Fréttablaðið - 27.02.2020, Page 7

Fréttablaðið - 27.02.2020, Page 7
MENNING Árið 2019 voru konur meirihluti starfsmanna hjá fimm sviðslistastofnunum sem Frétta- blaðið leitaði upplýsinga hjá um kynjaskiptingu starfsfólks. Stofn- anirnar sem um ræðir eru Þjóð- leikhúsið, Borgarleikhúsið, Íslenski dansf lokkurinn, Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í Þjóðleikhúsinu störfuðu 279 manns í fyrra, 118 konur og 114 karlar. Fastráðnir starfsmenn voru 95 en aðrir voru verkefnaráðnir eða í tímavinnu. Af leikurum sem störfuðu við Þjóðleikhúsið voru 26 karlar og 24 konur. Í Borgarleik- húsinu störfuðu 227 manns, 123 karlar og 204 konur. Af leikurum við Borgarleikhúsið voru 57 karlar og 27 konur. Í jafnréttisstefnu Borgarleik- hússins kemur fram að stefna leik- hússins sé að jafna hlutföll kynja meðal starfsfólks. Þá kemur fram í jafnréttisáætlun Þjóðleikhúss- ins að stefnt sé að því að halda sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í ýmsum störfum innan leikhússins. Hjá Íslenska dansflokknum starfa fimmtán manns í fjórtán og hálfu stöðugildi. Þar af eru níu konur og sex karlar. Tíu dansarar starfa hjá flokknum, sjö konur og þrír karlar. Fimm starfsmenn eru hjá Íslensku óperunni, ýmist í heilum stöðum eða í hlutastörfum. Fjórar konur og einn karl. Í þeim fjórum upp- færslum sem Óperan setti upp á síðasta ári voru fimm konur í aðal- hlutverkum og fjórir karlar. Starfsárið 2019-2020 störfuðu 104 manns hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, 57 konur og 47 karlar. Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið 55 prósent allra þeirra sem starfa hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands eru konur. Hljómsveitina skipa 90 manns, 47 konur og 43 karlar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Konur í meirihluta í stórum listastofnunum Fleiri konur en karlar starfa hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni, Borgar- leikhúsinu, Íslenska dansflokknum og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá eru framkvæmdastjórar og stjórnendur fjögurra þessara stofnana konur. Hljómsveitarmeðlimir eru 90 tals- ins, 47 konur og 43 karlar, þá sinntu tíu konur öðrum störfum innan Sinfóníunnar og fjórir karlar. Tuttugu og þrjú leikskáld störf- uðu hjá Borgarleikhúsinu á síðasta ári, þrettán karlar og tíu konur. Þá leikstýrðu sjö karlar verkum hjá leikhúsinu og þrjár konur. Í Þjóð- leikhúsinu leikstýrðu tólf karlar verkum sem sýnd voru á síðasta ári og níu konur. Hjá f jór um af f imm þeir ra stofnana þar sem Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum um kynjahlutfall eru konur starf- andi framkvæmdastjórar. Konur eru framkvæmdastjórar Íslensku óperunnar, Borgarleikhússins, Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Þjóð- leikhússins. Framkvæmdastjóri Íslenska dansf lokksins er Hlynur Páll Pálsson. Fréttablaðið leitaði einnig upp- lýsinga hjá Leikfélagi Akureyrar en þar er aðeins einn fastráðinn starfsmaður, Marta Norðdal leik- hússtjóri. Leikarar hjá leikfélaginu og aðrir listamenn eru verkefnar- áðnir. Kona er starfandi leikhússtjóri hjá Borgarleikhúsinu, Brynhildur Guðjónsdóttir, og karl hjá Þjóðleik- húsinu, Magnús Geir Þórðarson. Steinunn Birna Ragnarsdóttir er óperustjóri, Erna Ómarsdóttir er listdansstjóri Íslenska dansf lokks- ins og Anna Sigurbjörnsdóttir er tónleikastjóri Sinfóníunnar. birnadrofn@frettabladid.is Auðar götur á Norður-Ítalíu best núna! Afgreiðslutímar á www.kronan.is Krónan mælir með! Mmm ... mangó Það er ekki mikið um mannaferðir í Mílanó á Ítalíu þessa dagana eftir að tilfellum COVID-19 veirunnar fjölgaði úr sex í tæp fjögur hundruð á örfáum dögum. Tólf höfðu látið lífið af völdum veirunnar á Ítalíu í gær og eru nú flest smit innan Evrópu þar. Öll tilfellin á Ítalíu hafa komið upp í norður- héruðum landsins þar sem ýmsum opinberum stofnunum, eins og kirkjum, skólum og söfnum hefur verið lokað. Þá hefur tólf bæjum á svæðinu verið lokað með vegatálmum og engum er hleypi inn eða út. Þeim sem hafa komist í snertingu við smitaða, hefur verið komið í einangrun. MYND/GETTY FJÖLMIÐLAR Torg i ehf., sem gefur út Frétt a blað ið, hef ur ekki bor ist stefna frá Sýn en í árs reikn ing i fé- lags ins fyr ir árið 2019 kem ur fram að Sýn geri kröf u á hendur Ingi björg u Pálma dótt ur, Jóni Ás geiri Jóh anns- syni, 365 hf. og Torgi ehf. á grund vell i sam keppn is á kvæð a í kaup samn ing i Sýn ar hf. við 365 hf. Að því er fram kemur í árs reikn- ingn um er því lýst að til tekn ir þætt ir í starf sem i frett a blad id.is sam rým- ist ekki þeim skuld bind ing um sem fram komu í kaup samn ingn um. „Þá er vís að til þess að um rædd á kvæð i feli í sér rétt Sýn ar hf. til að krefj ast fé vít is/dag sekt a að fjár hæð 5 millj. kr. á dag að við bætt um verð- bót um,“ seg ir enn frem ur, en kraf a Sýnar nem ur 1.140 millj ón krón um, auk verð bót a. „Við sjá um ekki hvern ig fyr ir hug- uð stefn a gæti tengst Torg i,“ seg ir Jó- h ann a Helg a Við ars dótt ir, forstjóri Torgs ehf. Þá hafi engum af eigend- um eða stjórnendum Torgs ehf. ver ið birt stefn a, en sam kvæmt árs skýrsl u Sýn ar hef ur lög mann i ver ið fal ið að und ir bú a höfð un dóms máls. – fbl Engin stefn a bor ist Torg i 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.