Fréttablaðið - 18.01.2020, Side 37
Lögmaður Mosfellsbæjar
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar leita að öflugum lögmanni til starfa
Lögmaður Mosfellsbæjar hefur yfirumsjón með lögfræðilegum
málefnum á vegum bæjarins. Hann er ráðgjafi bæjarstjóra,
bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda, sviða, deilda og stofnana bæjarins
varðandi lögfræðileg málefni. Hann ber ábyrgð á og stýrir
undirbúningi og flutningi dómsmála fyrir dómstólum landsins og sér
um samskipti við lögmenn utanhúss.
Lögmaður veitir ráðgjöf við samningaumleitanir, samningagerð og
aðra skjalagerð, ásamt því að veita veita upplýsingar um
tryggingamál. Lögmaður Mosfellsbæjar er ritari bæjarráðs og
bæjarstjórnar og sér um boðun funda og samskipti við kjörna fulltrúa
í samvinnu við formann bæjarráðs, forseta bæjarstjórnar og
bæjarstjóra eftir atvikum. Lögmaður starfar á þjónustu- og
samskiptadeild bæjarins.
Sækja skal um starfið á ráðningarvef
Mosfellsbæjar, www.mos.is
Menntunar- og hæfnikröfur:
● Kandídats- eða meistarapróf í lögfræði er skilyrði.
● Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi eru skilyrði.
● Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt.
● Haldbær reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
● Þekking á lögum um skipulags- og umhverfismál og verktakarétti
æskileg.
● Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
● Góð samskiptafærni og tölvukunnátta er nauðsynleg.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem virðing, jákvæðni,
framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2020.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá
reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu-
og samskiptadeildar í síma 525 6700. Um framtíðarstöðu er að ræða.
Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf
óháð kyni.
Sálfræðingur óskast til starfa
Sækja skal um störfin á ráðningarvef
Mosfellsbæjar, www.mos.is
Sálfræðingur sinnir sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla bæjarins.
Í Mosfellsbæ er öflugt og fjölbreytilegt skólastarf.
Sálfræðingur starfar á frístunda- og fræðslusviði
Mosfellsbæjar og sinnir sérfræðiþjónustu innan
málaflokksins á fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar.
Sálfræðingur sinnir almennri sálfræðiþjónustu við leik- og
grunnskóla bæjarins. Starfsmaður ber ábyrgð verkefnum
sem tengjast sálfræðilegri ráðgjöf, flóknum greiningum og
handleiðslu til barna í skólum og/eða leikskólum og
forráðamanna þeirra. Hann tekur þátt í samstarfi við aðra
aðila sem koma að málefnum barna, sem og í
forvarnarstarfi, almennri fræðslu og upplýsingagjöf,
stefnumörkun og framkvæmd nýbreytni- og þróunarverkefna.
Menntunar- og hæfnikröfur:
● Starfsbundin réttindi til að starfa sem sálfræðingur á
Íslandi.
● Góð fagleg þekking nauðsynleg og starfsreynsla æskileg.
● Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samstarfi.
● Haldbær stjórnunarreynsla svo sem verkefnastjórnun
og/eða teymisstjórnun.
● Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, jákvæðni og færni í
þverfaglegu samstarfi.
● Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja mál fram í
ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2020. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun
og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og
frístundasviðs í síma 525-6700.Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl.
Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.
Þverholt 2 | Mosfellsbær 270 | Sími 525 6700 | mos.is
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem
virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós
starfsmanna í daglegu starfi.
Maskína leitar að öflugum liðsmönnum
Yfirmaður markaðsrannsókna
Við leitum að viðskiptatengli með reynslu af markaðsrannsóknum til að leiða frekari uppbyggingu á sviðinu. Í starfinu felst
yfirumsjón með markaðsrannsóknum og greining á markaði. Tengsl við viðskiptavini, hönnun og sala rannsókna, innleiðing
nýjunga og frekari uppbygging á sviðinu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■ Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
■ Reynsla af markaðsrannsóknum.
■ Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
■ Brennandi áhugi á rannsóknum og nýjungum í greininni.
■ Leikni í mannlegum samskiptum.
■ Góð íslensku- og enskukunnátta.
Yfirmaður mannauðsrannsókna
Við leitum að reyndum starfsmanni til að leiða mannauðsrannsóknir. Starfið felst í að leiða frekari uppbyggingu mannauðs-
rannsókna og tengdrar starfsemi á sviðinu. Tengsl við viðskiptavini og innleiðing nýjunga, ásamt hönnun og sölu rannsókna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■ Háskólamenntun með grunn í mannauðsrannsóknum.
■ Reynsla af mannauðsrannsóknum.
■ Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
■ Leikni í mannlegum samskiptum.
■ Góð íslensku- og enskukunnátta.
■ Áhugi á rannsóknum.
Í boði eru spennandi störf með mikla vaxtarmöguleika og tækifæri til að hafa stefnumótandi áhrif. Maskína er fyrirtæki með
mikla þekkingu og þar starfar samhentur hópur fólks með ástríðu fyrir rannsóknum og tölfræði.
Við tökum á móti umsóknum á tölvupóstfangið maskina@maskina.is og skal umsókn innihalda ferilsskrá ásamt kynningar-
bréfi þar sem fram kemur m.a. um hvaða starf er sótt um. Umsækjendum er heitið fullum trúnaði.
Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2020.
Upplýsingar um starfið veitir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, thora@maskina.is.
Loftorka Reykjavík ehf.
Miðhrauni 10
210 Garðabæ.
Tæknimaður
Loftorka Reykjavík ehf óskar eftir að ráða verk
eða tæknifræðing til starfa í starfstöð okkar
í Miðhrauni 10, 210 Garðabæ.
Starfsvið:
• Tilboðs og uppgjörsmál.
• Undirbúningur og áætlunargerð.
• Mælingar og útsetningar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Byggingartæknifræðingur B.Sc.
eða Byggingarverkfræðingur, M.Sc
• Reynsla af verkefnastjórnun og/eða vegagerð er kostur.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu.
• Frumkvæði og faglegur metnaður.
• Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi.
• Góð íslenskukunnátta.
Loftorka Reykjavík ehf. er jarðvinnu og malbikunarverktaki
sem starfar á höfuðborgarsvæðinu í framkvæmdum fyrir
byggingar og opinbera aðila.
Umsóknir berist Loftorku Reykjavík ehf,
á netfangið loftorka@loftorka.com
Upplýsingar veitir Andrés Sigurðsson í síma 893 2277
Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt
upplýsingum um þá menntun og hæfni sem gerð eru til
starfsins, þar með talið menntunar- og starfsferilsskrá.