Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2019, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 04.12.2019, Qupperneq 23
Við erum í topp fimm prósent hvað varðar gæði í skjólfatnaði á heimsvísu. fyrra þegar Mous se Partners gekk í hluthafahópinn. Allan þann tíma var engu að síður ljóst að við mynd- um þurfa að fá aðra hluthafa til liðs við okkur.“ Sóttust eftir erlendum fjárfesti Það er áhugavert að þið fenguð til liðs við ykkur fjárfesti sem var ann- ars vegar erlendur og hins vegar með þekkingu á rekstri fatafyrirtækja. Hvernig kom það til? „Það kom aldrei annað til greina en að leita til fjárfesta sem höfðu byggt upp alþjóðlegt vörumerki. Við vorum að leita að samstarfsað- ila sem gat sýnt þolinmæði og byggi yfir þessari reynslu. Við vorum afar heppin því Lárus Welding er með tengsl í London. Hann tengdi okkur við fjárfestingar- bankann Rothschild sem stofnaður var á 18. öld og samþykkti að taka að sér verkefnið. Bankinn tekur yfirleitt ekki að sér fjármögnunar- verkefni undir 100 milljónum evra en samband Lárusar við yfirmenn bankans réði úrslitum um að við náðum fundi og gátum kynnt verk- efnið og framtíðaráætlanir okkar. Þeir heilluðust af merkinu og trúðu á framtíðarsýnina. Við vorum örugg- lega eitt minnsta verkefnið sem þeir voru að sinna. Við fengum lista yfir fjárfesta sem þeir töldu vera áhugaverða sam- starfsaðila. Mous se Partners voru efstir á blaði í okkar huga. Það bárust nokkur tilboð, þar á meðal frá Mous se Partners og við ákváðum að taka því.“ Já, voru fleiri reiðubúnir að fjár- festa í 66°Norður? „Já. Samningsstaða okkar batnaði líka við það að fá fleiri tilboð.“ Hvað tók þetta ferðalag langan tíma? „Söluferlið erlendis hófst í sept- ember 2017 og lauk í júní 2018. Það er mikilvægt að söluferlið taki skamman tíma til að það taki ekki of mikinn tíma frá stjórnendum sem þurfa að sinna daglegum rekstri og vinna að uppbyggingu félagsins.“ Hvaða virði hefur Mouse Partners fært ykkur? „Samstarfsfólk, tengsl og trúverð- ugleika. Það vilja margir erlendir aðilar vinna fyrir okkur núna sem er ekki víst að hefði verið raunin ef þeirra nyti ekki við.“ Frá Net-a-Porter til 66°Norður Bandaríkjamaðurinn Matthew Woolsey tók til að mynda við nýrri stöðu í sumar hjá 66°Norður sem framkvæmdastjóri alþjóðlegrar starfsemi með aðsetur í London ásamt þremur öðrum starfsmönn- um. Hann var áður framkvæmda- stjóri vefverslunarinnar Net-a- Porter sem er ein sú þekktasta þegar kemur að gæðavörumerkjum í fatnaði. „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta engu að síður allt um framleiðsluna og gæði f líkanna. Þegar lagt var upp með að hanna og framleiða skjólfatnað á íslenska sjó- menn á þriðja áratug síðustu aldar þá urðu gæði hluti af DNA fyrir- tækisins. Út frá því þori ég að full- yrða að við erum í topp fimm pró- sent hvað varðar gæði í skjólfatnaði á heimsvísu.“ Hvað tekur langan tíma að hanna flík? „Það tekur allt að tvö ár. Það þarf að hanna flíkina, framleiða prufur, prófa vöruna í vissum aðstæðum oft í samstarfi við íþróttamenn. Enn fremur skoðum við allt ferlið með tilliti til umhverfisáhrifa þar sem við viljum framleiða vöru sem endist og reynum að nýta hráefnið til fulls. Það getur reynst dýrt að gera mistök.“ Það eru því miklir fjármunir bundnir í f líkunum áður en þær ratar í verslanir? „Já, það eru miklir fjármunir bundnir í birgðum í svona rekstri. Við erum með nokkur þúsund vörunúmer ef talið er niður á liti og stærðir.“ Afkoman hefur ekki verið mikil á undanförnum árum. „Já, vegna mikilla fjárfestinga í innviðum hefur hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) ekki verið mikill hjá okkur. EBITDA-hlutfallið hefur verið frá 6-12 prósent síðustu ár. Þau félög sem við berum okkur saman við erlendis eru með 20-30 prósent hlutfall. Þær fjárfestingar sem við höfum lagt út í eru til þess gerðar að félagið geti byggt á sjálfbærum innri vexti til lengri tíma. Þegar búið er að leggja grunninn mun félagið geta skilað betri afkomu. Fyrirtækið hefur auk þess verið skuldsett en með tilkomu nýrra hluthafa höfum við greitt skuldir niður og erum í dag einungis með birgðafjármögnun. Við innkomu Mousse var hlutféð í Sjóklæðagerð- inni aukið um 3,2 milljarða króna og var eiginfjárstaða félagsins um síðustu áramót 73 prósent. Fyrir- tæki eins og okkar getur ekki verið mikið skuldsett. Það er svo kostn- aðarsamt.