Fréttablaðið - 04.12.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 04.12.2019, Síða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Neyslan verður jafnan óhófleg og hávær um- ræða um kolefnisfót- sporið fellur um sjálfa sig. Kaupgleðin í algleymingi. Eftir sem áður leggur undirrituð til að Reykja- víkurborg tryggi jöfn opinber framlög með hverju barni í skólakerf- inu, óháð rekstrar- formi þess skóla sem um ræðir. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunna@frettabladid.is Einkaframtakið er víða leiðandi í framþróun skóla-starfs. Sjálfstætt reknir skólar hafa auðgað skóla-flóruna og fjölgað valkostum fyrir fjölskyldur. Um það verður ekki deilt. Þeir hafa kynnt til leiks nýstárlega hugmyndafræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir hafa veitt foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Þeir hafa tryggt fjölskyldum meira frelsi og meira val. Ísland er eftirbátur nágrannaþjóða hvað varðar einkarekstur í skólakerfinu. Hérlendis eru aðeins 15% allra leikskólabarna í sjálfstætt starfandi leikskólum og einungis 2,3% allra grunnskólabarna í sjálfstætt starfandi grunnskólum. Árangur íslenskra barna í PISA- könnunum hefur valdið vonbrigðum. Í Hollandi er löng hefð fyrir einkareknum skólum en um 70% allra grunnskólabarna sækja þar nám í sjálf- stæðum skólum. Sjálfstæðir skólar í Hollandi hafa víða vakið athygli fyrir framúrskarandi menntun og góðan rekstur. Skólarnir keppa um nemendur og hvatinn til framfara er mikill. Holland mælist meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, jafnvel ofar en fyrirheitna landið Finn- land. Hollenska skólakerfið er gott dæmi þess að aukið valfrelsi og meiri samkeppni í skólamálum skilar árangri. Rekstrarumhverfi sjálfstæðra skóla hérlendis er erfitt. Opinber framlög til sjálfstæðra skóla eru almennt takmörkuð við 75% af framlögum til opinberra skóla. Innheimta skólagjalda bætir ekki upp þennan fjárhags- lega mismun. Auk þess getur innheimta skólagjalda gert nemendahópinn einsleitan, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum skólagjöld. Börn efnameiri foreldra eiga nú aukin tækifæri til að velja milli ólíkra skóla hérlendis. Þannig ýtir núverandi fyrirkomulag, sem síður styður við einkarekstur í skólakerfinu, enn frekar undir stéttaskiptingu meðal barna. Eftir sem áður leggur undirrituð til að Reykjavíkurborg tryggi jöfn opinber framlög með hverju barni í skólakerfinu, óháð rekstrar- formi þess skóla sem um ræðir. Þannig kæmust sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar hjá innheimtu skólagjalda – og tryggja mætti öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar sem býðst í borginni, óháð efnahag foreldra. Það er hvort tveggja – réttlætismál og framfaramál. Jöfn tækifæri Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík Staða þekkingar og rannsókna á kolefnisbúskap landsins með áherslu á úthagann. Hvað þurfum við að vita um losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landgerðum og hvernig má auka bindingu kolefnis? SKRÁNING Á VEFNUM BONDI.IS ENGINN AÐGANGSEYRIR HÁDEGISFUNDUR 5. DES KL. 12.00 – 13.30 FIMMTUDAGUR Í VERÖLD – HÚSI VIGDÍSAR Á ALÞJÓÐLEGUM DEGI JARÐVEGS OG ÚTHAGINN, KOLEFNIÐ LOFTSLAGS- BÓKHALDIÐ Jólaandinn Það fer ekki fram hjá neinum sem heimsækir miðborgina þessa dagana að jólin eru á næsta leiti. Óslóartréð er komið upp, jólavættir borgarinnar komnir á sinn stað og búið að opna jólaskóg í