Fréttablaðið - 18.01.2020, Síða 84
Lífið í
vikunni
12.01.20-
18.01.20
VIÐ ERUM BÚIN AÐ
VERA AÐ VINNA Í
ÞESSU Í EITT OG HÁLFT ÁR EÐA
SVO OG ÞAR SEM ÞETTA GEKK
VEL Í COSTCO HÉRNA HEIMA
VORU ÞAU TILBÚIN TIL ÞESS AÐ
TAKA SÉNSINN Í BRETLANDI.
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann
Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Þráðlaus fjarstýring
með 2 minnisstillingum
Janúar
útsala
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR
JANÚAR
ÚTSALAN
Í FULLUM GANGI
Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 11–18.30
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorg)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
PURE COMFORT
teygjulak
Mjúkt og gott teygjulak fyrir allar
dýnustærðir. Langir bómullarþræðir tryggja
góða endingu. 95% bómull, 5% lycra. Má
þvo á 60°c og setja í þurrkara.
Stærð í cm Fullt verð Útsöluverð
90/100 x 200/220 x 35 3.490 kr. 1.396 kr.
120/140 x 200/220 x 35 3.990 kr 1.596 kr.
180 x 200/220 x 35 5.490 kr. 2.196 kr.
60%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
Aðeins 283.140 kr.
VERÐDÆMI: 2 x 90 x 200 cm stillanlegt C&J Silver rúm
með Nature’s Rest Luxury heilsudýnum: Fullt verð: 337.800 kr.
C&J SILVER stillanlegt rúm
C&J Silver er með sterkum stálbotni og kraftmiklum en hjóðlátum mótor.
20%
AFSLÁTTUR
ÚTSALA
af Rest Luxury dýnu og
15% af C&J Silver
botni
Rúminu fylgir þráðlaus fjarstýring með tvöföldu minni og ljósi.
Margir nota annað minnið fyrir svefn stillingu. Seinna minnið er svo
t.d. notað fyrir lestur eða sjónvarpsáhorf. Botn rúmsins dregst að
vegg þannig að þú ert í eðlilegri fjarlægð frá náttborði og lampa.
Sérstakur takki kemur rúminu í upphaflega stöðu.
Það er ár liðið síðan Costco byrjaði að selja Astaxanthinið okkar á Íslandi og salan hefur verið miklu meiri en við vonuðumst til,“ segir
Orri Björnsson, forstjóri Algalíf,
sem er kominn í útrásarstellingar
með þörungafæðubótarefni fyrir-
tækisins í krafti eftirspurnarinnar
í Costco í Kauptúni.
Costco á Íslandi tilheyrir Bret-
landi á heimskorti Costco og eftir að
Orri var kominn inn fyrir þröskuld-
inn í Garðabæ beindi hann sjónum
sínum þangað með þeim árangri að
íslenska þörungabætiefnið er nú á
leiðinni í hillur breska Costco.
„Við erum búin að vera að vinna
í þessu í eitt og hálft ár eða svo og
þar sem þetta gekk vel í Costco
hérna heima voru þau tilbúin til
þess að taka sénsinn í Bretlandi.
Við fengum fyrstu pöntunina bara
í síðustu viku og ef þetta gengur
sæmilega gætu f leiri möguleikar
opnast þarna,“ segir íslenski þör-
ungaræktandinn sem að sjálfsögðu
þurfti að byrja á því að laga sig að
kröfum Costco um mikið magn og
stórar umbúðir.
„Jú, jú, það þurfti að stækka
þetta allt saman. Þetta er hálfgerð
klikkun, stórar umbúðir og stórir
pakkar utan um þær og það eru
helmingi f leiri hylki í hverri dollu
en í þessum venjulegu.“
Silkivegur þörunganna
„Fyrsta skrefið var að komast inn
hérna heima og þaðan til Bret-
lands,“ segir Orri sem er í því
sambandi ekki síst spenntur
fyrir hinum risastóra Asíu-
markaði. „Það eru Costco-
búðir í Asíu þar sem neyslan á
þessu er miklu, miklu meiri
og það er mjög góð byrjun á
ferðalaginu þangað að kom-
ast inn í Englandi.“
Algalíf var stofnað 2013
og hefur frá upphafi sérhæft
sig í ræktun örþörunga sem
heita því tilkomumikla og
virðulega nafni Haemato-
coccus Pluvialis og astax-
anthin, meginuppistaða
bætiefnisins, er virka efnið
í þeim.
