Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 10

Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 10
Um 97 prósent Líbíumanna eru múslímskir súnnítar. Engu að síður spilar afstaða til trúmála inn í þessi átök. Bræðralag múslíma hefur notið meiri viðurkenningar vestan megin, er litið hornauga austan megin. Katar hefur stutt við Bræðralag múslíma víða um lönd en andstæðingarnir austan megin og stuðningsþjóðir þeirra á borð við Sádi-Arabíu og SAF telja samtökin til hryðjuverkamanna. Bræðralag múslíma vill koma á sjaríalögum og frelsa íslömsk ríki undan heimsvaldastefnu og sam- eina. Bræðralagið hefur haft bein og óbein áhrif á ýmsa íslamska vígahópa og hryðjuverkasamtök og er af mörgum talið hugmynda- fræðilegur forveri íslamska ríkisins og al-Kaída. Stærri ríki breiða út faðm sinn Tyrkir hafa sent hermenn og ráð- gjafa til Trípólí og nýverið sam- þykkti tyrkneska þingið að senda 2.000 manna herlið til að berjast í borgarastyrjöldinni. Þar á meðal eru Sham-vígasveitirnar í Sýr- landi sem tengdar eru Múslímska bræðralaginu og hinar illræmdu Sultan Murad-vígasveitir sýrlenskra Tyrkja. Recep Erdogan, forseti Tyrkja, er ekki aðeins að hjálpa bandamanni í neyð, heldur einnig sjálfum sér. Efnahagur Tyrkja hefur síðustu tvö árin verið bágborinn og vinsældir Erdogan sjaldan minni. Þátttakan í Líbíu kann að af la honum meiri stuðnings. Á hinn bóginn hafa Rússar stutt Haftar með margvíslegum hætti. Hann nýtur til að mynda verulegs stuðnings málaliða frá fyrirtækinu ChVK Wagner sem starfar víða um heim, svo sem í Sýrlandi, Mósam- bík, Súdan og Venesúela. Fyrirtækið er í eigu náins samstarfsmanns Pút- íns. Rússar eru sagðir hafa sett upp herstöðvar í Bengasi og Tóbrúk. Olían öll Inn í stríðsátökin blandast síðan gríðarlegir hagsmunir tengdir olíu- og gasvinnslu í landinu sem hefur stærstu þekktu olíulindir Afríku. Um mitt ár 2018 gerði stærsta olíu- og gasfyrirtæki Ítalíu, ENI – sem gegnir lykilhlutverki við mótun ítalskrar utanríkisstefnu – víðtækan samstarfssamning við ríkisolíufélagið í Trípólí. Þá hafa Tyrkir stutt ríkisstjórnina í Trípólí gegn nýlegum risasamning- um um gasvinnslu í landhelgi Líbíu. Á sama tíma hefur ríkisstjórnin í Trípólí afturkallað starfsleyfi franska olíufélagsins Total vegna stuðnings Frakka við Haftar, sem ræður nú yfir nær allri olíuvinnslu landsins. Hann hefur yfir frönskum herþotum að ráða, sem fransk- menntaðir f lugmenn Sameinuðu arabísku furstadæmanna fljúga. Hörmulegt ástand flóttamanna Til að auka enn á hörmulegt stríðs- ástandið eru miklir fólksflutningar frá Afríku og Miðausturlöndum. Þúsundir f lóttamanna á leið sinni norður verða fyrir misþyrmingum og of beldi og eru margir stranda- glópar neyddir til að þola ómannúð- legar aðstæður í varðhaldi. Talið er að í landinu séu meira en 636 þúsund innflytjendur og flóttamenn, þar af um 6 þúsund í haldi í umdeildum búðum. Pólitísk lausn eða hernaðarleg? Síðustu fjögur ár hafa SÞ lagt í mikla vinnu í að leiða borgarastyrjöldina til friðsamlegra lykta. Þrátt fyrir að herforinginn Haftar sé kominn með sveitir sínar nálægt miðborg Trí- pólí, leita fulltrúar SÞ enn pólitískra lausna. Ýmsar friðarviðræður hafa verið milli stríðandi fylkinga. Í þessari viku reyndu Pútín og Erdogan að miðla málum í Moskvu en ekkert gekk. Nýjasta útspilið er leiðtogafundur um Líbíu sem haldinn verður í Berlín á sunnudag. Þar munu Þjóðverjar undir forystu Angelu Merkel reyna að sannfæra stríðandi fylkingar um vopnahlé. Auk þeirra munu mæta fulltrúar frá Bretlandi, Tyrk- landi, Rússlandi, Frakklandi, Ítalíu, Egyptalandi og SAF. Auk þeirra verða þar fulltrúar Evrópusam- bandsins, Arababandalagsins og fleiri. Staða Haftar hefur styrkst gagn- vart þjóðarráðinu í Trípólí. Hann býr yfir mun meira hervaldi, hefur náð stærstum hluta landsins undir sig ásamt mikilvægri olíufram- leiðslu. Hann er nokkrum kílómetr- um frá miðborg Trípólí. Stuðningur við stjórn Haftar virðist mörgum því vera eina leiðin til að sameina Líbíu á ný og koma á stöðugleika. Það gæti verið upptaktur að því að hinn sterki stýri landinu af hörku. Sú sviðsmynd er hins vegar ekki góð fyrir þegar hrjáðan almenning í landinu. Langvinnt borgarastríð hefur staðið yfir í Líbíu í Norður-Afríku allt frá árinu 2011 þegar fólk reis upp gegn einræðis-herranum Muammar Gaddafi. Stuttu seinna skárust Bandaríkin og önnur NATO-ríki í leikinn. Eftir að Gaddafi var felldur hafa átök í landinu lagt það í rúst og þúsundir liggja í valnum. Níu árum síðar er Líbía, með sínar 7 milljónir íbúa, enn undirlögð af stríðsátökum. Að Gaddafi gengnum tók Þjóðarráð Líbíu við völdum en náði ekki að stilla til friðar. Eftir kosningar árið 2012 náði annar f lokkur, Almenna þjóðarráðið, meirihluta og myndaði ríkisstjórn sem entist til 2014. Nýkjörið þing f lýði til borgarinnar Tóbrúk. Eftir sat forseti ráðsins í Trípólí. Afleiðingin varð nær alger upp- lausn og stjórnleysi. Herforingj- anum Khalifa Haftar, með tals- verðum stuðningi frá almenningi, tókst að ná austurhluta landsins á skömmum tíma. Frá árinu 2014 hafa í raun verið tvær ríkisstjórnir í landinu. Vestan megin er ríkisstjórn kennd við Almenna þjóðarráðið, í höfuðborg- inni Trípólí, sem nýtur viðurkenn- ingar SÞ en var upphaf lega með engan her. Í Tóbrúkborg í austur- hlutanum er ríkisstjórn sem kennir sig við Fulltrúadeild og er stýrt af Haftar. Sterkur her hans hefur náð yfirráðum yfir langstærstum hluta landsins. Eftir margar mislukkaðar málamiðlanir hóf Haftar í apríl 2019 hernað gegn Trípólí og situr nú um borgina. Hann er nú nokkrum kíló- metrum frá miðborginni. Um hvað er barist? Líbíu hefur lengst af verið skipt í þrjú svæði, Trípólítana í vestri og Kýrenækeu að austan og þriðja hér- aðið, Fessan, sem er inni í landinu að suðri og vestri í þurri eyðimörk- inni. Líbíu var stýrt af Tyrkjaveldi eða Ottómanveldinu frá 1551–1912. Áhrif þeirra eru enn talsverð. Tyrk- neskir Líbíumenn eru 1,4 milljónir og eru þriðji stærsti þjóðarhópur- inn á eftir Aröbum og Berbum. Hinir tyrknesku forfeður hafa efa- lítið hjálpað Fayez al-Sarraj, núver- andi forsætisráðherra í Trípólí, að fá liðsinni Tyrklands. Ítalir sem tóku við af Tyrkjaveldi árið 1912 eiga þar einnig sterkar rætur. Frá árinu 1927 ráku þeir tvær nýlendur Trípólítana að vestan og Kýrenækeu að austan. Árið 1934 