“ Sérstaklega á Íslandi? „Það er alveg rétt. Því til viðbótar byggir starfsemi fyrirtækisins á starfsfólki. Launakostnaður er hár hjá okkur. Hann verður æ stærri hluti af kökunni samhliða launa- hækkunum. Það er erfitt viður- eignar. Starfsmenn eru um 450, þar af eru um 200 hér á landi.“ Breytt vinnustaðamenning Bjarney bendir á að fyrirtækið byggi á gömlum grunni, því hafi sumir unnið hjá fyrirtækinu í 30-40 ár á meðan aðrir eru nýir á vinnu- markaði. „Það er góður andi innan fyrirtækisins, við gerum reglulega starfsmannakannanir og þær hafa komið mjög vel út. Það er mikilvægt að það sé gaman í vinnunni og hér er jákvæð orka. Það hefur tekið nokk- urn tíma að skapa þá vinnustaða- menningu.“ Hvernig tókst ykkur að breyta vinnustaðamenningunni? „Allir starfsmenn skapa menn- inguna en við höfum lagt áherslu á að ráða kraftmikið og jákvætt fólk. Við erum með skýra sýn og stefnu, rekum 66 skólann innan- húss, þar sem við þjálfum starfsfólk í þjónustu og fræðum það um sögu félagsins, vörur okkar, sem eru oft mjög tæknilegar og til notkunar í útivist og að takast á við náttúru- öflin. Starfsfólkið þarf að þekkja vel hvað við stöndum fyrir og eiginleika varanna. Verslunarrekstur er einn af horn- steinum félagsins og höfum við gefið ungu fólki sem hefur starfað í versl- unum okkar tækifæri til að þróast áfram í starfi og í dag eru nokkrir af stjórnendum félagsins starfsmenn sem byrjuðu á gólfinu.“ Kaupi færri og betri flíkur Hvaða hlutverk leikur sjálf bærni í rekstri félagsins? „Sjálf bærni hefur allar götur frá stofnun verið lykilstef hjá fyrirtæk- inu. Við erum mjög heppin að vera með fyrirtæki í höndunum sem var stofnað til búa til skjólfatnað, gerð- an til að mæta ströngustu kröfum og til að endast. Okkar markmið er að hanna gæðaflíkur sem endast í mörg ár. Við vinnum markvisst að því að framleiðslan sé umhverfisvæn og við viljum að hún sé gagnsærri, helst að hægt sé að fylgjast með í rauntíma. Við hugum líka að mót- vægisaðgerðum til að draga úr losun frá starfseminni. Til að tryggja sjálf- bærni flíkanna þarf að huga að því að hönnunin sé klassísk og standist tímans tönn og að efnin í vörunni séu sterk og endingargóð. Við viljum í raun hvetja fólk til að kaupa færri en betri flíkur sem endast. Við höfum ávallt rekið viðgerðar- stofu og hvetjum viðskiptavini til að nýta sér hana í stað þess að kaupa nýtt þegar gamla f líkin rifnar eða verður fyrir skaða. Saumastofan okkar í Garðabæ gerir við um fjögur þúsund flíkur á ári. Þar geymum við íhluti eins og tvinna og efnisbúta til að gera við f líkur sem voru fram- leiddar á áttunda áratugnum. Undanfarin ár höfum við bætt umhverfisvænum efnum inn í vörulínuna okkar en um er að ræða efni sem eru unnin úr endurunnum efnum og einnig efni sem brotna auðveldlega niður í jarðvegi þegar líftíminn er á enda. Þegar unnið er að hönnun á nýrri f lík er mikilvægt að hugsa líftíma vörunnar frá upphafi til enda. Þetta er í raun hringrás sem hefst á hönnun og hvað gerist þegar varan kemst á endaskeið, verður hún nýtt í annað eða verður gert við hana og hún notuð aftur. Við hugum líka að nýtingu efna og notum afgangsefni í aukahluti eins og hanska og töskur. Hluti af þessari hringrás er að mæla kolefnisfótspor fyrirtækisins, við byrjuðum að vinna með Klöpp- um nú í haust við að greina okkar kolefnisspor og okkar mótvægisað- gerðir verða í endurheimt votlendis og gróðursetningu á trjám á Íslandi.“ Þrjár verslanir í Danmörku Hvernær opnaði 66°Norður versl- anir í Danmörku? „Fyrsta verslunin var opnuð árið 2014. Við rekum tvær verslanir í Kaupmannahöfn, þær eru við Øster- gade og Sværtegade, auk verslunar- innar í Illum. Hugmyndin að baki því að opna verslanir í Kaupmannahöfn var að koma vörumerkinu betur á fram- færi í Danmörku. Yfirleitt eru vörur seldar fyrst í gegnum endursöluaðila þegar ný vörumerki eru að þreifa fyrir sér á erlendum mörkuðum. Þá er fjárfest í markaðsmálum og vitund fólks eykst gagnvart vöru- merkinu. Við töldum hins vegar betra að viðskiptavinir myndu fá tækifæri til að kynnast starfsfólkinu okkar og sjá að okkur væri alvara. Danmörk varð fyrir valinu því við litum á það sem eins konar heima- markað enda laut Ísland stjórn Dana í 500 ár. Auk þess bjó Helgi Rúnar í fimm ár í Kaupmannahöfn og þekkti því vel til en hann stofnaði og rak Subway þar. Það var góð ákvörðun að opna í Danmörku og ákveðinn prófsteinn á vörumerkið.“ Hvernig hefur reksturinn í Dan- mörku gengið? „Danir hafa tekið okkur afar vel. Það tekur tíma að byggja upp vöru- merki. Við reiknuðum með að það myndi taka þrjú til fjögur ár að ná að koma rekstrinum réttum megin við núllið og það hefur gengið eftir. Danir eru líka nokkuð fastheldnir á vörumerki en verða tryggir við- skiptavinir þegar þeir komast á bragðið.“ Endurhugsuðu erlenda sölu Hvað kemur stór hlut i tekna 66°Norður að utan? „Þegar við tókum við fyrirtækinu voru um 20 prósent teknanna að koma frá erlendum mörkuðum og vörur félagsins voru seldar í versl- unum sem við töldum ekki styðja við vörumerkið. Við höfum mark- visst dregið okkur út úr slíkum verslunum og einnig slitið samstarfi við erlenda heildsala og dreifingar- aðila.“ Af hverju vilduð þið ekki leyfa þeim að selja ykkar vörur? ,,Þegar unnið er að uppbyggingu vörumerkis á nýjum mörkuðum er mikilvægt að merkið sé kynnt í gegnum viðeigandi dreifileiðir og með þeim hætti að það auki hróður merkisins á þeim markaði. Við vilj- um velja vel þá sem selja vörurnar okkar og vera í beinu sambandi í stað þess að nota milliliði.“ Þið hafið væntanlega misst tekjur fyrir vikið? „Já, það kostaði okkur umtalsvert að stíga þetta skref. En þetta var rétt og þarft skref engu að síður.“ Hver er framtíðarsýn ykkar á erlendum markaði? Væntanlega sættir nýi hluthafinn sig ekki við að selja að mestu á Íslandi? „Ísland er afar mikilvægt fyrir okkur og við vonum að Íslendingar verði alltaf kjarninn í sölunni. Nýi hluthafinn sér það sömu augum og við. Auðvitað erum við með skýra sýn um hvernig við sjáum fyrir okkur sölu á erlendum mörkuðum í framtíðinni en ég vil láta verkin tala hvað það varðar.“ Engin töfraformúla Hvernig tókst ykkur að komast á þann stað, að mikið af ungu fólki, sem er með á nótunum í tísku, gengur í fatnaði frá 66°Norður? „Það er engin töfraformúla. Vöru- merkið þarf ávallt að þróast með tíð- arandanum og má ekki staðna. Það má aldrei hugsa að það sem skilaði góðum árangri í fyrra muni virka aftur í ár. Þess vegna þarf að vera í góðum tengslum við markhópana og hafa framúrskarandi fatnað og starfsfólk sem er alltaf á tánum.“ Hvar eru flíkurnar framleiddar? „66°Norður er með þá sérstöðu, líka úti í hinum stóra heimi, að framleiða um 60 prósent af vöru- línunni í eigin verksmiðjum í Lett- landi og á Íslandi. Við notum líka verktaka í Kína og Portúgal. Margar af þeim flíkum sem við framleiðum eru mjög flóknar í fram- leiðslu og getur tekið allt að tvo daga að framleiða dúnúlpu eins og Tind.“ Nafnið 66°Norður vísar til upprunans Vörumerkið 66°Norður má rekja til þess að fyrirtækið var stofn- að á 66. breiddargráðu norður. Fyrirtækið, sem þá hét Sjó- klæðagerð Íslands, var stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð, að sögn Bjarneyjar. „Þetta var um 350 manna samfélag árið 1926 og byggði á sjósókn. Hans Kristjánsson var kostaður af útgerðarmönnum til að fara í nám til Noregs í sjóklæðagerð. Skömmu síðar flutti hann starf- semina til Reykjavíkur. Í upphafi var um að ræða vaxborin skinn. 50 árum eftir stofnun fyrirtæk- isins eða á áttunda áratugnum var farið að nota vörumerkið 66°Norður sem vísar til upp- runans,“ segir hún. Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4 Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is fé AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Kúlupenni Gear Metal króm Verð: 9.100.- Dagbók A5 Storyline svört Verð: 4.600.- Kúlupenni Storyline svartur Verð: 10.100.- VERTU EINS OG BOSS! FÁST Í VERSLUN OKKAR Í SMÁRALIND NÝJAR VÖRUR FRÁ MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.