Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 2

Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 2
Veður Hæg vestlæg eða breytileg átt og dálítil él V-til í dag, en bjartviðri eystra. Vaxandi suðaustanátt seinni partinn, með 13-20 og fer að rigna SV-lands seint í kvöld og hlýnar. Frost 0 til 5 stig, en víða frostlaust við sjóinn. SJÁ SÍÐU 34 Yfir tvö hundruð á skólamóti NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS MARRAKESH VERÐ FRÁ 137.900 KR. Á MANN M.V. TVO FULLORÐNA 17. - 23. APRÍL 6. NÆTUR, 7. DAGAR STJÓRNSÝSLA Seðlabanki Íslands gæti hafa myndað sér bótaskyldu upp á 14,5 milljónir króna í garð umsækjanda um starf upplýsinga- fulltrúa. Kæru nefnd jafn rétt is mála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Seðlabankinn hefði brotið lög með því að snið ganga mun hæf ari konu og skipa minna hæf ari karl í starf ið. Kærunefnd jafnréttismála komst að sömu niðurstöðu í máli skipunar þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Var ríkislögmanni falið að komast að samkomulagi um málið, var þá niðurstaðan að greiða 20 milljónir í bætur, eða laun í 18 mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er upplýsingafull- trúinn með 810 þúsund krónur í föst laun sem myndi gera um 14,5 milljónir króna á 18 mánuðum. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögmanni er almenna reglan að taka mið af núverandi launum umsækjandans við útreikning bótagreiðslna. Er þá möguleiki að bankinn þurfi einungis að greiða hluta bótaskyldunnar. Seðlabankinn vildi ekki upplýsa um hver innan bankans hefði tekið ákvörðun um ráðningu upplýsinga- fulltrúans að öðru leyti en að Már Guðmundsson, þáverandi seðla- bankastjóri, bæri endanlega ábyrgð á málinu. – ab Bótaskylda gæti numið fjórtán og hálfri milljón Már Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMGÖNGUR Farþegum Strætó á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 6,8 prósent árið 2019. Árið 2018 voru innstig í strætó rétt rúmar 11,4 milljónir en í fyrra voru þau tæpar 12,2 milljónir. Flest innstig í strætó á síðasta ári voru í október, um 1,2 milljónir, en fæst í júlí, 872 þúsund. Olíunotkun Strætó minnkaði um 13,5 prósent á síðasta ári frá árinu á undan. Þá minnkaði einnig losun koltvísýrings um 606 tonn á sama tímabili. – bdj Farþegum í strætó fjölgar Björk Eiðsdóttir hefur tekið við stjórn helgarblaðs Fréttablaðsins. Björk er þrautreynd í blaða- mennsku og ritstjórn, hefur áður verið ritstjóri og útgefandi tíma- ritsins Man, ritstjóri Glamour og efnisþáttarins Lífið í Fréttablaðinu. Áður hefur Björk starfað sem rit- stjóri Séð og heyrt og við dagskrár- gerð á SkjáEinum og Hringbraut. STJÓRNAR HELGARBLAÐINU SAMFÉLAG Deilurnar milli Hregg- viðs Hermannssonar, sem býr að Langholti 1, og nágranna hans, Ragnars Vals Björgvinssonar og Fríðar Sólveigar Hannesardóttur að Langholti 2, hafa staðið yfir um árabil. Þær hófust þegar Ragnar og Fríður fóru í mál við Hreggvið út af veiðiréttindum í Hvítá og hafði Hreggviður betur í þeirri byltu fyrir rétti. Í dag snýst deilan, í ein- földuðu máli, um landamerki vegna makaskipta sem Hreggviður gerði á landskikum við fyrri eiganda jarðar þeirra Ragnars og Fríðar. Sú deila er fyrir dómi hjá Landsrétti en Ragnar og Fríður höfðu betur í þeirri glímu í héraði. Að heimili Ragnars og Fríðar eru tvær innkeyrslur, önnur liggur í gegnum nefndan skika sem Hregg- viður fullyrðir að sé í sinni eigu. Slóðinn er skilgreindur sem héraðs- vegur hjá Hreggviði sem hann segir ekki geta staðist fyrir dómi. Hregg- viður segist hafa lokað aðkeyrslunni með vír eða bandi í mörg hundruð skipti en hjónin og lögreglan skeri jafnharðan á hindrunina. „Ég hef skráð hjá mér hversu oft lögreglan hefur komið á undan- förnum sex árum og telst til að það sé í 360 skipti. Það get ég þó ekki sannreynt því að ég fæ ekki aðgang að gögnum lögreglu og bera þeir fyrir sig umfang þessara gagna. Það segir ýmislegt,“ segir Hreggviður og bætir við að hann efist um að til séu harðsvíraðir glæpamenn sem hafi fengið jafnmargar heimsóknir frá lögreglu. Reglulega hefur soðið upp úr. Þannig var Hreggviður dæmdur í 30 daga fangelsi í héraði í janúar 2018 fyrir þjófnað á tíu bráðabirgða- staurum og sófasetti auk þess að snúa upp á handlegg Fríðar Sól- veigar í eitt skipti. Hann var sýkn- aður í Landsrétti. Ragnar Valur var síðan dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi um mitt ár 2019 fyrir að hafa keyrt á Hreggvið í lok árs 2017. Þeim dómi hefur Ragnar áfrýjað til Lands- réttar. Í mars í fyrra gaf Lögreglu- stjórinn á Suðurlandi út ákæru í fjórum liðum á hendur Hreggviði fyrir eignaspjöll og brot á vega- og umferðarlögum. Ástæðan fyrir því að embættið var úrskurðað vanhæft í héraði var sú að tveir af þremur starfsmönnum á ákærusviði emb- ættisins tengjast hjónunum. Dóttir Fríðar er löglærður fulltrúi á svið- inu og kollegi hennar, Grímur Her- geirsson, tók að sér verkefni sem tengdust erjunum fyrir Ragnar Val er hann starfaði sjálfstætt sem lög- fræðingur. „Embættið er enn vanhæfara núna enda er Grímur settur lög- reglustjóri í dag og hefur haft bein afskipti af deilunni. Það hefur verið bein lína frá nágrönnum mínum inn á borð lögreglu í áraraðir. Ég tel að embættinu hafi verið beitt mis- kunnarlaust gegn mér,“ segir Hregg- viður. bjornth@frettabladid.is Nærri 400 heimsóknir lögreglu á fáum árum Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands um að Lögreglustjór- inn á Suðurlandi sé vanhæfur í dómsmáli sem tengist nágrannaerjum í Flóa- hreppi. Annar deiluaðila hefur skráð hjá sér heimsóknir lögreglumanna. Hreggviður Hermannsson í innkeyrslunni sem hann hefur girt fyrir í hundruð skipta en nágranni jafnharðan tekið niður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ástæðan fyrir því að embættið var úrskurðað vanhæft í héraði var sú að tveir af þremur starfsmönn- um á ákærusviði embættis- ins tengjast hjónunum. Ekki var aðeins leikinn handbolti á Evrópumótinu í gær. Seinni hluta dags fór fram skólamót íþróttafélagsins Fjölnis í Egilshöllinni. Þar áttust við tugir liða og léku handbolta með mjúkum bolta. Keppendur munu hafa verið yfir tvö hundruð. Leikgleðin var allsráðandi og leikmenn sýndu snilli sína. Í hópi leikmanna leyndust efnilegir handboltamenn og hver veit nema einhverjir þeirra rati á Evrópumót framtíðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.