voru þær síðan sameinaðar í eina nýlendu, Ítölsku Líbíu, sem var stýrt af hörku enda var andspyrna heimamanna sterk. Árið 1951 lýsti Líbía yfir sjálf- stæði með stofnun konungsríkis. Uppgötvun mikilla olíulinda átta árum síðar varð til þess að landið auðgaðist mjög og átök hagsmuna- hópa jukust. Árið 1969 framdi Gadd af i valdarán og stofnaði alþýðulýðveldi. Arabískt vorhret og Bræðralag múslíma Að hluta til er borgarastyrjöldin endurtekning á svæðisbundinni valdabaráttu í kjölfar arabíska vors- ins, sem Tyrkland og Katar studdu að hluta og lögðust gegn Egypta- landi, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF). Með stuðningi ríkja á borð við Sádi- Arabíu og SAF hefur stjórnlyndum öflum vaxið ásmegin í ríkjum á borð við Egyptaland, Alsír og Súdan. T J A DN Í G E R S Ú D A N A L S Í R T Ú N I S EGYPTALAND L Í B Ý A n Ríkisstjórnin í Trípólí (studd af SÞ) n Ættflokkar og vígasveitir n Hersveitir ríkisstjórnar Fulltrúadeildarinnar (Haftar) Olíulindir ✿ Yfirráðasvæði stríðandi fylkinga í Líbíu Trípólí Sírte Bengasí Tóbrúk M I Ð J A R Ð A R H A F I Ð Enn geisar borgarastríðið í Líbíu Í Líbíu berjast tvær fylkingar: Ríkisstjórn Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkennir og ríkisstjórn með herforingjann Khalifa Haftar sem hefur náð yfirráðum yfir langstærstum hluta Líbíu. Undir forsæti Þjóðverja er reynt að miðla málum þessa helgina í Berlín. Hersveitir Haftar sitja nú um höfuðborgina Trípólí. Þær berjast nú nokkrum kílómetrum frá miðborginni. NORDICPHOTOS/AFP Hver styður hvern? Styðja Haftar: n Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, helstu stuðnings- menn Haftar, vilja hefta útbreiðslu pólitísks íslams, einkum Bræðralags múslíma. n Egyptar undir stjórn el-Sisi forseta hafa andúð á Mús- límska bræðralaginu og vilja varast lýðræðislega þróun. n Frakkar styðja viðleitni til friðsamlegrar lausnar en hafa stutt Haftar með vopnum og hernaðarupplýsingum. n Rússar hafa beitt neitunar- valdi gegn ályktunum Öryggisráðs SÞ um að stöðva framgang Haftar. Fjöldi rúss- neskra málaliða berst með sveitum Haftar. n Bandaríkin styðja viðleitni SÞ en Donald Trump hefur sagst ekki vilja frekari afskipti af Líbíu. Trump hefur hrósað Haftar og beitt neitunarvaldi gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. n Sádi-Arabía styður Haftar sem hefur verið tíður gestur í Ríad. Vill hefta framgang Múslímska bræðralagsins og uppgang Sjíta. n Súdan hefur sent þúsundir hermanna til Haftar í Líbíu. n Jórdanir styðja Haftar og hafa sent brynvarða flutningabíla. Styðja ríkisstjórnina í Trípólí n Tyrkland hefur veitt hernað- araðstoð og herlið. Sendi m.a. liðsmenn alræmdra víga- sveita sýrlenskra Tyrkja. n Katar styður Trípólí vegna Bræðralags múslíma. Lék stórt hlutverk í að koma Gadd afi frá völdum en hefur síðan takmarkað stuðning með diplómatískum hætti. n Ítalía styður aðgerðir SÞ og ríkisstjórnina í Trípólí. Hefur áhyggjur af aðstöðu ítalska olíurisans ENI. n Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið viður- kenna og styðja ríkisstjórnina í Trípólí með margvíslegum hætti. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.