Fréttablaðið - 18.01.2020, Qupperneq 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Evrópa yrði
að bregðast
við með
öflugri
áherslu á
rannsóknir
og menntun
og nýta
ávinninginn
af innri
markaði
álfunnar
betur.
Samkeppni
geti skilað
miklum
afköstum.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Umfjöllun um bresku konungsfjölskylduna hefur fyllt síður blaðanna í kjölfar þess að Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan
Markle tilkynntu að þau hygðust segja sig frá opin-
berum embættisskyldum innan krúnunnar. Deilur
fjölskyldunnar fóru fram fyrir opnum tjöldum í
gegnum ásakanir í fjölmiðlum. „Nánir vinir“ Harry
sögðu konungsfjölskylduna hafa komið illa fram við
Harry og Meghan sem vildu nútímavæða krúnuna
og sökuðu Vilhjálm prins um að reyna að bola þeim
burtu úr fjölskyldunni. „Nánir vinir Vilhjálms“ sögðu
Vilhjálm vonsvikinn yfir því að konungsfjölskyldan
væri ekki lengur „samstiga lið“ en hann vonaði að
bróðir hans sæi að sér og gerðist aftur „meðspilari“.
Vilhjálmur prins var ekki sá eini sem kallaði
eftir aukinni liðsheild í vikunni. Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra skammaði lækna sem
lýstu aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans sem
„neyðarástandi“ og „skelfingarflækju“ og sagðist eiga
erfitt með að „standa með“ Landspítalanum þegar
út úr honum streymdu „ályktanir á færibandi“ um
að stofnunin væri „nánast hættuleg“. Svandís sagðist
vilja eiga fleiri „hauka í horni“ meðal lækna og hvatti
þá jafnframt til að hætta að „tala niður spítalann“.
Misvanhæfir flokksgæðingar
Kunningi minn frá Íran sagði mér einu sinni sögu
frá heimalandi sínu sem setið hefur í mér æ síðan.
Sem nemandi í eðlisfræði við háskólann í Teheran á
níunda áratugnum varð hann var við að framgangur
stúdenta við útskrift hélst ekki í hendur við frammi-
stöðu í námi heldur hversu mikla hollustu þeir sýndu
stjórnvöldum. Fullir gremju fylgdust þeir sem ekki
voru í klíkunni með embættismannakerfi borgar-
innar fyllast af misvanhæfum flokksgæðingum.
Afleiðingar ráðningarstefnunnar virtust kunningja
mínum þó í fyrstu ekki tiltakanlegar. En svo var það
einn daginn að ráðamenn og já-menn þeirra mættu
í hverfið hans og vildu byggja tjörn. „Er það nokkuð
mál?“ spurðu valdhafar. „Ekkert mál,“ svöruðu já-
mennirnir, verkfræðingar borgarinnar sem komu að
vörmu spori brunandi með fylgispektina og skurð-
gröfur að vopni og hófu að grafa holu.
Verkið sóttist þeim vel og þegar holan hafði náð
nokkurri dýpt var dælt í hana vatni. Íbúar hverfisins
sem fylgst höfðu efablandnir með framkvæmdunum
vörpuðu öndinni léttar. Þeir höfðu eignast þessa fal-
legu tjörn. En svo fór að rigna. Sakleysislegur punt-
pollurinn breyttist skyndilega í voveiflegt f ljót sem
streymdi hvítfyssandi um götur og stræti.
Ósk um þýlyndi
Í ár eru tíu ár liðin frá því að skýrsla rannsóknarnefnd-
ar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku
bankanna 2008 kom út. Í skýrslunni var meðal annars
fjallað um hve fáir þorðu að tjá sig gagnrýnið um það
sem þá var talið íslenska bankaundrið. Í skýrslunni
er sagt frá því þegar Vilhjálmi Bjarnasyni, sem þá
starfaði sem lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands,
barst hótun frá Kaupþingi um að styrkur bankans til
deildarinnar yrði dreginn til baka ef Vilhjálmur yrði
þar áfram við störf og léti ekki af gagnrýni sinni.
Við munum öll hvað gerðist síðast þegar bannað var
að „tala niður“ hluti. Já-menn eru ekki aðeins gagns-
lausir heldur eru þeir beinlínis hættulegir. Ragnar
Freyr Ingvarsson læknir svaraði kröfu heilbrigðis-
ráðherra á þá leið að það væri brot á læknaeiðnum að
segja ekki frá ástandinu á Landspítalanum og bráða-
móttökunni.