Ráðhúsinu. Jólaandinn svífur ekki síður yfir vötnum á fundum borgar- stjórnar. Þannig kallaði Vigdís Hauksdóttir Píratann Dóru Björt Guðjónsdóttur drullu- sokk og skítadreifara í ræðu í gær. Þær stöllur hafa vonandi getað rætt málin af yfirvegun að fundi loknum en þá ætluðu borgarfulltrúar að snæða saman jólamat. Það er bara að vona að þær hafi farið varlega í jólaölið. Garður Miðflokksins Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra skýrslu í gær með tillögum um útfærslu að stofnun þjóðgarðs á miðhálend- inu. Í nefndinni sátu fulltrúar allra f lokka á Alþingi auk full- trúa Sambands sveitarfélaga. Athygli vekur að fulltrúi Mið- f lokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar við lok vinnunnar og skrifaði ekki undir skýrsl- una. Það er kannski ekkert nýtt að Miðf lokkurinn syndi á móti straumnum. Mögulega vill f lokkurinn vernda hagsmuni útilegumanna og jólasveina sem samkvæmt könnunum eru mjög hallir undir stefnu f lokksins. sighvatur@frettabladid.is Hátíð ljóss og friðar gengur brátt í garð í allri sinni dýrð. Auglýsingaskiltin tendruð og skammdegið lýsist upp. Kaup-menn ærast og öllum óþarfa heimsins er otað að neytand- anum með fögrum gylliboðum um verðlækk- anir og einstakt notagildi varningsins. Jólahátíðin hefur breyst ört á undanförnum árum og jólagjafirnar verða sífellt stærri og f leiri. Helstu breytingarnar eru tilkomnar vegna hinna erlendu neysluhátíða sem hafa rutt sér til rúms víða um heim og eiga það allar sameiginlegt að reyna að kafa sem dýpst í pyngju neytandans. Svartur föstudagur, dagur einhleypra, net- mánudagur og önnur álíka undarleg og illa þýdd orð er að finna í öllum helstu sjónvarps-, útvarps- og prentauglýsingum með þeim af leiðingum að kaupæði rennur á landann. Örtröðin verður slík að menn troðast hver um annan þveran, 35 prósent afsláttur hér, 70 prósent afsláttur þar og allt er keypt. Neyslan verður jafnan óhóf leg og hávær umræða um kolefnisfótsporið fellur um sjálfa sig. Kaup- gleðin í algleymingi. Við þessu hafa nokkur fyrirtæki ytra reynt að sporna með því að sniðganga þessa stærstu verslunardaga. Bandaríska útivistarverslunin Rei er þar í fararbroddi en á svörtum föstudegi skellir hún í lás og allir þrettán þúsund starfs- menn fyrirtækisins fá greidd laun fyrir að fara út að plokka, eða að tína rusl. Fleiri fyrirtæki, samtök og einstaklingar hafa slegist í hópinn og talið er að mörg hundruð þúsund manns hafi lagt sitt af mörkum síðasta föstudag. Um er að ræða nokkurra ára gamalt átak sem ber yfirskriftina #OptToAct, sem merkir að taka ákvörðun um að bregðast við, ákvörð- un um að gera betur. Markmið átaksins er fyrst og fremst að stuðla að aukinni úti- vist, allt árið um kring, en rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli útiveru og bættrar umhverfisvitundar. Það er vel og ætti að vera hvatning fyrir fyrirtæki hérlendis. Ábyrgð fyrirtækja og atvinnulífs þegar kemur að einhverjum mest aðkallandi vanda samtímans, loftslagsvand- anum, er nefnilega mikil. Við munum hins vegar engu geta breytt á meðan eftirspurnin er stöðugt fyrir hendi. Þess vegna er mikilvægt að neytandinn hugsi sig tvisvar um þegar markaðsskrímslin gera vart við sig: Þurfum við í raun og veru á öllu þessu að halda, er þetta jafnvel óþarfi? Margt smátt gerir eitt stórt og komandi kynslóða vegna þarf að halda þessari umræðu á lofti. Aðför óþarfans 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.