Fréttablaðið - 18.12.2019, Side 12

Fréttablaðið - 18.12.2019, Side 12
Þegar kemur að útgöngunni, skipta fiskveiðar Danmörku miklu máli, af því að þetta er grein sem reiðir sig á gott samstarf þjóða sem veiða á sama svæði. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur Hofsá og Sunnudalsá er enn ein perlan í bókaflokknum um laxveiðiár á Íslandi. Í þessari bók er í fyrsta sinn fjallað um Hofsá og Sunnudalsá, og veiðisvæðunum lýst á einstaklega skemmtilegan og aðgengilegan hátt. „Hofsá í Vopnafirði er ein þekktasta laxveiðiá landsins og hliðará hennar Sunnudalsá er einnig góð laxveiðiá og eru þær oft nefndar í sömu andrá. Hofsá á sér óvenjulega sögu sem laxveiðiá, en á sjötta áratug síðustu aldar hófu breskir veiðimenn að venja komur sínar í Hofsárdal og bundust þeir ánni og sveitinni sterkum böndum.“ HOFSÁ OG SUNNUDALSÁ Vatnagörðum 14 • 104 Reykjavík Sími 563 6000 • www.litrof.is ÓSKABÓK VEIÐIMANNSINS! EINNIG TIL Á ENSKU DANMÖRK Mette Fredriksen, for­ sætisráðherra Danmerkur, krefst þess að Danir fái áfram veiða innan breskrar lögsögu eftir útgöngu Bretlands á næsta ári, ellegar beiti þeir neitunarvaldi sínu hvað við­ skiptasamninga við Evrópusam­ bandið varðar. Mette hefur áður verið ákveðin hvað danska fiskveiðihagsmuni varðar og ítrekaði hún það eftir að úrslit bresku kosninganna lágu fyrir. „Þegar kemur að útgöngunni, skipta fiskveiðar Danmörku miklu máli, af því að þetta er grein sem reiðir sig á gott samstarf þjóða sem veiða á sama svæði,“ sagði Fred­ riksen. Langmest af norðursjávarsíld­ inni finnst í breskri lögsögu og Danir veiða stóran skerf af henni. Einnig veiða Danir mikið af makríl vestan við Bretland. Danir, eins og margar aðrar Evr­ ópusambandsþjóðir, hafa veitt í breskri lögsögu síðan á áttunda áratugnum og heilu byggðarlögin eru háð þessum veiðum. Eitt af þeim er Thyboron, tvö þúsund íbúa bær á vesturströnd Jótlands. Meira en þriðjungur af lans sem landað er þar kemur úr breskri lögsögu. Í Thyboron hafa margir haft áhyggjur af útgöngu Breta úr Evr­ ópusambandinu, sem ljóst er að verður á næsta ári eftir stóran kosningasigur Íhaldsf lokksins. „Við gætum þurft að loka þessum bæ,“ sagði sjómaðurinn Michael Bork, 36 ára, sem hefur sótt sjó­ inn síðan hann var barn. „Eftir að Bretar ganga út verður danskt haf­ svæði þétt setið skipum frá Dan­ mörku, Hollandi og Belgíu. Það er ekki nægur fiskur til.“ Óvissan í kringum útgönguna hefur þegar haft mikil áhrif á danska útgerðarbæi, dregið hefur mjög úr fjárfestingum í greininni og veiðileyfi í uppnámi. Fiskveiðar eru eitt af því fyrsta sem rætt verður eftir útgöngu­ samninginn, samkvæmt viðskipta­ samningaáætlun sem Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda­ stjórnar Evrópusambandsins, hefur látið gera. Samkvæmt áætl­ unum verður samið allt næsta ár en líklegt er að viðræðurnar dragist lengur en það, sérstaklega í ljósi þess að mikið er undir og leið­ togarnir eru vígreifir. Það sem f lækir málið enn frekar er undirbúningur að stórum við­ skiptasamningi á milli Bretlands og Bandaríkjanna, sem gæti verið undirritaður á undan samningum við Evrópusambandið. En hann gæti einnig truf lað samningana, til dæmis hvað varðar land­ búnaðarafurðir, og Johnson gæti þurft að velja hvort hann vilji góðan samning við Bandaríkin eða Evrópusambandið. kristinnhaukur@frettabladid.is Stefnir allt í síldarstríð Dana og Breta Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekaði mikilvægi þess að dönsk fiskiskip fengju áfram að veiða í breskri lögsögu eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu á næsta ári. Veiðarnar eru lífsnauðsynlegar fyrir heilu byggðarlögin í Danmörku. Forsætisráðherra Danmerkur heimsótti Downing stræti 10 í mánuðinum. NORDICPHOTOS/GETTY Musharraf var forseti Pakistan frá 1999 til 2008. NORDICPHOTOS/GETTY PAKISTAN Fyrrverandi forseti Pak­ istan, Pervez Musharraf, var dæmd­ ur fyrir landráð af þarlendum dóm­ stól í gær. Hann verður látinn gjalda fyrir landráðin með lífi sínu. Það var hryðjuverkadómstóll í Íslamabad sem sakfelldi Musharraf en hann var ákærður árið 2014 fyrir að hafa virt stjórnarskrá landsins að vettugi, breytt henni með ólög­ mætum hætti og loks fellt hana úr gildi með vísan til meints neyðar­ ástands í landinu. Rannsókn máls­ ins hófst árið 2013 og hefur meðferð þess því tekið sex ár. Musharraf komst til valda með aðstoð hersins í valdaráni árið 1999 og sat á forsetastóli til 2008. Brotin sem hann var sakfelldur fyrir voru framin árið 2007 í því skyni að halda völdum í landinu. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Pak­ istan sem yfirmaður herafla lands­ ins er ákærður og sakfelldur fyrir landráð, en samkvæmt stjórnar­ skrá landsins liggur dauðarefsing eða lífstíðarfangelsi við landráðum. Musharraf er 76 ára gamall og hefur haldið til í Dúbaí frá 2016 eftir að hæstiréttur Pakistans af létti farbanni til að hann gæti leitað sér læknisaðstoðar utan landsins. Forsetinn fyrrverandi var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna en hann sendi frá sér yfirlýsingu á myndbandi nýverið þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. Hann sagði ekkert vit í ákærum á hendur sér. Hann á enn þann kost að áfrýja dauðadómnum. – aá Dæmdur til dauða fyrir landráð í forsetatíð sinni Musharraf var ekki viðstaddur uppkvaðningu dómsins. Hann hefur kost á að áfrýja dóminum en hann segist saklaus. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.