Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 82

Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 82
N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Gunnella Þorgeirs-dóttir, doktor í jap-önskum fræðum og lektor  við Háskóla Íslands, heillaðist ung af  Japan og menningu þess. Einstök menning frá einstöku landi Gunnella dvaldi sem skiptinemi í Norður-Japan árið 1991 og gekk í kynja- skiptan land- búnaðarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Gunnella með skiptinemafjölskyldunni sinni í Honjo árið 1991. Boðið verður upp á námskeið í sushigerð á Japanshátíðinni í dag. Kennarar og nem- endur í japönsku við Háskóla Íslands halda ásamt jap- anska sendiráðinu sautjándu Japans- hátíðina í dag. Heilluð af landi og þjóð lætur lektorinn Gunnella Þorgeirs- dóttir sig að sjálf- sögðu ekki vanta. „Í f lutningum fyrir stuttu rakst ég á glósubók. Ég hafði þá verið að horfa á sjónvarpsþættina Shōgun, sem komu út í kringum 1980. Þegar aðalpersónunni er kennd japanska í þættinum þá hafði ég glósað allt niður sem henni var kennt. Þá hef ég verið um átta ára gömul, þannig að ég kann ekki beina útskýringu á því en áhuginn á Japan og japanskri menningu hefur alltaf verið til stað- ar,“ segir Gunnella. Lærði handverk og hefðir Áhuginn á landinu dvínaði þvert á móti með árunum. „Ég fór sem skiptinemi þegar ég var unglingur til Norður-Japans þar sem ég bjó í litlum afskekktum smábæ sem heitir Honjo Shi. Þetta var árið 1991. Þar fór ég í kynja- skiptan landbúnaðarskóla fyrir lágstéttina, þangað fóru unglingar sem voru ekki sérstaklega að stefna á einhvern starfsframa. Það hentaði mér mjög vel því þar fékk ég ein- staka innsýn hvað varðar japanskt handverk og hefðir. Skólinn ein- blíndi mun frekar á slíkt en hefð- bundið bóknám, sem mér fannst mjög gefandi,“ segir Gunnella. Allar götur síðan hefur Gunnella verið í miklu sambandi við skipti- nemafjölskylduna sína í Honjo, en hana heimsækir Gunnella reglulega. „Þau líta á börnin mín sem börnin sín. Við vörðum mánuði í kringum jólin í Japan og vorum hjá fjölskyld- unni. Ég reyni að fara út eins oft og ég get, en fer sjaldnar en ég myndi vilja.“ Allt sjálfboðavinna Doktorsverkefni Gunnellu sneri að hefðum, siðum og hjátrú þegar kemur að barneignum og frum- bernsku í japanskri menningu. „Mastersritgerðin mín fjallaði um hjátrú á meðgöngu meðal íslenskra kvenna, svo það lá vel við að gera þetta að umfjöllunarefni mínu í doktorsverkefninu. Ég tók við jap- önsku deildinni hérna árið 2012 og hef haldið utan um hátíðina síðan. En þetta er samstarfsverkefni nem- enda og kennara Háskóla Íslands og japanska sendiráðsins, og allt gert í sjálf boðavinnu,“ segir Gunnella. Ólympíuleikarnir í Tókýó Japönskukennsla hófst við Háskóla Íslands 2003 og ári síðar fór hátíðin fram í fyrsta skipti og hefur verið árlegur viðburður síðan. Í ár verður boðið upp á fjölbreytta og veg- lega dagskrá. „Við höfum fengið til landsins Munedaiko, japanskan trommu- hóp sem spilar á taiko-trommur. Síðan verður „cosplay“ keppni, en við vorum fyrst til að halda slíkar keppnir einmitt á Japanshátíð- inni. Keppnin óx svo hátíðinni yfir höfuð og er því núna haldin í september ár hvert á Midgaard- hátíðinni. Við erum samt enn þá með minni útgáfu af cosplay- keppninni og hljóta sigurvegar- arnir miða á Midgaard og verðlaun frá Nexus. Þannig að við hlökkum til að sjá gesti mæta í búningum,“ segir Gunnella. Þema Japanshátíðarinnar í ár eru Ólympíuleikarnir, en þeir fara fram í Tókýó í Japan í sumar. „Það þykja nokkuð góðar líkur á að liðið okkar frá Íslandi keppi á leikunum í ár og við fáum því til okkar júdókappa til að leika listir sínar.“ Hátíðin fer fram í Veröld – Húsi Vigdísar Finnbogadóttur og hefst klukkan 13 og hentar bæði börn- um og fullorðnum og aðgangur er ókeypis. steingerdur@frettabladid.is 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.