Fréttablaðið - 27.02.2020, Síða 17

Fréttablaðið - 27.02.2020, Síða 17
Eigi hefi eg gegnt föstu starfi síðan fyrir bankahrun. Í nær þrjá áratugi hefi eg starfað sem þýskumælandi leiðsögumaður og þá ráðinn í hverja ferð fyrir sig. Þetta er því mjög ótryggt starf þar sem miklar kröfur eru gerðar til okkar leiðsögumanna. Frumskylda okkar er að gæta ætíð öryggis allra og að lífi ferðamannsins sé aldrei stefnt í voða. Eg minnist þess sér- staklega hve Birna G. Bjarnleifs- dóttir sem var lengi skólastjóri Leiðsögumannaskólans lagði mikla áherslu á öryggismálin. Góð leið- sögn og góð ferð getur orðið einskis virði þegar öryggi ferðamanna er stefnt í hættu. Nú eru fyrirtæki komin til sög- unnar sem virðast sérhæfa sig í að setja ferðamenn í lífshættu. Lítið er skeytt um ferðamenn sem koma frá framandi löndum og enginn þeirra virðist gera sér fyllilega grein fyrir þeim hættum sem kunna að koma upp hér á landi, þegar hagstæðar aðstæður geta breyst skyndilega í versta veðravíti. Starfsmenn þess- ara fyrirtækja eru sumir nefndir leiðsögumenn, vegna þess að störf þeirra eru að mörgu leyti lík okkar störfum. Það þykir mér ganga þvert á minn skilning um starf leiðsögu- mannsins eins og okkur var kennt. Hver og einn getur kallað sig leið- sögumann hér á landi, enda hafa stjórnvöld of lengi hunsað sjónar- mið lærðra leiðsögumanna sem útskrifaðir eru frá Leiðsöguskóla Íslands. Frá stofnun Félags leið- sögumanna 1972 sem nú nefnist Leiðsögn, félag leiðsögumanna hefur margsinnis verið farið fram á lögverndun starfsheitisins en því hefur fram að þessu verið hafnað af ómálefnalegum ástæðum og þar við situr. Í mínum huga er sá starfsmaður ferðaskrifstofu sem vísvitandi tekur þá ákvörðun að setja líf ferðamanns í hættu, ekki leiðsögumaður. Þegar hætta reynist vera yfirvofandi ber að aflýsa ferð eða breyta, þannig að líf og heilsa ferðamannsins sé ætíð efst í huga. Þegar skipulagðar hópferðir eru farnar m.a. til Austurríkis og Ítalíu er skylda að hafa innlendan leið- sögumann. Í þessum löndum er starf leiðsögumannsins lögverndað. Þetta er fyrst og fremst til þess að tryggja öryggi ferðamanna og ef út af ber þá er yfirleitt beitt viður- lögum. Hvaða ástæður eru fyrir því að starf leiðsögumanna er ekki meira metið hér á landi? Opið bréf til ráðherra ferðamála Guðjón Jensson eldri borgari og leiðsögumaður búsettur í Mos- fellsbæ Það er fagnaðarefni að ákveðið hefur verið að beiðni Holl-vinasamtaka Elliðaárdalsins, að undirskriftasöfnun fari fram um breytingar á landnotkun við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, Elliðaár- dal. Nú gefst borgarbúum tækifæri til að láta rödd sína heyrast í máli er varðar bæði hagsmuni náttúru- verndar og útivistar. Stjórn Landverndar hefur kynnt sér deiliskipulagsbreytingar á umræddu svæði, það er svæðið norðan Stekkjarbakka í Reykjavík sem liggur að Elliðaárdal. Í því sam- bandi vakti umsögn Umhverfis- stofnunar og svör borgaryfirvalda við alvarlegum athugasemdum sem þar komu fram, sérstaka athygli og áhyggjur. Stjórnin tók undir mörg þau gagnrýnu sjónarmið sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar og taldi að þau ein hefðu átt að gefa tilefni til að leggja áformin til hliðar. Stjórn Landverndar telur að sú breyting sem borgaryfirvöld áforma spilli afar vinsælu og skjól- sælu útivistarsvæði með fjölbreyttu lífríki og áhugaverðum menningar- minjum. Græna svæðið í Elliðaárdal mun minnka auk þess sem ásýnd svæðisins verður manngerðari Íbúakosning um afdrif Elliðaárdals Á vorþingi 2019 varð breyting á löggjöf um innf lutning á matvælum, vegna niður- stöðu EFTA-dómstólsins, sem heimilar innf lutning á hráu kjöti og ferskum matvælum. Í kjölfarið Ísland í fararbroddi gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis Líneik Anna