Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.12.2019, Qupperneq 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Atburðir liðinnar viku sýna fram á mikilvægi björgunar- starfs á Íslandi. Veðrin eru válynd og slysin gera ekki boð á undan sér. Ef þessir flokkar hefðu einhvern tíma staðið við stóru orðin þá væri staða fátækra önnur í dag. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunna@frettabladid.is Eigendur slíkra mynda sem vilja leggja þessu verkefni lið með því að benda á athyglisverðar Þingvallamyndir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við ritstjóra bókarinnar, Aðalstein Ingólfsson, netfang: adalart@mmedia.is – við fyrstu hentugleika. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG HAGATORGI · SÍMI 588 9060 hib@hib.is · www.hib.is Hið íslenska bókmenntafélag vinnur nú að útgáfu á listaverkabók með myndum íslenskra myndlistarmanna frá Þingvöllum, frá upphafi til okkar daga. Þingvallamyndir í íslenskri myndlist Sem starfsmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra. Þar á meðal eru þingmál um bú setu­ ör yggi í dval ar­ og hjúkrunarrým um, 100.000 kr. frí tekju mark vegna lífeyristekna, að hækk un bóta fylgi ávallt launaþróun eins og hún kem ur fram í launa vísi tölu, að hjálpar tæki verði und anþegin virðis auka skatti, af nám vasapeningafyrirkomu­ lagsins, aukið lýðræði og gagn sæi í líf eyr is sjóðum, stofnun hagsmunafulltrúa aldraðra og af nám skerðinga vegna launa tekna aldraðra. Öll eru málin sanngirnis­ og réttlætismál. En af öllum þeim málum sem snerta aldraða þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lág­ marksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins. Flestir þeir sem eru í þessum hópi eru þeir sem hafa engar tekjur aðrar en lífeyri frá almannatrygg­ ingum. Í þessum hópi er gamalt fólk sem þarf að velja á milli, hvort það kaupir sér mat eða lífsnauðsynleg lyf. Í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2020, lögðu þrír stjórnmálaf lokkar, m.a. Flokkur fólks­ ins, fram breytingartillögu um að hvorki öryrkjar né eldri borgarar þurfi að draga fram lífið langt undir lágmarkslaunum. Því miður var meirihluti þingmanna á móti þessari tillögu og hún var felld. Mesta kjaraskerðing sem aldraðir urðu fyrir frá hruni var vegna kjaragliðnunar. Með kjaragliðnun er átt við, að lífeyrir hækkar minna en laun. Allir stjórnmálaflokkar hafa lofað að leiðrétta kjara gliðnunina. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn­ arflokkur, en honum var stjórnað af núverandi leiðtogum Miðflokksins, lögðu sérstaka áherslu á þetta loforð árið 2013. Stóðu þeir við það? Að sjálf­ sögðu ekki, þessu er alltaf lofað og jafn oft svikið. Enn í dag horfum við upp á þessa sömu flokka ásamt Vinstrihreyfingunni – grænu framboði svíkja fátækt fólk og neita því réttlæti. Ef þessir f lokkar hefðu einhvern tíma staðið við stóru orðin þá væri staða fátækra önnur í dag. Svik við aldraða Sigurjón Arnórsson framkvæmda- stjóri Flokks fólksins Eitt mesta óveður síðari tíma gekk yfir landið í síðustu viku. Margar brota­lamir komu í ljós við þær aðstæður; rafmagn fór af heilu byggðunum og mikið tjón varð víða. Rafmagns­staurar brotnuðu, klæðningar rifnuðu og fólk hírðist í óupphituðum og rafmagns­ lausum húsum sínum. Rauðar viðvaranir voru gefnar út í fyrsta sinn í sögunni og víðast hvar var óvissu­ eða hættustig í gildi, auk þess sem hætta var á snjóf lóðum og annarri illviðráðan­ legri