Fréttablaðið - 27.02.2020, Síða 21

Fréttablaðið - 27.02.2020, Síða 21
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásvaldur Andrésson bifreiðasmiður, Fannborg 8, Kópavogi, er lést þann 13. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, föstudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Erna María Jóhannsdóttir Hanna S. Ásvaldsdóttir Gunnlaugur Helgason Regína Ásvaldsdóttir Birgir Pálsson Ragnhildur Ásvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar og mágur, Skúli G. Norðdahl Úlfarsfelli, lést á heimili sínu 18. febrúar sl. Útför verður frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ þann 4. mars kl. 15. Ingibjörg Norðdahl Daníel Þórarinsson Guðmundur G. Norðdahl Guðbjörg S. Birgisdóttir Guðjón Norðdahl Auðbjörg Pálsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Elsa Aðalsteinsdóttir Engjavöllum 3, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 23. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 13.00. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sólvangs fyrir góða umönnun og hlýju. Árni Ingvarsson Helena Jensdóttir Þórður Ingvarsson Anna María Bryde ömmubörn og langömmubörn. Við þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýjar kveðjur og kærleika við andlát og útför okkar elskulega Karls K. Berndsen hárgreiðslu- og förðunarmeistara. Einnig langar okkur að senda kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans, deild 11G/11E, starfsfólks hjúkrunarheimilisins Höfða, Akranesi, og til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Seltjarnar, með þökk fyrir alúð og hlýju, sem þið sýnduð Kalla í veikindunum. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Fríða Hafsteinsdóttir Laufey og Ernst K. Berndsen Okkar ástkæri, Ástþór Runólfsson húsasmíðameistari, Þúfuseli 2, lést sunnudaginn 2. febrúar. Útför Ástþórs fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Ingunn Jóna Óskarsdóttir Hildur Ástþórsdóttir Jóhann Ólafur Jónsson Guðmundur Már Ástþórsson Dagný Alda Steinsdóttir Hlín Ástþórsdóttir Hrafnkell Marinósson Hulda Ástþórsdóttir Aðalsteinn Guðmannsson Runólfur Þór Ástþórsson Heiðrún Ólöf Jónsdóttir Silja Ástþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Talan 24 kemur víða fyrir, bæði í tónlist og annars staðar. Það eru 24 tímar í sólarhringnum, en það eru einnig 24 tóntegundir, ef taldar eru bæði dúr og moll,“ segir píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem spilar á einleikstón- leikum undir yfirskriftinni 24 myndir í Listasafni Reykjavíkur kl. 20 á morgun. Tónleikarnir verða spunnir á staðnum og verða lögin f lutt á píanó í öllum 24 tóntegundunum. Hjörtur leggur áherslu á að tæma hugann á undan þannig að tónlistin verði til á staðnum en byggist ekki á áður ákveðinni áætlun. Hjörtur er líklega best þekktur sem meðlimur hljómsveitarinnar Hjaltalín en hann hefur nýlega hafið að gefa út lagabálkinn 24 myndir. „Ég spilaði á sams konar tónleikum á Akureyri í fyrrasumar sem var hluti af þessu verk- efni,“ segir Hjörtur. „Þetta er eitthvað sem ég ætla að hafa gegnumgangandi svo það verða ekki bara þessir tónleikar.“ Fyrsta lagið úr lagabálkinum nefnist Cascade og er komið á allar helstu veitur, eins og Spotify. Hjörtur segir að lögin úr lagabálkinum verði ekki flutt á tónleik- unum en sum verði þó í sama anda. „Tón- leikarnir verða 100 prósent spunnir en þessi lög eru eitthvað sem ég er að vinna í jafnt og þétt.“ Aðspurður um hugmyndina að verk- efninu segir Hjörtur að hann skipti oft um tóntegund til að fá nýjar hugmyndir. „Ég tek oft nokkur lög í röð þegar ég er að semja svo þetta kom eiginlega frekar organískt út frá því,“ segir hann og bætir við að í framtíðinni muni hann mögu- lega fá einhverja með sér á svipaða tón- leika. Verkefnið er styrkt af launasjóði tón- listarflytjenda og er miðaverð 2.000 kr. (1.000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn). arnatomas@frettabladid.is Leikur af fingrum fram Píanóleikarinn Hjörtur Ingvi Jóhannsson heldur einleikstónleika í Listasafni Reykja- víkur á morgun undir yfirskriftinni 24 myndir. Tónleikarnir verða spunnir á staðnum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Agatha Ásta Erludóttir lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS fyrir góða umönnun. Sigurbjörn Jón Árnason Bylgja Sjöfn Jónsdóttir Jóhann Bachmann Helga Árný Hreiðarsdóttir Kristján Karl Meekosha Helena Ásta Hreiðarsdóttir Svavar Grétarsson Hreiðar Ásberg Hreiðarsson og barnabörn. Okkar einstaki vinur og nágranni Bjarni Sigurjón Erasmusson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. febrúar kl. 11. Vinir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Margrét Jafetsdóttir kennari, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. febrúar. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju, miðvikudaginn 4. mars klukkan 15.00. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Píeta samtökin og UNICEF. Ari Hálfdanarson Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir Finnbogi Rútur Hálfdanarson Guðrún Edda Guðmundsdóttir Guðmundur Hálfdanarson Þórunn Sigurðardóttir Jóna Hálfdánardóttir Einar Már Guðmundsson Guðrún Hálfdánardóttir Sigurður Árni Sigurðsson Halldóra Hálfdánardóttir Hilmar Þór Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, Erla Kristín Svavarsdóttir er látin. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríkur Smári Ragnarsson Sveinn Ívar Sigríksson Andri Sævar Sigríksson Einar Sindri Sigríksson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ardís Guðrún Kristjánsdóttir frá Heimabæ, Hvallátrum, lést á Hrafnistu Hafnarfirði laugardaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Valtýr Eyjólfsson Eyjólfur V. Valtýsson Ludene Valtýsson Sigurður H. Valtýsson Siv E. Sæmundsdóttir Bylgja Valtýsdóttir Jóhann Sigurþórsson barnabörn og barnabarnabarn. Hjörtur Ingvi mun spinna lög í öllum 24 tóntegundum. MYND/MAGNÚS ANDERSEN Hjörtur Ingvi Jóhannsson Hjörtur Ingvi Jóhannsson er fæddur 1987 og er ef til vill best þekktur sem hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín. Hann er virkur píanóleikari, tónskáld og útsetjari, auk þess að kenna á píanó við MÍT. Þá hefur hann unnið í leikhúsinu, en hann var til að mynda tónlistarstjóri í Ronju ræn- ingjadóttur í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári. Hjörtur lærði djasspíanóleik í Konservatoríinu í Amsterdam, þaðan sem hann útskrifaðist 2015. 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.