Sævarsdóttir þingkona Fram- sóknarflokksins tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að Íslendingar yrðu fyrsta þjóðin í heiminum til að banna dreifingu og sölu á matvælum sem innihalda ákveðnar tegundir af sýklalyfja- ónæmum bakteríum. Samhliða samþykkti Alþingi aðgerðaáætl- un um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna í 17 liðum til að ef la matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnis- stöðu innlendrar matvælafram- leiðslu. Málið er nú í höndum viðkomandi ráðherra sem vinna að kortlagningu á umfangi sýkla- lyfjaónæmra baktería á íslenskum matvælamarkaði. Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður stofnaður Mikilvægur áfangi í þeirri vegferð náðist á dögunum þegar sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra skrifuðu undir samkomulag um stofnun sýklalyfja- ónæmis- og súnusjóðs. Sjóðnum er ætlað að fjármagna verkefni undir formerkjum „One health“, sem snúa að grunnrannsóknum á sýklalyfja- ónæmi. Þetta er mikilvægt skref í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi en betur má ef duga skal. Framsóknar- flokkurinn hefur alla tíð unnið ötul- lega að því að tryggja heilnæmi mat- væla, gæta að heilsu fólks, aðbúnaði og heilsu búfjár. Við breytingu á lögum um innf lutning matvæla settu þingmenn Framsóknarflokks- ins það skilyrði að aðgerðaáætlunin yrði samþykkt fyrir afgreiðslu máls- ins og þar með að Ísland verði í farar- broddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Ein stærsta ógn samtímans Sýklalyfjaónæmi er ein stærsta ógnin við heilsu manna og dýra nú og næstu áratugina. Rannsóknir hafa sýnt að skýrt samhengi er á milli mikillar notkunar á sýkla- lyfjum við framleiðslu matvæla og tíðni sýkinga með sýklalyfjaónæm- um bakteríum í fólki. Hefðbundin sýklalyf eru hætt að virka á ákveðnar bakteríur og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Við Íslendingar erum í einstakri stöðu þar sem notkun á sýklalyfjum við matvælaframleiðslu hérlendis er með því minnsta sem gerist í heiminum. Okkur ber skylda til að vernda sérstöðu okkar nú sem endranær. Aukin tíðni sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmis í heim- inum er ógn við lýðheilsu. Fram- sókn vill tryggja að íslenskir neyt- endur fái á sitt borð matvöru í hæsta gæðaflokki og mun fylgja aðgerðará- ætluninni fast eftir, með lýðheilsu að leiðarljósi. Tryggvi Felixson formaður Land- verndar Hanna Katrín Friðriksson, þing maðu r Viðreisna r, vekur í grein í Fréttblaðinu 25. febrúar, athygli á því hve mikil ánægja er með heilsugæsluna. Vísar hún í þjónustukönnun Sjúkratrygg- inga Íslands (SÍ), sem sýnir að 74% aðspurðra bera traust til heilsu- gæslunnar og 79% eru ánægð með þjónustuna. Það er fagnaðarefni að Hanna Katrín skuli taka höndum saman með okkur sem viljum efla heilsugæsluna og tryggja að hún verði fyrsti viðkomustaður í heil- brigðiskerfinu. Falleg er líka ósk þingmannsins um að Svandís Svavarsdóttir skrifi f leiri greinar um málefnið enda er heilbrigðisráðherra afskaplega rit- fær. Sérkennilegt er þó að þingmað- urinn velji sérstaklega þetta mál til að lýsa eftir skrifum ráðherra þar Viðreisn samsæriskenninganna með byggingum og bílastæðum, ef nýju deiliskipulagi verður fylgt með framkvæmdum. Ekki er að sjá að almannahagsmunir kalli á þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu. Frekar kalla almannahagsmunir á bætta aðkomu að Elliðaárdal og meiri trjárækt norðan við Stekkjarbakka þannig að svæðið verði friðarreitur fyrir borgarbúa. Landvernd hefur áður látið til sín taka í skipulagsmálum og skerðingu á opnum svæðum í þéttbýli. Nægir að nefna í því sambandi baráttu samtakanna gegn stórkarlalegum framkvæmdum við Urriðavatn í Garðabæ og vegagerð um Gálga- hraun. Í framangreindum málum var íbúum ekki veitt færi á að koma að málinu með beinum hætti. Enda varð niðurstaða þeirra mun meiri eyðilegging á náttúruverðmætum en nauðsynlegt var. Nú gefst einstakt tækifæri til að snúa þeirri þróun við að gengið verði á verðmætt útivistarsvæði í nafni framfara. Ég hvet íbúa í Reykjavík til að leggja baráttu Holl- vinasamtaka Elliðaárdalsins lið. Fram til 28. febrúar má taka undir kröfu um að fram fari íbúakosn- ingar þar sem spurt verður hvort íbúar í Reykjavík séu fylgjandi eða andvígir breytingu á deiliskipulagi við Elliðaárdal. Ef þátttaka verður góð fá íbúar Reykjavíkur tækifæri til að taka af skarið í málinu. Til að leggja þessari kröfu lið verða Reykjavíkurbúar að skrá sig á heimasíðunni: ellidaardalur.is Kolbeinn Ótt- arsson Proppé þingmaður Vinstri grænna sem Svandís birti grein um þetta í Morgunblaðinu sléttri viku áður en Hanna Katrín birti sína í Frétta- blaðinu. Kannski er það samt ekkert skrýtið, þar sem tónninn hjá Hönnu Katrínu er í þá átt að þagað hafi verið yfir niðurstöðum þjónustu- könnunarinnar. Fréttir af henni hafi lekið í fjölmiðla og, særir þing- maðurinn ráðherra til að skrifa grein um málið, sem ráðherrann hafði þegar gert. Lekar til fjölmiðla eru býsna algengir. Í þessu tilfelli voru niðurstöðurnar hins vegar birtar samviskusamlega á vef heil- brigðisráðuneytisins 13. febrúar og vef SÍ 21. febrúar. Það er því ekkert samsæri í gangi um þöggun á þjón- ustukönnun, en sosum í takt við umræðuna í stjórnmálum í dag að hika ekki við að ýja að því. Í þeim anda skirrist þingmaður- inn ekki við fullyrða að sjálfstætt starfandi aðilar, og þá væntanlega heilsugæslustöðvar, séu „óæskilegur hluti kerfisins“. Staðreyndin er sú að fjármögnunarlíkanið er eins hvað varðar einkareknar og opinberar heilsugæslustöðvar. Hins vegar er rétt að greiðslufyrirkomulag vegna blóðrannsókna hefur verið mis- munandi og um það meðal annars hefur Samkeppniseftirlitið sent til- mæli sem verið er að bregðast við. Þ au t i l m æl i bá r u s t h i n s vegar áður en núverandi ráð- herra tók við embætti, þann- ig að mikla loftfimleika þarf til að tengja þessa ólíku gjaldskrá stefnu núverandi ríkisstjórnar. Rétt er að taka fram að heilbrigðis- ráðuneytið felur Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins fjölda verkefna, án þess að beinar greiðslur fylgi með. Nærtækasta dæmið er upplýsingar og fræðsla vegna COVID-19 veir- unnar. Ráðuneytið hefur ekki leitað til einkarekinna heilsugæslustöðva með slíkt, en kannski er grund- völlur fyrir því að þær sinni líka þessari þjónustu án þess að fá sér- staklega greitt fyrir? Í það minnsta hlýtur Hanna Katrín að styðja það, þar sem hún vill að stöðvarnar sitji við sama borð óháð rekstrarformi. Ágætt er einnig að horfa til sög- unnar. Þrátt fyrir að staðinn hafi verið vörður um heilbrigðiskerfið í aðgerðum eftir hrun varð engu að síður umtalsverður samdráttur á fjárframlögum, þ.m.t. til Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma voru framlög til einka- rekinna heilsugæslustöðva varin í undirrituðum samningum og þær urðu ekki fyrir sömu skerðingu og opinbera kerfið. Þetta þarf allt að hafa í huga og eins að draga lærdóm af því hvers vegna einka- reknar stöðvar mælast örlítið hærra í umræddri þjónustukönnun. Aðalatriðið er hins vegar að sam- staða sé um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heil- brigðiskerfinu. Framlög til Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um 24% á árunum 2017-2020. Það er í takt við stefnu ríkisstjórnar- innar. Heilsugæslan er okkar allra og það eru gæfuskref að efla hana, frekar en að búa til samsæriskenn- ingar. Framlög til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa aukist um 24% á árunum 2017-2020. 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.