Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 18
Helga segir meðvitaða kynhegðun og Tantra-æfingar sem hún fór að stunda fyrir um einu og hálfu ári hafa gert hana frjálsa í eigin skinni og í raun breytt því hver hún er. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Helga er menntuð bæði sem verk-fræðingur og jóga-kennari og segir fólk hafa gaman af því að bera þessa
tvo titla saman vegna augljósra
andstæðna þeirra. „En raungreina-
heimurinn og jógaheimurinn hafa
báðir fylgt mér allt frá því ég var ung
kona.“
Vendipunktur varð í lífi Helgu
fyrir um þremur árum en hún seg-
ist þá hafa upplifað kulnun í lífi og
starfi sínu sem verkfræðingur og í
framhaldi sagt starfi sínu lausu og
einbeitt sér að jógakennslu sem hún
starfar við enn í dag. Það var svo
fyrir um einu og hálfu ári að Helga
fór að skoða það sem hún kallar
meðvitaða kynhegðun og Tantra.
„Þessi vinna leiddi mig á end-
anum á námskeið sem ég sótti hér
á landi. Þar opnaðist þessi heimur
fyrir mér og ég náði að hreinsa
ýmislegt gamalt út og kynntist
sjálfri mér sem kynveru upp á nýtt.
Ég varð frjáls í eigin skinni, bæði
sem kynvera og sem manneskjan
Helga en þetta hangir allt saman.“
Öll með hömlur og bælingar
Helga hefur síðan haldið þrjú sex
vikna námskeið undir yfirskrift-
inni Kvenleiki, nánd, kynorka.
„Mín reynsla er sú að við erum öll,
bæði karl- og kvenkyns, að burðast
með skömm, hömlur og bælingar í
tengslum við það að vera kynvera.
Ég þekki þó reynsluheim kvenna
betur og veit hvaða sársauka við
berum oft á tíðum.
Ég er viss um að karlmenn finni
fyrir svipuðum tilfinningum en
ekki af sama meiði. Karlar hafa
upplifað pressu á að standa sig
alltaf, vera alltaf graðir og alltaf
til. Ef þeir eiga marga bólfélaga eru
þeir f lottir en annars ekki. Í okkar
samfélagi er það aftur á móti helst
drusluskömmun sem konur burðast
með. Ég er að verða fertug og mín
upplifun og kvenna á mínu reki er
mikið á þá leið að ekkert var talað
um kynlíf á okkar yngri árum og
lítið var um fræðslu. Við áttum alls
ekki að vera kynferðislega virkar og
ef við vorum það vorum við stimpl-
aðar druslur.
Stundum blandast of beldi og
áreitni inn í þessa skömm og ótt-
inn við að einhver geri manni eitt-
hvað sem maður ekki vill. Í mínu
tilfelli hefur aðalvinnan falist í því
að skammast mín ekki fyrir að vera
kynvera.“
Sælustund með sjálfum sér
Helga segir aðalráð sitt til annarra
kvenna vera að kynnast sjálfum sér.
„Ég segi þeim að kafa djúpt í hvað
þær í raun vilji og hvet þær til að
verða sinn eigin besti elskhugi. Við
erum margar bara búnar að kanna
kynlíf með öðrum. Við höfum
kannski stundað sjálfsfróun sem
einfalda losun ef okkur leiðist eða
eigum til dæmis erfitt með að sofna.
En ég hvet konur til að nálgast sjálf-
ar sig sem elskhuga. Það er langur
vegur á milli sjálfsfróunar og þess
að eiga sælustund með sjálfum sér.
