Fréttablaðið - 27.02.2020, Page 49

Fréttablaðið - 27.02.2020, Page 49
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Thomasar Möller BAKÞANKAR Gönguferð um Hornstrandir í fyrra opnaði augun mín fyrir gríðarlegu verðmæti ósnort­ innar náttúru. Orðspor landsins okkar sem umhverfisvæns lands með hreinu lofti, ómenguðu vatni og óspilltri náttúru, er líklega verð­ mætasta auðlind okkar. Við stærum okkur af því að um 99% orku sem nýtt er til húshitunar og rafmagns­ framleiðslu á landinu komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ferðaiðnaðurinn er orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Útflutningstekjur hans eru um 500 milljarðar króna á ári sem sam­ svarar tekjum af sjávarútvegi og álframleiðslu samanlögðu. Við verðum að vernda orðspor okkar sem náttúruparadís, þar sem umgengni um náttúruna er til fyrir­ myndar og umhverfismál eru ávallt í fyrirrúmi. Við lofum ferðamönn­ um sem heimsækja okkur að þeir muni upplifa landið sem umhverfis­ vænt og óspillt. Það er eins gott að við getum staðið við það loforð. Í skýrslu sem má finna á vef Hagstofunnar frá 7/11 2018 kemur fram að Ísland er með stærsta kolefnisspor landa í ESB og EFTA eða um 17 tonn á mann á ári. Sví­ þjóð er í 25. sæti með aðeins um fimm tonn á mann. Í rannsókn sem HÍ kynnti nýlega kemur fram að svokallað neysludrifið kolefnis­ spor Íslendinga er það mesta í þróunarríkjum heimsins. Það hefur sem sagt verið staðfest að við erum einir mestu framleiðendur koltvísýrings í heiminum á mann. Ef allir jarðarbúar hegðuðu sér eins og við Íslendingar þá væri líklega óbúandi á jörðinni. Vissulega eru atvinnuvegir okkar, einkaneysla og lífskjör mjög kolefnisfrek. Við getum minnkað útblástur og kolefnisspor með ýmsum hætti. Það ætti að vera for­ gangsmál stjórnvalda, fyrirtækja og almennings að minnka þetta sótspor og vernda þannig okkar góða náttúruorðspor. Kolefnisorðspor Njóttu HEIMILIS- KOKKURINN ELSKAR Þarf aðeins að hita! laugardalsvelli · opið kl. 10-21 öll kvöld Gjafabækur Fræðibækur Fagurbókmenntir Ljóðabækur Rómantík Spennusögur Matreiðslubækur Barnabækur Hannyrðabækur Útivistarbækur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.