Meðspilarar eru eflaust ágætir í hópíþróttum. Ósk
frá yfirmanni um að menn gangi samstiga og séu
haukar í horni – hvort sem um ræðir ráðherra yfir
fjársveltum málaflokki eða prins yfir úreltri tíma-
skekkju – er ósk um þýlyndi, undirgefni og gagn-
rýnisleysi. Það er þannig sem við endum með nakinn
keisara og tjörn sem flæðir yfir bakka sína.
Prinsinn og
heilbrigðisráðherrann
Fróðlegt var í vikunni að lesa viðtal Lionels Barber, ritstjóra breska dagblaðsins Financial Times, við Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Barber lýsti hörkulegu vetrarveðri þennan dag í Berlín og taldi það samsvara hinum
pólitísku veðrum. Hvert sem Angela Merkel horfir
hlaðast upp óveðursský alþjóðastjórnmála og hart er
sótt að þeim gildum sem hún hefur djarfast varið.
Barber sagði að sem fyrr hefði Merkel haldið ró sinni
og varfærni, vegið hvert orð án tilfinningasemi. Hún
væri staðráðin í að varðveita og styðja stefnu fjölþjóð-
legrar samvinnu þjóða, sem á undir högg að sækja á
tímum Trumps, Brexit og Pútíns.
Merkel lýsti yfir áhyggjum af því að lærdómar síðari
heimsstyrjaldar sem skutu rótum alþjóðastofnana á
borð við Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar
væru að fjarlægjast. En þrátt fyrir réttmæta gagnrýni
á þessar fjölþjóðlegu stofnanir væri hún enn sannfærð
um að leiðin fram á veg sé marghliða ríkjasamstarf.
„Séum við hreinskilin, þá voru Bretar ósáttir við
margar ráðstafanir um aukna Evrópusamvinnu, hvort
sem það var samstarf varðandi innra öryggi, evru eða
Schengen. Bretland var ekki þátttakandi á mörgum
þeim sviðum sem fólu í sér framþróun sambandsins,“
sagði Merkel um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Hún bætti þó við að dyr sambandsins myndu ávallt
standa Bretum opnar. Hún taldi að Evrópa yrði að
bregðast við með öflugri áherslu á rannsóknir og
menntun og nýta ávinninginn af innri markaði álf-
unnar betur. Samkeppni geti skilað miklum afköstum.
Flestum er ljóst að lengi hafa straumar ekki legið
saman milli Merkel og Trumps. Aðspurð hvort það velti
á persónunum eða sé vegna áherslubreytinga, sagðist
hún telja að það lægi meira í stjórnmálaþróun. Í áraraðir
hefði áhersla Bandaríkjanna á Evrópu færst yfir til Asíu.
Uppgangur Kína varð henni að umtalsefni. Ekki
megi loka augunum fyrir varhugaverðum samkeppnis-
háttum og mannréttindabrotum Kínverja. Hún sagði þá
þó hafa áhugaverðar hugmyndir og hafa þróast hratt og
ris þeirra byggst að miklu leyti á vinnusemi, sköpunar-
gáfu og tæknikunnáttu.
Þegar kemur að samkeppni við Kína horfi hún á
Evrópusambandið sem líftryggingu. „Þýskaland er allt
of lítið til að hafa landfræðipólitísk áhrif á eigin spýtur.
Þess vegna þurfum við að nýta okkur allan ávinning af
innri markaði.“
Kanslarinn sagði að Evrópubúar þyrftu að axla meiri
ábyrgð og vera raunsærri þegar kemur að varnarmálum.
„Við munum ekki vera sjálfstæð í hernaðarlegu tilliti
í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði hún og minnti á að
Atlantshafsbandalagið væri enn afar mikilvægt fyrir
sameiginlegar varnarskuldbindingar. Engu að síður
verði Evrópa að þróa eigin hernaðargetu vegna svæða
þar sem NATO hafi minni afskipti. Evrópa verði að geta
brugðist við ef nauðsyn krefur. Dæmi þar um séu átök í
Afríku og hryðjuverkastarfsemi.
Skilaboð Merkel eru einföld og skýr: Öflugt marg-
hliða ríkjasamstarf, hvort sem er á sviði efnahags- eða
varnarmála, mun skila Evrópuríkjunum fram á veg.
Kanslarinn
1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN