Fréttablaðið - 04.12.2019, Qupperneq 25
Guðrún Eva Gunnars-dóttir tók við sem framkvæmdastjóri rekstrar og sam-stæðu Haga í kjölfar skipulagsbreytinga í
ágúst en hún var áður fjármálastjóri
smásölurisans. Hún segir fjölda-
mörg verkefni í gangi sem tengjast
mikið til samruna Haga og Olís og
nú nýverið kaupum Haga á Reykja-
víkur Apóteki.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mér finnst fátt skemmtilegra en
ferðalög og gæðastundir með fjöl-
skyldunni. Ég stefni þó á langan lista
af áhugamálum í framtíðinni þegar
strákarnir mínir stækka.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Morgunrútínan er einföld. Ég
hendi mér í sturtu og reyni svo að
ná smá gæðastund með strákunum
mínum áður en ég fer til vinnu.
Hafragrautur er órjúfanlegur hluti
af rútínunni og er minn „kaffi-
bolli“ í morgunsárið. Ég gef mér þó
aldrei tíma til að borða áður en ég
legg af stað út í daginn heldur japla
á grautnum fyrir framan tölvuna
þegar ég mæti til vinnu.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Sú bók sem er hvað eftirminni-
legust er án efa Dýragarðsbörnin. Ég
las hana fyrir fjöldamörgum árum
og hún situr sem fastast í kollinum á
mér. Annars les ég mest barnabækur
þessa dagana og kemur Buna bruna-
bíll þar sterklega til greina sem sú
áhrifamesta.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin undanfarin misseri og
hver eru helstu verkefnin fram
undan?
Aðdragandinn að samruna Haga
og Olís var langur og strangur. Sam-
runaferlinu fylgdu mörg krefjandi
en skemmtileg verkefni og var gífur-
legt lærdómsferli. Það eru spenn-
andi tímar fram undan hjá Högum
og fjöldamörg verkefni í gangi sem
tengjast mikið til samrunanum
og nú nýverið kaupum Haga á
Reykjavíkur Apóteki. Verkefnin
snúa meðal annars að fasteigna- og
þróunarmálum en einnig að því
að styrkja innviði félagsins og að
ná fram þeirri samlegð sem kynnt
hefur verið.
Hvernig er rekstrarumhverfi í
smásölu að breytast og hvaða tæki-
færi felast í breytingunum?
Umhverfi smásölu er að taka
miklum breytingum þessa dagana,
þar sem meðal annars stafrænar
lausnir eru að ryðja sér til rúms, eins
og flestir vita. Þó stærsti hluti smá-
söluverslunar fari enn fram í hefð-
bundnum verslunum þá er hlutur
netverslunar óðum að aukast. Neyt-
endur vilja meiri sjálfvirkni og ein-
faldari lausnir og vilja geta verslað
á sem stystum tíma. Staðreyndin er
hins vegar sú að rekstur netversl-
ana er oft á tíðum erfiður og sárafá
fyrirtæki sem sjá jákvæða afkomu
af slíkum rekstri í dag.
Við vitum þó að þetta er fram-
tíðin og því fylgjumst við vel með
þróuninni. Þá er mikilvægt að átta
sig á að mikill munur er á rekstri
netverslunar með matvöru og sér-
vöru en hlutur sérvöru hefur farið
minnkandi hjá Högum undanfarin
ár, með lokun fataverslana. Það er
því nauðsynlegt að fylgjast vel með
þessum breytingum og finna leiðir
í stafrænum rekstri sem koma bæði
neytendum og fyrirtækjum til góða.
Hvers hlakkarðu mest til þessa
dagana?
Ég hlakka mest til jólanna, það
er engin spurning. Æðislegur tími
til að njóta í botn með fjölskyldu og
vinum.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ég geri ráð fyrir að vera útsofin, þá
með aðeins eldri börn, og auðvitað
með langan lista af áhugamálum. En
fyrst og fremst vona ég að heilsan og
hamingjan verði mér og fjölskyldu
minni hliðholl. Svo verð ég pottþétt
á kafi í skemmtilegum verkefnum
eins og síðustu ár.
Samruninn var gífurlegt lærdómsferli
Nám:
Eftir stúdentspróf frá Versló
1998 lá leiðin í viðskiptafræði við
Háskólann í Reykjavík. Þaðan út-
skrifaðist ég árið 2002. Lauk síðan
MBA-námi frá Háskóla Íslands árið
2016.
Störf:
Ég hef starfað hjá Högum frá því
að ég stundaði nám í viðskipta-
fræðinni. Fyrstu árin var ég í fjár-
hagsdeild 10-11 og sérvörusviði.
Þá hef ég sinnt starfi fjármála-
stjóra Banana, Ferskra kjötvara og
síðast Hagkaups áður en ég fór til
móðurfélagsins árið 2010. Þá tók
ég við starfi fjármálastjóra Haga
og svo við skipulagsbreytingar
nú í ágúst síðastliðnum tók ég við
starfi framkvæmdastjóra rekstrar
og samstæðu Haga.
Fjölskylduhagir:
Ég er í sambúð með Steinari Gísla-
syni og saman eigum við tvo litla
stráka, Breka rúmlega 3 ára og
Torfa 18 mánaða. Svo eigum við
hundinn Tímon sem er 8 ára loð-
bolti.
Svipmynd
Guðrún Eva Gunnarsdóttir
Guðrún Eva hefur starfað hjá Högum frá því að hún stundaði nám í viðskiptafræðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Staðreyndin er sú
að rekstur netversl-
ana er oft á tíðum erfiður og
sárafá fyrirtæki sem sjá
jákvæða afkomu af slíkum
rekstri í dag.
Íslendingar hafa tækifæri til þess að verða fyrstir þjóða til að gera alla útgáfu ríkisskulda-
bréfa græna, bæði í íslenskum
krónum og í erlendri mynt. Íslensk
stjórnvöld hafa í framhaldinu
tækifæri til þess að nýta afrakstur
grænnar skuldabréfaútgáfu til
þess að fullfjármagna metnaðar-
fulla áætlun í loftslagsmálum.
Í heimsókn Sean Kidney for-
stjóra og stofnanda Climate Bonds
Initiative, helsta sér fræðings
heims í grænum skuldabréfum, í
október, notaði hann tækifærið
til að vekja athygli íslenskra ráða-
manna á þessum möguleikum.
Kidney, sem er meðal annars ráð-
gjafi Evrópusambandsins, Kína
og framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna um græn skuldabréf,
staðhæfir að með því að Ísland
sýni fram á að hægt sé að gera
ríkisskuldabréfaútgáfu að öllu
leyti græna – og fullfjármagna
loftslagsáætlun stjórnvalda, verði
Ísland öðrum þjóðum mikil fyrir-
mynd.
Þau ríki sem farið hafa af stað
í grænni ríkisskuldabréfaútgáfu,
Frakkland, Holland, Pólland og
Síle, svo fáein séu nefnd, hafa þurft
að skipta upp skuldabréfaútgáfu
sinni og gefa þannig bæði út græn
skuldabréf og hefðbundin skulda-
bréf. Útgáfa grænna skuldabréfa
hefur mælst vel fyrir hjá þessum
ríkjum sem hafa fengið hagstæð
kjör og ætla að halda grænni
útgáfu áfram. Ísland er hins
vegar í þeirri einstöku stöðu að á
sama tíma og nóg er af grænum
verkefnum er skuldastaða ríkis-
sjóðs með því lægsta sem gerist í
heiminum. Því þarf íslenska ríkið
ekki að skipta útgáfu sinni upp (e.
carve out) í græna útgáfu og hefð-
bundna.
Græn skuldabréfaútgáfa er að
f lestu leyti eins og útgáfa ann-
arra skuldabréfa, nema að því
leyti að útgefandinn heitir því
að veita andvirði útgáfunnar til
umhver f isvænna verkefna og
aðgerða gegn loftslagsbreytingum.
Með því að ríkið taki forystu með
útgáfu grænna ríkisskuldabréfa er
hægt að slá margar f lugur í hverju
höggi; skuldabréfamarkaðurinn
dýpkar, eftirspurn og fjöldi fjár-
festa eykst, tækifærum fjárfesta
til grænna fjárfestinga fjölgar og
f leira. Ekki er síður mikilvægt að
Ísland yrði þannig fyrirmynd á
heimsvísu hvað varðar baráttuna
gegn loftslagsvánni með tilheyr-
andi kastljósi á sjálf bæra nýtingu
auðlinda landsins – meðal annars
í sjávarútvegi, orkuframleiðslu og
ferðaþjónustu – með tilheyrandi
jákvæðum áhrifum á hagkerfið
allt.
Þessir kostir hafa komið skýrt
fram í grænum skuldabréfaút-
gáfum íslenskra aðila að undan-
förnu. Í útboðum sem Fossar
markaðir höfðu umsjón með
fyrir hönd Reykjavíkurborgar og
Orkuveitu Reykjavíkur fengust
betri kjör en áður. Að auki vöktu
útgáfurnar mun meiri athygli en
hefðbundnar útgáfur og talsvert
f leiri fjárfestar tóku þátt í þeim. Þá
hafa grænu bréfin reynst frábær
vettvangur fyrir samtal fjárfesta
og útgefenda um áherslur beggja
í umhverfismálum og þau grænu
verkefni sem fjármagnið er nýtt
í. Þetta teljum við að verði einnig
raunin þegar íslenska ríkið fer af
stað með græna útgáfu.
Öll íslensk ríkisskuldabréf verði græn
Ísland er í þeirri
einstöku stöðu að á
sama tíma og nóg er af
grænum verkefnum er
skuldastaða ríkissjóðs með
því lægsta sem gerist í
heiminum.
Andri Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri hjá Fossum mörkuðum, og
Kristján Guy Burgess, ráðgjafi um
ábyrgar fjárfestingar
Um er að ræða vinsælan fullbúinn einkarekinn
leikskóla, sem er í góðum rekstri og staðsettur er
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Til sölu er fasteign, rekstur og lausafé.
Húsnæði er 462 fm á stórri og skjólsælli lóð.
Áhugasamir hafi samband við:
radgjof@lmbmandat.is
LMB | Mandat slf.
Til sölu fasteign
og rekstur leikskóla
Til þess að árangur náist í bar-
áttunni gegn loftslagsbreytingum
verður að virkja krafta mark-
aðarins. Útgáfa grænna skulda-
bréfa er þáttur í því sem fyrir-
tæki og stjórnvöld geta gert. Það
er fagnaðarefni hvernig íslenska
ríkið hefur riðið á vaðið með því
að í nýju frumvarpi um stofnun
Þjóðarsjóðs, sé sérstaklega tiltekið
að græn skuldabréf verði hluti af
fjárfestingastefnu hans. Í nýlegri
ræðu á þingi Norðurlandaráðs
sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra einnig að tryggja þyrfti
að lífeyrissjóðir fjárfesti einnig til
góðs með þessum hætti.
Það er okkar mat að með útgáfu
grænna skuldabréfa verði mögu-
legt að styrkja fjármögnun ríkis-
sjóðs, fjármagna aðgerðaáætlun til
kolefnishlutleysis, styrkja alþjóð-
legt orðspor Íslands og auka verð-
mæti íslensks útf lutnings. Á sama
tíma ná árangri sem eftir verður
tekið í því sem mun skipta kom-
andi kynslóðir öllu máli, að takast
á við, loftslagsvána.
9M I Ð V I K U D A G U R 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN