Fréttablaðið - 18.12.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 18.12.2019, Síða 4
Veður Norðaustanátt, víða 8-15 m/s, en N-lægari A-til í dag. Él N- og A-lands, en samfelld snjókoma NA- og A-lands fram á nótt. Lengst af bjartviðri á S- og SV-landi. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. SJÁ SÍÐU 20 Þingmenn komnir í jólafrí Eftirfarandi eru þakkarorð frá aðstandendum Leifs Magnúsar sem lést í lið- inni viku, og óskað var birtingar á. Þorri lands- m anna f ylgd i s t með björgunaraðgerðum og því var góðfúslega orðið við því. – ritstj. Í síðustu viku gerðist sá sorglegi atburður að drengurinn okkar Leif Magnús Grétarsson Thisland lést af slysförum þegar hann féll í Núpá í Sölvadal. Í þeirri miklu sorg sem slysinu fylgdi fyrir fjölskyldu og vini Leifs Magnúsar vorum við ólýsanlega þakklát fyrir óeigin- gjarnt starf björgunarsveita, lög- reglu, Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila sem komu að björgunaraðgerðum við afar erfiðar aðstæður við Núpá. Þarna fundum við fyrst á eigin skinni hve mikilvægt starf björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila er, en það skiptir sköpum fyrir okkur öll þegar veður gerast válynd og aðstæður verða nánast óviðráðanlegar. Við upplifðum fag- lega og fumlausa fram- komu viðbragðsaðila í öllum samskiptum við okkur aðstandendur Leifs Magnúsar og var mikla nærgætni að finna við allar tilkynningar og upplýsingagjöf í kjölfar slyssins. Þetta veitti okkur styrk og vissu fyrir því að verið var að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til að koma drengnum okkar til bjargar. Við erum þakklát ykkur öllum. Við biðjum ykkur Guðs bless- unar og gleðilegra jóla. Fyrir hönd fjölskyldna Leifs í Noregi og á Íslandi, Grétar Már Óskarsson Óskar Pétur Friðriksson Torf hildur Helgadóttir Valgerður Erla Óskarsdóttir Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson Þakkir til viðbragðsaðila Mikill skortur er á barnaefni á íslensku táknmáli. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SAMFÉLAG Félag heyrnarlausra fagnar 60 ára afmæli sínu 11. febrúar næstkomandi. Verður því fagnað með því að færa þjóðinni nýtt smáforrit að gjöf. Fyrirmyndin er bandarískt smáforrit sem heitir The ASL App og mun það heita ÍTM APP (íslenskt táknmál) á íslensku. Ólíkt því bandaríska verður niðurhal á hinu íslenska smáforriti ókeypis. Stendur nú yfir framleiðsla og fjár- mögnun er sótt til fyrirtækja og samtaka. „Þetta verður smáforrit þar sem hægt verður að læra ákveðin grunnatriði á táknmáli,“ segir Daði Hreinsson, framk væmdastjóri félagsins. „Þarna verða f lokkar samskipta, til dæmis varðandi útlit, klæðnað og mannleg samskipti. Einnig eru uppi hugmyndir um að hafa samskipti tengd ákveðnum vinnustöðum, til dæmis eldhúsum á veitingastöðum.“ Í kringum 200 Íslendingar nota eingöngu íslenskt táknmál og Daði áætlar að um 600 Íslendingar noti táknmál á hverjum degi. Tákn- málið er ólíkt öðrum tungumálum að því leyti að það er ekki ritmál og að læra táknmál svipar til þess að læra annað tungumál í gegnum kvikmyndir eða þætti. Rétt eins og í íslensku er málfræði í táknmálinu, sem kennd er í Háskóla Íslands, en með táknum og hreyfingum. Kostnaðurinn við ÍTM appið verður í kringum 5 milljónir króna. „Við höfum fengið mjög hlýjar og góðar viðtökur víðast hvar,“ segir Daði. „Félagið á sitt eigið hljóðver en við þurfum að fjárfesta í búnaði til að uppfylla ákveðnar kröfur hjá þeim sem eiga réttinn að forritinu. Síðan fáum við mismunandi fólk, allt eftir f lokkum, til að lesa inn.“ Óvíst er hvenær hitt smáforritið kemur út, en það verður á árinu 2020 segir Daði. Í því verða smá- sögur á táknmáli fyrir börn, bæði þekktar sögur og sögur búnar til af heyrnarlausum. Það er smærra í sniðum og mun kosta rúmar þrjár milljónir. „Sögumaðurinn og tjáning hans skiptir mjög miklu máli í táknmál- inu og við eigum mjög hæft fólk til að segja þessar sögur,“ segir Daði og jafnframt að mikill skortur sé á barnaefni á íslensku táknmáli. „Eina barnaefnið sem hefur verið birt, til dæmis í Stundinni okkar, er efni sem við höfum búið til og síðan talsett til að allir njóti góðs af því, eins og Tinna táknmálsálfur. Ríkis- sjónvarpið hefur ekki viljað leggja til fé en tekur við efni frá okkur.“ Smáforritin verða á tveimur málum, en ekki hefur verið ákveðið hvort þau verða textuð eða lesið yfir á íslensku. kristinnhaukur@frettabladid.is Gefa út tvö smáforrit í tilefni af stórafmæli Félag heyrnarlausra ætlar að gefa út tvö smáforrit á næsta ári í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Annað þeirra er fyrir alla og kemur út á afmælisdeginum sjálfum, 11. febrúar, og hitt, sem er smásögusafn fyrir börn, síðar á árinu. Sögumaðurinn og tjáning hans skiptir mjög miklu máli í táknmál- inu og við eigum mjög hæft fólk til að segja þessar sögur. Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnar- lausra Reginn hf. / 512 8900 / reginn@reginn.is / reginn.is GRUNNLÝSING Í TENGSLUM VIÐ ÚTGÁFURAMMA REGINS HF. Reginn hf. kt. 630109-1080, Hagasmára 1, 201 Kópavogi, hefur birt grunnlýsingu í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Grunnlýsingin er dagsett 12. desember 2019, staðfest af Fjármálaeftirlitinu, gefin út á íslensku og birt á vefsíðu Regins, www.reginn.is/fjarfestavefur. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni og hjá útgefanda í höfuðstöðvum félagsins að Hagasmára 1, Kópavogi, á meðan hún er í gildi. Nánari upplýsingar um Reginn hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu. Fossar markaðir hf. hafði umsjón með því ferli að fá grunnlýsinguna staðfesta hjá Fjármálaeftirlitinu. Kópavogur, 18. desember 2019 LÖGREGLUMÁL Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurann- sókn á meintum flutningi fjögurra lambhrúta frá Vestf jörðum til Norðurlands eystra. Flutnings- bann hefur verið sett á hrútana en meintur flutningur milli landshluta uppgötvaðist við eftirlit stofnunar- innar. Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að viðtakandi hrútanna hafi sótt um leyfi til stofnunarinnar árið 2016 um kaup á fimm hrútum úr Vestfjarðahólfi vestra en umsókn- inni verið hafnað. Ekki er heimilt að f lytja sauðfé yf ir varnarlínur sem ráðherra ákveður hverju sinni. Varnarlínum er ætlað að verja bústofna bænda fyrir dýrasjúkdómum. – aá Lögregla kanni hrútaflutninga Síðasta þingfundi ársins lauk á sjöunda tímanum í gærkvöldi en nú verður gert hlé á þingfundum fram til 20. janúar. Það var létt yfir þingmönnum þegar forseti hafði hringt jólafríið inn og kvöddust margir með faðmlögum og kossum eins og venja er á þessum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.