náttúruvá. Ljósið í myrkrinu voru vafalítið björgunar­ sveitir og aðrir viðbragðsaðilar landsins sem unnu gríðarlega óeigingjarnt starf við þessar erfiðu aðstæður. Hátt í eitt þúsund björgunar­ sveitarmenn um allt land tóku þátt í verkefnum tengdum veðurofsanum, hvort sem var til þess að festa þakplötur, koma fólki í öruggt skjól, koma á rafmagni eða að aðstoða bændur við leit að skepnum og björgun þeirra, svo fátt eitt sé nefnt. Á meðan leituðu um fjögur hundruð manns til viðbótar ungs manns sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Björgunarsveitir víðast hvar af landinu tóku þátt í leitinni, auk lögreglu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrluáhafnar Landhelgis­ gæslunnar með liðsinni danska hersins. Allt var gert til þess að koma piltinum til bjargar, við aðstæður sem varla er hægt að skrifa skáldsögur um, en áin varð unga manninum því miður að aldurtila. Í blaðinu í dag sendir fjölskylda piltsins ein­ lægar þakkarkveðjur til allra þeirra sem tóku þátt í aðgerðunum, og tekur fram hve fagleg og fumlaus vinnubrögð þeirra voru, í aðgerðunum sjálfum, samskiptum og upplýsingagjöf. „Þetta veitti okkur styrk og vissu fyrir því að verið var að gera allt sem í mannlegu valdi stóð til að koma drengnum okkar til bjargar,“ segir í bréfinu. Atburðir liðinnar viku sýna fram á mikilvægi björgunarstarfs á Íslandi. Veðrin eru válynd og slysin gera ekki boð á undan sér. Björgunarfólk leggur líf sitt ítrekað í hættu og fyrir það eigum við að vera þakklát. Þakklætið f leytir okkur þó ekki alla leið og þess vegna þarf að tryggja fjár­ magn til málaf lokksins. Málaf lokkinn þyrfti líka að taka til gagngerrar endurskoðunar og bæta þarf fjarskipta­ og tækjakost með það að markmiði að auðvelda vinnu björgunarsveita og stytta viðbragðstíma. Í því samhengi ætti að skoða frekari aðkomu ríkisins að rekstrarum­ hverfi björgunarsveita og jafnvel ætti að heimila þeim að sækja fjármagn í gegnum tryggingar ferðamanna, líkt og lagt hefur verið til. Hvað sem því líður er ljóst að gera þarf betur við fólkið sem sinnir þessu starfi, öllum stundum sólarhrings, allan ársins hring. Þakkir Ósiðir Þingmenn eru nú komnir í jólafrí en næsti þingfundur verður ekki fyrr en 20. janúar. Þrátt fyrir að fjárlög hafi aldrei verið afgreidd fyrr, eða 27. nóvember, var gamalkunnug stemning á síð- ustu metrunum með tilheyrandi kvöldfundum og þrasi. Þingið fór að vísu ekki nema tvo daga fram yfir starfs áætlun en miðað við hversu greiðlega gekk að afgreiða fjárlögin hefði mátt ætla að eftirleikurinn yrði auðveldur. Í gær voru 25 lagafrumvörp afgreidd auk einnar þingsálykt- unartillögu. Sum málanna komu allt of seint inn í þingið og hlutu varla efnismeðferð við hæfi en önnur hefði mátt afgreiða fyrir löngu. Það virðist erfitt að venja sig af ósiðum fortíðar. Lært af reynslunni? Meðal þeirra mála sem voru afgreidd í gær var áfangi í lengingu fæðingarorlofs. Þetta jákvæða mál var hluti lífskjara- samnings og flestir ef ekki allir þingmenn sammála því. Samt sem áður tókst ríkisstjórnar- flokkunum með einkennilegri lagni að flækja málið. Lagðar voru fram breytingartillögur á breytingartillögur ofan. Voru þar meðal annars gerðar ráðstaf- anir fari svo að frumvarp félags- málaráðherra um næsta áfanga í lengingu orlofsins verði ekki samþykkt í tæka tíð. Kannski læra sumir af reynslunni þrátt fyrir allt? sighvatur@frettabladid.is 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.