„Astaxanthin er sterk-
asta andoxunarefnið sem
fyrirfinnst í náttúrunni og
þörungategundin sem við
erum að rækta býr það til,“
Costco opnar silkiveg
íslenskra þörunga
Íslenska fæðubótarefnið Astaxanthin verður til sölu hjá Costco í
Bretlandi. Verslunarrisinn sló til eftir góðar viðtökur í Costco á Ís-
landi. Forstjóri Algalíf telur leiðina síðan geta legið áfram til Asíu.
Orri
Björnsson í
Algalíf er þörunga-
bóndi sem hefur trú
á sínu andoxunarefni og
segist venjulega svara spurn-
ingum um hvort Astaxanthin
sé snákaolía með tengli á
algalif.com þar sem virkni
þess er vandlega út-
listuð.
segir Orri um efnið sem verndar
þörungana gegn útf jólubláum
sólargeislum og þykir gera slíkt hið
sama fyrir húðina með miklum
ágætum. „Efnið endurnýjar frum-
ur og hjálpar fólki meðal annars
að halda sér unglegu og heilbrigðu
sem mörgum veitir ekki af.“
Í heimsmeistarakeppni
„Salan á astaxanthini er í
heildina mjög góð á
Íslandi og ég held
að við hljótum
að vera nálægt
heimsmeti í
þessu eins og
s vo mör g u
öðru,“ segir
O r r i o g
bendir þv í
til stuðnings
á að f imm
eða sex vörumerki keppi um hylli
neytenda.
„Það eru nokkuð mörg vöru-
merki í gangi og í það minnsta tvö
til þrjú þeirra eru örugglega stærri
en við. „Það eru tvö fyrirtæki sem
framleiða þetta á Íslandi, við og
Saga Natura, og síðan er líka verið
að f lytja þetta inn,“ segir Orri
sem lítur, enn sem komið er í það
minnsta, á smásöluna sem hálf-
gerðan hliðarbúskap.
„Við erum í raun og veru fyrst
og fremst bændur og ræktum bara
þennan þörung sem framleiðir
þetta efni og seljum megnið af því
bara í heildsölu sem
hráefni fyrir aðra.
Okkar eigið vöru-
merki er frekar
nýlegt en hefur
gengið ágætlega.“
toti@frettabladid.is
UNGIR FRUMKVÖÐLAR
Jónína og Viktor hafa rekið fyrir-
tekið BÖKK undanfarið en nýverið
bættist fótboltakappinn Rúrík
Gíslason í eigendahópinn. Þau
segja samstarfið hafa
gengið mjög
vel enda hafi
hann keim-
líka sýn og
þau sjálf
á stefnu
og
hönnun
fyrirtækis-
ins.
SKAPA NÝJA NORMIÐ
Verkið Teenage Songbook of Love
and Sex fjallar um ástir og kynlíf
ungs fólks, en flytjendur þess eru
á aldrinum 15–19 ára. Sýnendur
verksins segja að þeim hafi ekki
þótt vandræðalegt að opna sig
um viðfangsefnið, heldur gott að
ræða málin á opinskáan hátt.
NÝ PLATA ELÍNAR
Tónlistar-
konan Elín
Ey gaf á
dögunum út
EP-plötuna
Gone. Lögin
samdi hún
yfir nokkurra
ára tímabil
en bróðir
hennar vann þau svo með henni.
Hún segist hafa vitað frá æsku að
hana langaði til að verða tónlistar-
kona og söng sér til dundurs við
lög söngkonunnar Celine Dion.
BÍÓKONUR FYLKJA LIÐI
Karolína og Fanney standa að baki
fyrstu femínísku kvikmyndahá-
tíðinni á Íslandi og Nordisk Film
Fokus. Þær hafa tekið höndum
saman og bera frelsismerkið í Bíó
Paradís og Norræna húsinu. Há-
tíðin stendur yfir helgina.
1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð