Fréttablaðið - 27.02.2020, Side 9

Fréttablaðið - 27.02.2020, Side 9
Verður haldinn þann 19. mars 2020 kl. 16.00 í höfuðstöðvum félagsins að Köllunarklettsvegi 2, 104 Reykjavík DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar. 4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á árinu 2019. 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 6. Tillaga stjórnar um kaupréttaáætlun 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar. 8. Kosning stjórnar félagsins. 9. Kosning endurskoðanda félagsins. 10. Tillaga stórnar um heimild til hækkunar á hlutafé um allt að 59.935.471 hluti í tengslum við kaupréttaáætlun félagsins ásamt viðeigandi breytingu á samþykktum. 11. Tillaga stjórnar um endurnýjun á heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum ásamt viðeigandi breytingu á samþykktum. 12. Tillaga stjórnar um endurnýjun á heimild til hækkunar á hlutafé félagsins um allt að 100.000.000 hluti í tengslum við möguleg fyrirtækjakaup ásamt viðeigandi breytingu á samþykktum. 13. Tillaga stjórnar um breytingu á grein 18 í samþykktum félagsins í tengslum við kynjahlutföll í stjórn félagsins. 14. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða með tölvupósti á netfangið agm@icelandseafood.com í síðasta lagi kl. 16:00 hinn 9. mars nk. Á aðalfundinum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Hluthafar þurfa að vera skráðir í hlutaskrá félagsins við lok dags 18. mars nk. til að eiga þess kost að greiða atkvæði á fundinum. Atkvæði verða einungis greidd skriflega á fundinum ef farið verður fram á slíkt. Hluthafar geta greitt atkvæði fyrir fundinn eða látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Óski hluthafi eftir því að greiða atkvæði skriflega fyrir fundinn skal hann gera kröfu um slíkt eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn. Hluthafar geta einnig nálgast atkvæðaseðla og greitt atkvæði á skrifstofu félagsins venjulegum opnunartíma á virkum sólarhringum þar til á aðalfundardegi. Undirritaðir, dagsettir og vottaðir atkvæðaseðlar skulu hafa borist félaginu á skrifstofu þess eða á netfangið agm@icelandseafood.com að minnsta kosti þremur klukkustundum fyrir fundinn svo þeir teljist lögmætir. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð, undirritað, dagsett og vottað. Hægt er að senda rafræn umboð á netfangið agm@icelandseafood.com og skulu þau berast að minnsta kosti þremur klukku­ stundum fyrir fundinn. Form að umboði má nálgast á heimasíðu félagsins. Þeir einstaklingar sem hyggjast gefa kost á sér í stjórnarkjöri skulu með skriflegum hætti tilkynna félagsstjórn um framboð eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. samþykktir félagsins. Skulu tilkynningar berast á netfangið agm@icelandseafood.com. Eyðublöð má nálgast á heimasíðu félagsins. Ítarlegri upplýsingar um efni fundarins, þ.á m. skjöl sem lögð verða fyrir hluthafafund og tillögur, eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins; http://www.icelandseafood.com/Investors AÐALFUNDUR ICELAND SEAFOOD INTERNATIONAL HF. ✿ Lækkanir í vikunni OMX10 -6,20% Icelandair -20,80% Reginn -9,80% Eik -8,70% Festi -8,00% Arion -7,00% Sjóvá -6,70% Eimskip -6,40% Skeljungur -5,90% Hagar -5,60% VÍS -5,60% Kvika -5,20% Sýn -5,20% Reitir -5,10% Marel -4,90% TM -4,90% Brim -4,10% Origo -4,00% Síminn -1,70% Heimavellir -0,70% ISI -0,40% Verð á íslenskum hlutabréfum hefur lækkað verulega  eftir því sem COV ID -19 kórónaveiran hefur breiðst út um Evrópu. Aðal- hagfræðingur Kviku banka segir að neikvæð áhrif á íslenska ferða- þjónustu og utanríkisviðskipti geti þrýst á stjórnvöld að grípa til efna- hagslegra aðgerða.  Ríkisstjórnin hafi meira svigrúm til að bregðast við hægari viðsnúningi hagkerfis- ins en Seðlabankinn. „Þetta er náttúr ulega mjög erfið tímasetning fyrir íslenska þjóðarbúið sem var þegar komið í afturkipp,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri greiningar- fyrirtækisins Analytica, í sam- tali við Fréttablaðið. Hann segir að kórónaveiran geti haft mikil áhrif í gegnum ferðaþjónustuna á meðan margir treysti sér ekki til að ferðast. „Áhrifin koma líka fram gegn- um minnkandi efnahagsumsvif erlendis, sem hafa neikvæð áhrif á okkar útf lutning, bæði tengdan ferðaþjónustu og öðru. Á heildina litið geta áhrifin verið allt frá því sem við sjáum í dag og upp í eitt- hvað miklu verra. Um leið og veiran berst hingað til lands verða áhrif in mun beinni og eins og við höfum séð í löndum þar sem veiran hefur breiðst út, getur hún lamað starfsemi um tíma,“ segir Yngvi. Veiran leggst þungt á markaðinn Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúm 6 prósent frá vikubyrjun í takt við útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Hætta er á tölu- verðum áhrifum á ferðaþjónustu og utanríkisviðskipti. Neikvæð efnahagsleg áhrif geta krafist afgerandi aðgerða stjórnvalda. Greinandi hjá Capacent spyr sig hvort viðbrögðin á hlutabréfamarkaði hafi verið heldur ýkt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kórónaveiran hefur breiðst hratt út um Evrópu á síðustu dögum. Á Ítalíu hafa rúmlega 320 manns smitast frá því veiran greindist þar í landi og alls hafa ellefu látið lífið. Í fyrradag var tilkynnt um fyrstu smitin í Sviss, Austurríki og Króatíu, og fyrsta smitið í Suður- Ameríku var tilkynnt í gær. Veiran hefur því náð til allra heimsálfa. Lækkanir á erlendum mörk- uðum og óvissa um efnahagslegu áhrifin sem veiran hefur í för með sér hafa smitast hingað til lands. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um 6,2 prósent frá vikubyrjun. Ice landair hefur lækk- að langsamlega mest en lækkun félagsins nemur tæplega 21 pró- senti. Þá hefur Reginn lækkað um tæp 10 prósent, Eik um tæp 9 pró- sent og Festi um 8 prósent. Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir að óvissa fari alltaf illa í fjárfesta. Óttast sé að veiran breiðist enn meira út og að ferða- þjónustan verði fyrir miklu höggi. „Aftur á móti má spyrja sig hvort viðbrögðin á markaðinum hafi verið heldur ýkt. Ef við tökum fast- eignafélögin sérstaklega fyrir, þá hefur verð íslensku félaganna með tilliti til eiginfjár lækkað á síðustu dögum miðað við fasteignafélög í Skandinavíu. Þá spyr maður sig af hverju veiran ætti að hafa meiri áhrif á íslensku fasteignafélögin en þau norsku. Maður hefði haldið að íslensk hlutafélög væru öruggari vegna þess að tengslin við Asíu eru minni en hjá erlendum félögum,“ segir Snorri og bætir við að ýkt viðbrögð megi rekja til óvissu um keðjuverkandi áhrif veirunnar og þess að íslenski hlutabréfamarkað- urinn sé mjög grunnur. Hægari viðsnúningur Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðal- hagfræðingur Kviku banka, bendir á að fylgni íslenska hagkerfisins við heimshagsveif luna hafi aukist á síðustu áratugum, þrátt fyrir að uppsveiflan á Íslandi frá árinu 2015 skeri sig aðeins úr. „Ef veiran hefur veruleg áhrif á virðiskeðjur úti um allan heim, munum við án efa finna fyrir því í utanríkisviðskiptum. Kína er mjög stór framleiðandi og neyt- andi á alþjóðavísu og þótt íslenska hagkerfið og það kínverska séu ekki samofin, mun hægari vöxtur í okkar helstu viðskiptalöndum þar sem tengingarnar eru sterkari, smitast til okkar,“ segir Kristrún. „Við gengum í gegnum upp- sveif lu á meðan stór hluti heimsins var í hægagangi,“ bætir Kristrún við. „Nú er komin innlend niður- sveif la og á sama tíma gætum við orðið fyrir utanaðkomandi höggi vegna kóróna veirunnar. Ef við- brögð við faraldrinum halda áfram að hafa neikvæð áhrif á efnahags- kerfi heimsins, gæti viðsnúning- urinn hér á landi, sem treystir að miklu leyti á viðskipti við útlönd, reynst hægari en vonir stóðu til.“ Meira svigrúm hjá stjórnvöldum Spurð hvort áhrifin af kórónaveir- unni þrýsti á stjórnvöld að minnka aðhald, hvort sem um ræðir ríkis- fjármál eða peningastefnu, segir Kristrún mikilvægt að gera grein- armun á utanaðkomandi höggi annars vegar og innlendri niður- sveif lu hins vegar. „Niðursveif lan er að miklu leyti eðlileg aðlögun að mjög hröðum hagvexti, miklum útlánavexti til fyrirtækja og hröðum vexti ferða- þjónustunnar. Utanaðkomandi högg á hagkerfið getur hins vegar grafið frekar undan núverandi ástandi og leitt til þess að bregðast þurfi við með afgerandi hætti, sér í lagi ef það veldur rekstrartruf l- unum hjá kerfislega mikilvægum fyrirtækjum,“ segir Kristrún. Þá telur hún að meira svigrúm sé hjá ríkisstjórninni en Seðla- bankanum, ef ætlunin er að dempa núverandi niðursveif lu. Það hafi sýnt sig að takmörk séu fyrir því hvernig vaxtalækkanir skila sér í útlánaaukningu, ef fá álitleg fjár- festingarverkefni eru til staðar og útlánavilji bankanna er lítill. „Vaxamunur bankanna hefur farið minnkandi samhliða lækk- andi stýrivöxtum og með því að grafa enn meira undan honum er bönkunum ekki auðveldað að lána út. Þvert á móti. Tekin hefur verið ákvörðun um að krefjast hás eigin fjár hjá íslensku bönkunum, sem þýðir að þeir þurfa að skila meiri hagnaði en ella, ef þeir eiga að standa undir hærri arðsemi en við sjáum í dag. Nema vilji sé fyrir því að lækka arðsemiskröfuna,“ segir Kristrún. „Af því leiðir að neðri mörk vaxta eru hærri hér en annars staðar, þar sem halda þarf uppi hærri vaxta- mun sem drífur tekjur bankanna, þó rekstrarkostnaður hafi auð- vitað líka áhrif. Stýrivextir eru mikilvægt tól, en áhrif þeirra eru takmörkunum og umhverfi háð.“ thorsteinn@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.