Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2020, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 27.02.2020, Qupperneq 33
BÍLAR Samk væmt f rét t u m af bílnu m er l ík leg t að um sé að ræða útgáfu af City K-ZE raf bílnum sem Renault framleiðir í Kína fyrir heimamarkað. Sá bíll kostar aðeins 1,1 milljón króna í Kína sem er ekki mikið fyrir raf bíl. Dacia byggir fram- leiðslu sína að miklu leyti á eldri tækni frá Renault til að geta boðið betra verð. Af leiðingin af því er sú að Dacia-bílar menga meira en aðrir og þar sem að merkið er undir Renault þarf franski framleiðand- inn að borga háar mengunarsektir á næsta ári til ESB. Með því að setja raf bíl á markað vonast Renault til að geta lækkað kolefnisspor Dacia til muna. Að sögn talsmanna Dacia þarf nýi bíllinn að vera á lágu verði eins og aðrir Dacia bílar og talsvert undir Renault Zoe sem dæmi. K-ZE bíll- inn er rafdrifin útgáfa Renault Kwid smábílsins sem seldur er á Indlandi og í Brasilíu. Hann er byggður á CMF-A undirvagninum sem Renault deilir með Nissan. K-ZE er með 26,8 kWh raf hlöðu og er aðeins 921 kíló að þyngd. Að sögn talsmanna Renault er ekki útilokað að Dacia-raf bíll verði seldur í Evrópu og reyndar frekar líklegt. Renault mun einnig sýna rafdrifna útgáfu Twingo á bílasýn- ingunni í Genf ásamt Morphoz til- raunabílnum og tengiltvinn útgáfu af Megane. Dacia forsýnir rafbíl í Genf Dacia-bílamerkið mun forsýna fyrsta rafbíl sinn á bílasýningunni í Genf. Bíllinn verður þó ekki frumsýndur í framleiðsluútgáfu fyrr en í lok næsta árs ef áætlanir Dacia ganga eftir. Harley-Davidson hefur kynnt nýtt Softail mótorhjól sem einfald lega ber na f nið Standard. Hjólið er það ódýrasta sem Harley-Davidson býður upp á í Big-Twin deildinni og er svar merk- isins við hjólum eins og Triumph Bobber. Til að undirstrika einfaldleikann er hjólið með sólósæti og teinafelg- um svo að fyrir þá sem vilja breyta hjólum sínum ætti Standard hjólið að gefa góðan grunn fyrir það. Standard kemur á 19 tommu að framan og 16 tommu að aftan og er aðeins boðið í svörtu. Vélin er Mil- waukee-Eight V2 og er 107 kúbik- tommur eða 1.750 rsm. Hún skilar 145 Newtonmetra togi en hjólið er alls 291 kíló án vökva. Gírkassinn er sex gíra Cruise Drive. Verðið á hjólinu í Bretlandi er 1.920.000 kr. í Bretlandi sem er 130.000 kr. ódýr- ara en Street Bob hjólið. Fjórir auka- hlutapakkar verða í boði. Harley aftur í einfaldleikann Með nýrri hugbúnaðaruppfærslu hjá Tesla sem kallast 2020.4.1 er tekið á vandamáli sem er mikið í umræðunni hérlendis. Allir Tesla-bílar sem fengið hafa uppfærsluna munu núna vera með afturljósin virk þótt bíllinn sé á Auto-stillingu og með dagljósin aðeins að framan. Með því er komið í veg fyrir að eigendur bílanna geti átt von á 20.000 kr. sekt ef ljósin að aftan eru ekki kveikt, en það breytt- ist með nýju umferðarlögunum um áramót. Það sem er athyglisvert við þessa uppfærslu er að aðeins bílar staðsettir á Íslandi fá uppfærsluna og virðist Tesla geta skilgreint það sérstaklega með Geolocation-bún- aði. Mun Jóhann G. Ólafsson hafa átt sinn þátt í að þetta var gert en hann hefur tvítað reglulega til Tesla vegna málsins auk þess sem að hann ræddi þetta sérstaklega við starfs- fólk Tesla sem heimsótti Ísland vegna opnunar söluskrifstofunnar hérlendis í september. Jóhann er formaður Raf bílasambandsins auk þess að skrifa reglulega pistla á Facebook undir heitinu Bensínlaus. Teslur með ljósin að aftan Volkswagen-merkið ætlar að koma með nýjan sportbíl á markað á næstu árum sem líklegast fær nafnið ID.R en hann mun vera flaggskip í f lóru rafdrifs- sportara frá merkinu. ID.R mun verða í bæði coupé og blæjuútgáfu að sögn heimildarmanna innan Volkswagen-samsteypunnar. Hann verður byggður á hinum fjölhæfa MEB undirvagni sem er hinn sami og er undir ID.3 sem væntanlegur er á markað á næstu vikum. Sömu heimildarmenn segja að bíllinn geti vel keppt við aðra kynslóð Tesla Roadster. MEB-undirvagninn er bæði fyrir framhjóladrif og aftur- drif og hentar því sportbíl vel sem helst þyrfti að vera fjórhjóladrifinn með tveimur rafmótorum. Porsche, sem einnig tilheyrir Volkswagen-samsteypunni, mun Rafdrifinn Volkswagen sportbíll með nýrri rafhlöðutækni Renault mætir með tengiltvinnútgáfu af Megane á bílasýninguna í Genf. Dacia-rafbíllinn mun að miklu leyti byggja á K-ZE rafbílnum sem Renault framleiðir aðallega fyrir Kínamarkað. Harley-Davidson Softail er nú boðinn í einfaldri Standard útgáfu til að keppa við Bobber hjólin. Volkswagen ID.R rafbíllinn hefur verið prófaður í þaula sem keppnisbíll og nú styttist í sportbílaútgáfu af honum sem byggir á undirvagni ID.3. Eigendur Tesla Model 3 geta nú ekið með Auto stillinguna að degi til . MYND/NORDICPHOTOS/GETTY einnig vera að þróa rafdrifna útgáfu af Boxster-sportbílnum og ekki er ólíklegt að þessi verkefni séu sam- hliða í þróun þótt útkoman gæti verið mismunandi milli merkja. Hingað til hefur verið áætlað að rafdrifinn Boxster yrði byggður á sama PPE-undirvagni og Taycan sportbíllinn. Báðir bílarnir myndu geta nýtt sér nýja byltingarkennda rafhlöðu sem VW Group er að þróa og er byggð á reynslu þeirra úr mótorsporti. Volkswagen ID.R til- raunabíllinn hefur sett fjölda meta á undanförnum árum. Þessi leyndar- dómsfulla rafhlaða mun nota aðra efnasamsetningu en hingað til og verða sellurnar í rafhlöðunni ein- faldari í umgjörð sinni sem mun ein- falda alla notkun þeirra. Rafhlaðan mun henta vel fyrir bíla sem þurfa að nota mikla orku í langan tíma. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Tesla uppfærir hugbúnað bíla sinna reglulega gegnum netið. 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.