Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 8

Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 8
origo.is Borgartúni 37, 105 Reykjavík TILNEFNINGARNEFND ORIGO HF. auglýsir eftir framboðum til stjórnar. Frestur rennur út föstudaginn 31. janúar 2020. Framboð til stjórnar Origo skal senda til tilnefningarnefndar í síðasta lagi föstudaginn 31. janúar 2020. Aðalfundur Origo verður haldinn þann 6. mars nk. Framboðseyðublöð er hægt að nálgast hér: origo.is og skal skila framboði ásamt ferilskrá á netfangið: tilnefningarnefnd@origo.is Almennur framboðsfrestur til stjórnar er fimm dögum fyrir aðalfund skv. samþykktum Origo hf. Störf tilnefningarnefndar takmarka ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að því tímamarki, en um slík framboð verður ekki fjallað í tillögu tilnefningarnefndar. Rökstudd tillaga tilnefningarnefndar um samsetningu stjórnar verður birt samhliða aðalfundarboði. NOREGUR Mikil ólga er í norskum stjórnmálum vegna ákvörðunar rík- isstjórnar Noregs um að flytja 29 ára gamla norska konu og börn hennar tvö frá Írak, en konan hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Siv Jensen, formaður Framfara- flokksins, sem á sæti í ríkisstjórn- inni, segir að hún sætti sig ekki við ákvörðun stjórnarinnar. Eftir fund með f lokksmönnum á miðviku- daginn sagði hún að þetta mál væri kornið sem fyllti mælinn. Norsk stjórnvöld ættu ekki að aðstoða hryðjuverkafólk. Jensen ætlar hins vegar ekki að slíta stjórnarsamstarfinu, heldur mun hún funda með Ernu Solberg forsætisráðherra um auknar kröfur af hálfu Framfaraf lokksins. Kröf- urnar hafa ekki verið opinberaðar en stjórnmálaskýrendur í Noregi telja líklegt að þær feli í sér harðari innflytjendastefnu. Staðan er f lókin þar sem ekki er hægt að einfaldlega slíta stjórnar- samstarfinu og boða til kosninga. Konan sem um ræðir er norskur ríkisborgari af pakistönsku bergi brotin. Hún fór til Sýrlands árið 2012 og giftist þar vígamanni ISIS. Hún á með honum tvö börn og hefur hún haldið til ásamt börnunum í flótta- mannabúðum í Írak. Eldra barnið, fimm ára drengur, er alvarlega veikur. Nils Christian Nordhus, lögmaður fjölskyldunnar, segir að hann þjáist af öndunarerfið- leikum og sé mjög léttur. Konan og börnin eru nú á leiðinni til Noregs og verður hún handtekin við kom- una. Faðir hennar segir í samtali við Dagbladet að fjölskyldan sé undir- búin fyrir réttarhöld. „Ég treysti því að réttarkerfið taki af sanngirni á máli dóttur minnar,“ sagði hann, en fjölskyldan í Noregi hefur aldrei hitt börnin tvö. Erna Solberg segir að hún vilji ekki sérstaklega flytja norska ríkis- borgara sem hafi gengið til liðs við ISIS aftur til landsins, það sem skipti máli sé drengurinn. Hefur norska dagblaðið VG eftir heimildarmönn- um að Solberg hafi ákveðið á fundi að hann skipti meira máli en friður innan ríkisstjórnarinnar. „Hvorki ég né flokkurinn viljum fá ISIS-liða aftur til Noregs. Vandinn er hins vegar sá að við þurfum að velja á milli þess að flytja til lands- ins veikt barn með móður sinni – eða hætta lífi norsks drengs á okkar vakt. Ég er ekki að fara að láta fimm ára dreng deyja í Sýrlandi,“ sagði í SMS-skilaboðum Solberg til ritara síns, Rune Alstadsæter, sem birt var í VG í vikunni. Staða Jensen innan Framfara- flokksins er veik um þessar mundir og eru líkur á að henni verði bolað út á landsfundi f lokksins í vor. Jensen sagði við NRK á fimmtu- dag að hún hyggist beita sér fyrir auknum áhrifum flokksins innan ríkisstjórnarinnar. „Það sem skiptir okkur máli er að hafa áhrif. Það er markmiðið með því að sitja í ríkis- stjórn,“ sagði Jensen. Reyndi hún svo að höfða til Solberg með því að segja að ef flokkarnir væru duglegri að fá sitt fram í málum sem skiptu þá máli þá yrði ríkisstjórnin vinsælli í skoð- anakönnunum. Trine Skei Grande, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sem á einnig sæti í ríkisstjórninni, segir það ekki koma til greina að breyta stjórnarsáttmál- anum. Hefur hún lýst ánægju sinni með ákvörðunina um að f lytja móðurina og börnin tvö til lands- ins. „Við erum sátt við stjórnarsátt- málann sem við gerðum, við sjáum enga ástæðu til að breyta honum,“ sagði Skei Grande við VG. „Það eru þau sem eru ósátt, ekki við.“ arib@frettabladid.is Stjórnin klofin vegna flutnings konu Móðirin og börnin tvo hafa búið að undanförnu í flóttamannabúðum í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ágreiningur er innan norsku ríkisstjórnarinn- ar um hvort flytja eigi til landsins norska konu, sem gekk til liðs við hryðjuverkasamtök, og langveikt barn hennar. Framfaraflokkurinn krefst meiri áhrifa inn- an ríkisstjórnarinnar. Siv Jensen, formaður Framfaraflokks- ins BRETLAND Ein eftirsóttasta mynt veraldar seldist á dögunum fyrir eina milljón sterlingspunda til einkasafnara. Sú upphæð samsvar- ar um 160 milljónum króna. Um er að ræða breska mynt sem var slegin árið 1936 og skartar prófílmynd Ját- varðs áttunda konungs. Eins og frægt er var Játvarður aðeins konungur í 326 daga þetta tiltekna ár. Hann tilkynnti þá um vilja sinn til þess að kvænast banda- rísku yfirstéttarkonunni Wallis Simpson. Simspon var fráskilin og bönnuðu lög landsins því ráða- hag hennar og konungs. Andstaða ríkisstjórnar Bretlands við þennan ráðahag var slík að Játvarður ákvað að afsala sér krúnunni frekar en að valda stjórnarkreppu í landinu með hjónabandinu. Tók bróðir hans, Georg sjötti, við krúnunni þann 11. desember 1936. Árið 1937 giftust síðan Wallis og Játvarður og voru titluð hertogahjón af Windsor til æviloka. Myntin er eftirsótt fyrir þær sakir að aðeins voru búin til sex prufueintök en myntin fór aldrei í almenna dreifingu því Játvarður sagði af sér konungdómi áður. Þá er myntin talin sérstök fyrir þær sakir að löng hefð var brotin við slátt hennar. Nýir valdhafar horfðu yfirleitt í öfuga átt við forvera sína en Játvarði fannst vinstri prófíll sinn mun fallegri en sá hægri og því horfði hann í sömu átt og faðir hans, Georg fimmti. Því fer þó fjarri að breska myntin sé sú dýrasta sem hefur selst. Þann heiður á eins dollara mynt sem var slegin árið 1794. Söluverð hennar var rúmlega 10 milljónir dollara árið 2013, eða um 1,2 milljarðar króna. – bþ Fágæt mynt frá Bretlandi seldist á 160 milljónir Játvarður áttundi horfði í öfuga átt. MYND/THE ROYAL MINT Myntin fór aldrei í dreifingu en sex prufuein- tök voru slegin. 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.