80 konur, gagnrýnir Stöð 2 harkalega fyrir að birta „einhliða drottningarviðtal“ við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.