Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 36
Edda Halldórsdóttir list-fræðingur er sýningar-stjóri sýningarinnar Að utan sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. „Á þessari sýningu eru ein- göngu verk sem Jóhannes Kjarval vann á erlendri grundu, í þeim fjór- um löndum þar sem hann dvaldi sem lengst og málaði hvað mest, sem eru England, Danmörk, Ítalía og Frakkland. Sýningin spannar verk frá árunum 1911-1928,“ segir Edda. „Kjarval fór í sína fyrstu ferð til útlanda árið 1911, til London og það var mikið áhrifatímabil í lífi hans, mjög stutt samt, þrír mánuðir. Það má segja að ferðin til London hafi verið undanfari þess að hann fór í formlegt nám í Kaupmannahöfn. Hann fór til Ítalíu árið 1920 í rann- sóknarferð og síðan árið 1928 fór hann til Parísar. Það er til þó nokk- uð af verkum frá þessum tímum og frá þessum stöðum. Þetta eru verk sem eru innblásin af dvölinni í þessum stórborgum.“ Eins konar tæknitilraunir Edda segir sýninguna varpa ljósi á það hversu lærður og sigldur Kjar- val var. „Fyrsta utanlandsferð hans var til London og það voru mikil umskipti fyrir íslenskan sveitapilt. Hann varð fyrir miklum áhrifum og var á söfnum að skoða, skissa og teikna. Hann ætlaði sér að verða mynd- listarmaður og lagði mjög hart að sér til að komast til útlanda í nám. Í náminu í Danmörku náði hann mjög góðum tökum á teikningu. Í myndum hans frá þessum tíma sjáum við nákvæmar mannastúdíur og anatómískar teikningar sem eru eins konar tæknitilraunir. Ferð hans til Ítalíu árið 1920 var ákveðinn liður í því að ef last sem myndlistarmaður. Þaðan eru margar mannamyndir af ítölskum konum og körlum sem urðu á vegi hans. Hann heillaðist líka af ítölsk- um arkitektúr og byggingum, eins og margar Ítalíumyndanna bera með sér. Í einu rými í salnum eru síðan myndir frá Frakklandi, þetta er röð skógarmynda sem eru allar áþekkar.“ Hvorki hraun né mosi Verkin á sýningunni eru töluvert ólík þeim verkum sem fólk á að venjast og þekkir eftir Kjarval. „Hér er hvorki hraun né mosi heldur eitt- hvað allt annað. Fólk myndi ekki endilega giska á að öll verkin væru eftir Kjarval,“ segir Edda. „Mörg þessara verka hafa verið sýnd, en ekki saman sem heild erlendra verka. Það var mikil rannsóknar- vinna að finna þau. Hluti þeirra er úr safneign Listasafns Reykjavíkur en mikið er fengið að láni frá ein- staklingum, söfnum og stofnunum.“ ÞAÐ ER TIL ÞÓ NOKKUÐ AF VERKUM FRÁ ÞESSUM TÍMUM OG FRÁ ÞESSUM STÖÐUM – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Sterkar, mildar og allskonar Edda segir sýninguna varpa ljósi á það hversu lærður og sigldur Kjarval var. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ný sýn á Kjarval Á Kjarvalsstöðum er sýning á verkum eftir Jóhannes Kjarval sem innblásin eru af dvöl hans í stórborgum. Verk sem eru ólík því sem fólk á að venjast og þekkir eftir þennan merka og vinsæla listamann. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Myndir eftir Kjarval á sýningunni. Gunni Helga og töfrahurðar-hljómsveitin er yfirskrift við-burðar sem verður í Borgar- bókasafninu í Gerðubergi klukkan 11.00-11.30 og safninu í Kringlunni klukkan 13.30-14.00 föstudaginn 28. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Flytjendur eru: Gunnar Helga- son, Leifur Gunnarsson, Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir, Sunna Gunn- laugsdóttir og Rósa Guðrún Sveins- dóttir. Eitthvað alveg svakalega dular- fullt gerðist um daginn! Það kom í ljós að í gegnum skrýtna hurð kemur af og til furðulegt fólk með enn furðulegri hljóðfæri. Fá krakkarnir kannski að prófa hljóðfærin? Hefur píanóið skroppið saman? Mun ein- hver bresta í söng? Þetta kemur allt í ljós þegar töfradyrnar opnast. – kb Töfradyrnar opnast Gunnar Helgason skemmtir börnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir: „Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga“. Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur hitastýringar- kerfa og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun. Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til: • Að verk- og kostnaðaráætlun sé vönduð og ítarleg. • Að raunsætt mat sé lagt á áætlaðan raforkusparnað. • Hlutfalls orkusparnaðar miðað við kostnað. Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2020 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 6. júní 2020 Umsóknum skal skila rafrænt af vef Orkustofnunar www.os.is undir Orkusjóður Nánari upplýsingar á www.os.is og hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri. Símar 569 6083 – 894 4280 – Netfang jbj@os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2020 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.