Fréttablaðið - 04.12.2019, Side 20

Fréttablaðið - 04.12.2019, Side 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Það eiga allir skilið að sofa í frábærum rúmfötum úr allra bestu satín- og damaskefnum sem framleidd eru,“ segir Björn Þór Heiðdal, verslunarstjóri hjá Rúm- föt.is sem er ný rúmfataverslun við Nýbýlaveg 28 í Kópavogi. Verslunin sérhæfir sig í hágæða rúmfötum á góðu verði. „Við seljum tilbúin rúmföt frá Ítalíu, Þýskalandi og Kína en flytjum einnig inn gæðaefni sem við saumum úr dýrindis rúmfatnað og erum með frábæra saumakonu, Margréti Guðlaugsdóttur, sem saumaði meðal annars fyrir þá rómuðu rúmfataverslun Fatabúð- ina á sínum tíma,“ upplýsir Björn. Þvottahús A. Smith Áhuga Björns fyrir rúmfötum má rekja til Þvottahúss A. Smith sem afi hans Adolf Smith stofnaði árið 1946. „Ég hef unnið í þvottahúsinu og meðhöndlað rúmföt og dúka frá því ég man eftir mér,“ segir Björn. „Mín fyrsta minning úr þvottahús- inu er að hjálpa pabba að hrista upp dúka og rúmföt. Ég man ekki hvað ég var gamall, kannski fjögurra eða fimm ára. Ég man líka eftir því að hafa teiknað myndir inni á kaffistofu sem ég gaf konunum sem unnu hjá pabba. Ef þær voru góðar fékk ég eina krónu að launum,“ segir Björn hugsi. Ódýrasta heimilishjálpin Í dag er rekstur Þvottahúss A. Smith tvískiptur, eða eins og Bára Magnúsdóttir verkstjóri orðar það: „Nú fyrir jólin erum við á fullu að þvo og strauja rúmföt og sparidúka fyrir heimilin. Sama fólkið kemur hingað aftur og aftur með dúkana sína og rúmfötin og einhver hafði á orði að þetta væri ódýrasta heim- ilishjálpin,“ segir Bára. Annar stór hluti af starfsemi þvottahússins er leiga á dúkum og þjónusta við veislusali. „Við erum sennilega með bestu og flottustu dúkana þegar kemur að dúkaleigu í brúðkaupsveislur, jólahlaðborð og almennt veislu- og fundahald. Ég læt vefa dúkana sem við leigjum í Króatíu og gæðin eru frábær. Stærðirnar eru líka réttar og dúkarnir okkar eru örlítið lengri en þeir sem aðrir bjóða upp á,“ bætir Björn við. Rúmfatabúðin er einstök Fyrir rétt rúmu ári opnaði Þvotta- hús A. Smith, eins og áður segir, glæsilega rúmfatabúð á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Búðin nefnist Rúm- föt.is og sérhæfir sig í vönduðum damask- og satínrúmfötum sem m.a. eru saumuð á staðnum. „Segja má að Rúmföt.is sé arftaki rúmfataverslananna Fatabúðar- innar og Versins,“ upplýsir Björn. „Samt ekki alveg, því við kaupum líka inn dýrustu og flottustu rúmfataefnin frá Ítalíu. Í fyrra vorum við með sérofið 600 þráða blómadamask í nokkrum litum og í ár lét ég vefa fyrir mig 700 þráða röndótt damask. Allt eru það ótrúlega mjúk og vönduð efni sem Magga saumakona saumar úr af sinni alkunnu snilld.“ Spurður hvernig nafnið á búðinni er tilkomið svarar Björn: „Ég hreinlega rann út á tíma. Búðin átti að heita eitthvað voða flott en ég er í stjörnumerkinu voginni og vogir eru víst óákveðnar og taka sér langan tíma í allar ákvarðanir. Þess vegna er þetta bráðarbirgðanafn enn heitið á búðinni og svo er það líka sniðugt fyrir útvarpsauglýs- ingar,“ segir Björn brosandi. Afmælistilboð fyrir jól „Mér finnst alltaf gaman að gera vel við fólk og fæ miklu meira út úr því að fá ánægða viðskiptavini til mín aftur og aftur en að telja peninga,“ segir Björn um leið og hann tekur fram dásamlega mjúka dúnsæng og bætir við: „Í tilefni þess að við erum nýbyrjuð að selja æðislegar dún- sængur fylgir dún- og fiðurkoddi, að verðmæti 12.900 krónur, með öllum seldum sængum fram að jólum,“ segir Björn í jólaskapi. Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28. Sími 565 1025. Opið frá klukkan 12 til 18 alla virka daga og frá klukkan 11 til 15 á laugardögum. Sjá nánar á rumfot.is. Þvottahús A. Smith er í Bergstaðastræti 52. Símí 551 7140. Sjá nánar á dukar.is Fagurrauður og djúpblár sængurfatnaður setur heillandi og jólalegan svip á svefnherbergið. Þá er ljúfur nætur- svefn tryggður á jólanótt þegar hvílst er í rúm- fötum úr hágæða damaski og satíni frá Rúmföt.is. Stelpurnar í Þvottahúsi A. Smith að strauja jóladúka. Ítölsk lúxus rúmföt saumuð af Möggu saumakonu. Rúmföt.is selur sérofin lúxus damaskrúmföt frá Ítalíu. Nýpressaðir dúkar sem biða eftir jólunum hjá Þvottahúsi A. Smith. Í Rúmföt.is fæst glæsilegt úrval vandaðs rúmfatnaðar. Framhald af forsíðu ➛ Hjá Rúmföt.is er að finna sængurfatnað úr hágæða satíni í miklu úrvali. Mér finnst alltaf gaman að gera vel við fólk og fæ miklu meira út úr því að fá ánægða viðskiptavini til mín aftur og aftur en að telja peninga. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.