Ég mæli með því að byrja að
snerta sig af meiri næmni. Ekki ein-
blína á kynfærin. Það má til dæmis
kyssa sjálfan sig, á handarbakið eða
einhvern annan stað sem maður
nær á. Þetta er stórt skref fyrir
marga. Að leyfa sér að upplifa þessa
snertingu með núvitundar nálgun
á sælu, snertingu og skynjun. Oft
er þetta svolítið óyfirstíganlegt
verkefni, að eiga að gæla við sig í 20
mínútur.“
Helga segir að þá megi taka minni
skref með því til að mynda að ein-
beita sér að því hvernig maður ber á
sig líkamskrem. „Gera það af alúð en
ekki í f lýti. Hvernig myndi maður
bera krem á elskhuga sinn? Eða
til dæmis að gera sturtuferðina að
skynjunarleik og leyfa sér að koma
við líkama sinn og skynja hann.
Þessar æfingar eru með það að
markmiði að kynnast sjálfum sér og
þegar við höfum komist að því hvað
okkur sjálfum finnst gott getum við
miðlað því til elskhuga okkar. Þá
þarf maður að æfa sig í að segja upp-
hátt hvað maður vill og hvað ekki.“
Eiginmaðurinn upplifði ótta
Helga viðurkennir að eiginmanni
hennar til tólf ára hafi upphaflega
þótt það skrítið þegar hún sagðist
ætla að fara á krassandi vikunám-
skeið í Tantraskóla. „Hann upplifði
auðvitað mismunandi litróf tilfinn-
inga, hvatti mig til að gera það sem
ég vildi en óttaðist jafnframt að á
milli okkar gæti myndast ákveðið
bil. Að ég myndi fjarlægjast hann.“
Helga segir óttann þó hafa verið
ástæðulausan og að hún hafi komið
til baka bæði saklausari og for-
vitnari. „Ég upplifði meira sakleysi
því ég var búin að losa mig við svo
mikla skömm, var hætt að skamm-
ast mín fyrir að vera kynvera. Ég
kom því með þetta heilbrigða sak-
leysi og forvitni að hans líkama og
það kom strax fallegur og ferskur
vindur inn í samlíf okkar.
En þetta er líka f lókið, að annar
aðilinn sé allt í einu kominn inn í
alls konar Tantra-pælingar og er
þannig ljósárum á undan á vissum
sviðum. Maður getur ekkert komið
heim og dömpað öllu á makann og
ég viðurkenni alveg að þetta ferli
er alveg búið að vera upp og niður
enda hefur þetta í raun breytt því
hver ég er.“
Er ekki ein í þessari byltingu
„Ég leyfi mér að finna það sem
kemur yfir mig, hvort sem það er
gleði, sorg, reiði eða kynlöngun.
Það er ekki lengur neitt innra með
mér sem segir mér að tilfinningin
sé ekki viðeigandi. Svo auðvitað
er ég farin að upplifa sælu ein með
sjálfri mér, en ég hefði aldrei getað
ímyndað mér hvert unaður og sæla
gætu farið. Mér finnst ég ótrúlega
frjáls. Ég veit að ég má finna allt – ég
verði ekkert hættuleg,“ segir Helga
og hlær.
„Þarna kemur aftur þessi druslu-
skömmun og óttinn við að við það
að leysa kynorkuna úr læðingi verði
maður eitthvert skrímsli með brók-
arsótt. Ég er alls ekkert ein í þessari
byltingu, það eru alltaf að poppa
upp fleiri námskeið og erindi sem
stuðla að því að við séum frjálsari í
eigin skinni. Ég held að næsta ástar-
bylting sé að hefjast.“
Boðar nýja ástarbyltingu
Helga Snjólfsdóttir er ein þeirra sem tala á fyrirlestraröðinni Bara það besta 2020 sem fram fer í Hörpu í dag,
18. janúar. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina Kynorka og nánd en hún vill kenna fólki að vera sinn besti elskhugi.
SVO AUÐVITAÐ ER ÉG
FARIN AÐ UPPLIFA SÆLU
EIN MEÐ SJÁLFRI MÉR, EN
ÉG HEFÐI ALDREI GETAÐ
ÍMYNDAÐ MÉR HVERT
UNAÐUR OG SÆLA GÆTU
FARIÐ.
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HELGIN