Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 9 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Allt frá loðkápum til leikfanga Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is Glæsileiki Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Áramótin nálgast! VIÐSKIPTI Lækkandi langtímavextir geta orðið til þess að skuldbindingar íslensku lífeyrissjóðanna verði veru- lega vanmetnar ef ekki er byggt á raunsæjum forsendum. Sjóðirnir geta þurft að fjárfesta í áhættusam- ari eignum í meiri mæli en áður til þess að eygja möguleika á að ná við- miðum sínum um ávöxtun. „Það er nauðsynlegt að forsendur lífeyrisskuldbindinga séu fram- sýnar og raunsæjar til þess að kerfið standist tímans tönn,“ segir Jón Ævar Pálmason, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Lífeyrissjóðir núvirða skuldbindingar sínar miðað við 3,5 prósenta vexti umfram verð- bólgu en sú ákvörðun tók mið af útlánavöxtum Íbúða lánasjóðs á tíunda áratugnum. „Þegar þetta viðmið í reglugerð- inni var ákveðið á sínum tíma þótti það varfærið. Síðan þá hafa vextir farið lækkandi hér á landi undan- farna áratugi, líkt og í nágranna- löndunum, og ef við berum þetta viðmið saman við vaxtakjör á verð- tryggðum útlánum og ávöxtunar- kröfu ríkisskuldabréfa í dag þá er viðmiðið harla hátt,“ útskýrir Jón. Eignir lífeyrissjóða hafa ekki jafn langan líftíma og skuldbinding- arnar, sem gerir sjóðina næma fyrir vaxtabreytingum. „Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í eignum sem eru að skaffa nægilega góða ávöxtun í dag en þegar kemur að því að endur- fjárfesta gæti ávöxtunin sem þeir fá verið lægri en vextirnir sem skuld- bindingarnar miða við,“ segir Jón. Ef hæfilegt þætti að núvirða skuld- bindingar miðað við þriggja pró- senta verðtryggða vexti mætti áætla að skuldbindingar dæmigerðra líf- eyrissjóða ykjust um 10-13 prósent en eignir um 2-4 prósent. Ef miðað væri við tveggja prósenta verð- tryggða vexti gæti hækkun skuld- bindinga numið tugum prósenta. „Það þarf ekki að vera ókostur að lífeyrissparnaður sé að meira marki háður óvissu ef hægt væri að milda áhættu sjóðfélaga eftir því sem þeir nálgast eftirlaunaaldur. Verra væri ef matsforsendur sjóða vikju svo veru- lega frá raunverulegum aðstæðum,“ útskýrir Jón, „að það leiddi til þess á endanum að ekki væri hægt að efna skuldbindingarnar.“  – þfh / sjá Markaðinn Verulegt vanmat ef forsendur bresta Viðmið um 3,5 prósenta ávöxtun lífeyrissjóða getur leitt til vanmats á skuldbindingum þeirra upp á tugi prósenta ef vextir lækka áfram. Eignir sjóðanna með styttri meðallíftíma en skuldbindingar. Gætu þurft að fjárfesta meira í áhættusamari eignum en áður. VIÐSKIPTI Íslenska frumlyfjaþró- unarfyrirtækið EpiEndo Pharma- ceuticals hlaut nú á dögunum 340 milljóna styrk úr sjóði nýsköpunar- nefndar Evrópusambandsins vegna þróunar á nýju frumlyfi gegn sjúk- dómum í öndunarfærum á borð við langvinna lungnateppu og astma. Klínískar rannsóknir fyrirtækisins hafa komið vel út en fram undan er langt og strangt þróunarferli sem mun krefjast fjármagns í veldis- vexti. „Við höfum reynt að láta lítið fyrir okkur fara á opinberum vett- vangi fram til þessa,“ segir Friðrik Garðarsson, læknir og stofnandi EpiEndo, en frá stofnun hefur fyrirtækið safnað um 1,1 milljarði íslenskra króna. – þfh / sjá Markaðinn Hlaut um 340 milljóna króna styrk frá ESB „Sá sjötti Askasleikir var alveg dæmalaus,“ segir í vísu Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana. Þessi börn sem heimsóttu Þjóðminjasafnið í gær til að taka á móti Askasleiki virðast sam- mála skáldinu hvað það varðar. Þeir bræður heimsækja nú Þjóðminjasafnið hver á eftir öðrum fram til jóla eftir að hafa fært börnum landsins gjafir í skóinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI HÚSNÆÐISMÁL Heimilum, sem uppfylla ekki viðmið um ákveðinn herbergjafjölda miðað við fjölda og samsetningu heimilisfólks, hefur fjölgað hratt að undanförnu. Forseti ASÍ segir þetta endur- spegla þróun fasteignaverðs. – khg / sjá síðu 4 Fleiri búa þröngt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.