Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 16

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 16
Kári Stefánsson, læknir og for-stjóri, birti á dögunum grein í Fréttablaðinu þar sem hann kallaði Vilhjálm Árnason, prófess- or í heimspeki, rugludall. Tilefnið er ný lög um vandaða starfshætti, í vísindum, sem Kári segir að Vil- hjálmur standi fyrir. Í þeim skorti skilgreiningu á því hvað teljist vera „heiðarleg vinnubrögð“ í vísindum. Heiðarleiki sé hins vegar „eini sam- nefnari vandaðra vinnubragða“ í vísindum og ástæða sé til að brýna slíkt fyrir f leirum, til að mynda útgerðarmönnum. Kári útlistar hvernig „mjög öf lugt sjálfseftir- lit“ vísindasamfélagsins virki og eigin reynslu af því, til dæmis að valinkunnir vísindamenn ritrýni vísindagreinar hver annars fyrir birtingu. Nokkru síðar birti Kári aðra grein í Fréttablaðinu, þá undir fyrirsögn- inni Landráð? og vísar til skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um mak- ríl og samanburð á skiptaverði hér og í Noregi. Hann sakar útgerðar- menn um að hlunnfara sjómenn og sveitarfélög, stela undan skatti með því að selja eigin félögum erlendis makríl á undirverði og stunda pen- ingaþvætti ofan á allt saman. Niður- staðan er að útvegsmenn hafi stolið 300 milljörðum króna á sjö árum! Fleiri fráleitar fullyrðingar er að finna en byrjum á þessari. Meira um hitt síðar. Vel færi á því að greinarhöfundur hefði sjálfur að leiðarljósi heiðar- leika í anda sjálfseftirlits vísinda- samfélagsins við þessi skrif sín og sérfróða menn til að ritrýna skrif sín. Hann gefur sér forsendur eða kann ekki að reikna út frá stað- reyndum en hikar samt ekki við að draga gífuryrtar ályktanir af öllu saman. Slík vinnubrögð teljast von- andi hvorki sérlega heiðarleg né vís- indaleg – og um það erum við Kári væntanlega sammála. Tölur um útf lutningsverðmæti makríls eru í gögnum Hagstofu Íslands og tölur um af lamagn hjá Fiskistofu. Hvoru tveggja er aðgengilegt öllum en kallar á heimavinnu. Það f lækir málið að hluti makrílaflans endar í bræðslu, bæði skemmdur fiskur og afskurð- ur. Þá stærð þarf að reikna sem afleidda og þeir sem treysta sér ekki til þess en vilja vanda til verka leita þá aðstoðar sér fróðari manna. Ég aflaði gagnanna og í ljós kom að útflutningsverðmæti makríls frá Íslandi nam tæplega 200 milljörð- um króna á árunum 2006 til 2018, á verðlagi hvers árs. Þau ár sem Kári miðar við nam útf lutnings- verðmætið liðlega 130 milljörðum króna og heildaraflinn var liðlega ein milljón tonna. Þetta jafngildir um 130 krónum að meðaltali á hvert kíló eða um 120 japönskum jenum á kílóið, sem er meðalverð þess makríls sem landað er. Ef við bætum við 300 milljörðum króna, sem Kári svo smekklega staðhæfir að útgerðarmenn hafi stolið, ætti útf lutningsverðmætið að vera 430 milljarðar króna og meðalverð um 430 krónur á kíló eða jafnvirði nær 390 jena. Með nákvæmari heimavinnu, gúggli og kannski símtali við jap- anskan vin, hefði Kári getað fengið upplýsingar um makrílverð í Japan. Þá vissi hann nú að verð á makríl í stærri og verðmeiri f lokkum sveifl- aðist á tímabilinu um 160-360 jen á kílóið. Japanir kaupa mikið magn á lágu verði og halda birgðir en kaupa sem minnst á háu verði. Ég hef yfir- lit um verðþróun en ekki magn en tel líklegt að meðalverð sé 210-270 jen. Þegar hér er komið sögu blasir við að Kári gefur sér 50–80% hærra afurðaverð en kröfuhæsti mark- aður veraldar greiðir fyrir stærsta og besta makrílinn! Útreikningar mannsins eru því hreint og klárt rugl en ég læt mér samt ekki sæma að kalla hann rugludall. Það er orð- bragð sem aðrir telja brúkhæft í opinberri umræðu. Sama á við um landráðabrigslin. Nýlega hlustaði ég á lestur Stefáns Jónssonar, föður Kára, upp úr bók sinni, Að breyta fjalli. Hún er snilld- arverk að frásögn og stíl og einkar hlý saga bernskuára höfundar. Ég má til með að vísa til bókarinnar þegar ég segi að ég erfi hvorki f ljót- færni né f lumbrugang í skrifum Kára frekar en afi hans erfði við Stefán, föður Kára, þegar hann (Stefán) vildi hjálpa til og skaut jarpa gæðingshryssu frá Árnanesi, sem nágranninn átti, í misgripum fyrir jarpan afsláttarklár sem faðir hans hafði keypt til að lóga fyrir heimilið. Öllum verður eitthvað á í lífinu en flestum er gefið að bæta ráð sitt. Heiðarleiki og ruglaðir makrílútreikningar Á a n nað þú su nd ma n n s bíða eftir því að komast í hvíldarinnlögn og tæplega fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými. Til viðbótar bíða 89 einstaklingar eftir dvalarrými. Þetta kemur fram í svörum heil- brigðisráðherra á Alþingi. Hjúkr- unarheimilum hefur lítið fjölgað síðasta áratuginn, þörfin eykst og biðtími lengist. Á annað hundrað manns bíða á Landspítalanum og nálægum sjúkrahúsum eftir því að komast á hjúkrunarheimili og það eykur álagið á spítalana með til- heyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra eiga daggjöld, sem ákveð- in eru af ráðherra, að standa undir rekstrarkostnaði hjúkrunarheim- ila. Því miður virðist það eingöngu eiga við um í orði en ekki á borði og dæmin um það eru nokkur. Hjúkr- unarheimilið Ísafold var opnað árið 2013 og var rekið af Garða- bæ. Daggjöldin voru langt frá því að duga fyrir daglegum rekstri og þurfti Garðabær að greiða um 100 milljónir á ári til rekstrarins til að halda uppi sjálfsögðum gæðum á heimilinu. Hér skal tekið fram að gæðaviðmið eru sett fram í kröfu- lýsingu heilbrigðis- og velferðar- ráðuneytisins um starf hjúkrunar- heimila. Sami aðili setur því fram gæðakröfurnar, sem rekstraraðila er gefið að starfa eftir, og neitar svo að greiða kostnað þannig að hægt sé að uppfylla þessar kröfur þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi bent á að það vanti talsvert upp á að daggjöld geti staðið undir rekstri hjúkrunar- heimila. Vitlaust gefið Hér er vitlaust gefið og það er ekki forsvaranlegt að bæjarfélög þurfi að nýta skattfé íbúa til að greiða háar fjárhæðir í verkefni sem eru á forræði ríkisins og eiga að vera fjármögnuð af ríkinu lögum sam- kvæmt. Árið 2016 stefndi Garðabær ríkinu vegna reksturs á hjúkrunar- heimilinu Ísafold og þess sem upp á vantaði inn í reksturinn frá ríkinu árin 2013-2015. Vonbrigðin eru þau að Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir ríkinu vegna 320 milljóna kröfu Garðabæjar á ríkið. Garðabær rekur ekki lengur Ísafold enda er ekki hægt að rétt- læta fyrir bæjarbúum að svo háar upphæðir af skattfé íbúa séu not- aðar til að niðurgreiða verkefni á vegum ríkisins og eiga að vera fjármögnuð af því. Árið 2017 var samið við Hrafnistu um að taka við rekstrinum og það gengur ágæt- lega enda var meðgjöf frá Garðabæ fyrstu árin. Akureyri er í svipuðum sporum og Garðabær, situr uppi með mikinn kostnað í meðgjöf í þjónustu við aldraða. Glæsilegt húsnæði fyrir hjúkrunarheimili var byggt upp á Seltjarnarnesi en bæjaryfirvöld þar neitaðu að taka við rekstri hjúkrunarheimilis enda duga daggjöld ríkisins ekki fyrir rekstri hjúkrunarheimilis þar frekar en annars staðar þar sem gæðakröfum þessa sama ríkis er fylgt. Það sama gerði Kópavogur. Sveitarfélögin geta ekki látið bjóða sér slík vinnubrögð. Þessi saga er ekki ný. Svona hefur hún verið um langt skeið og segir okkur að þegar verkefni fara frá ríki yfir á sveitarfélög er vitlaust gefið. Svona var sagan líka árið 1996 þegar rekstur grunnskóla fór yfir til sveitarfélaga og aftur með mál- efni fatlaðs fólks. Þá hefur um langt skeið verið deilt um ástand vega þegar kemur að yfirfærslu frá ríki til sveitarfélaga og í raun galið að ekki sé til skýrari rammi um þau skil. Eins og staðan er í dag er erfitt fyrir sveitarstjórnarfólk að vera jákvætt gagnvart fleiri yfirfærslum þótt þær séu í eðli sínu skynsamlegar m.t.t. nærþjónustu. En fjárhagslega fyrir bæjarsjóði og annan rekstur þorir enginn í þann darraðardans. Samskipti og samvinna sveitar- félaga við ríkið er engin fyrir- myndarsaga og það er fjarri því að eitthvert jafnræði gildi í þeim sam- skiptum. Slíkt er aldrei vænlegt til árangurs. Á Íslandi eru tvö opinber stjórn- sýslustig, ríki og sveitarfélög. Sam- skipti og samvinna þeirra ættu að vera á jafningjagrundvelli. Þegar það kemur að skiptingu verkefna eða yfirfærslu þarf allt að vera uppi á borðum, hvort sem það er ástand vega, húsnæðis eða annarra inn- viða eða ef stefnt er að því að breyta kröfum og reglugerðum sem hafa áhrif á rekstur og annan kostnað. Í samningum ætti jafnframt endur- mat fram í tímann að vera þannig að í samningum sé möguleiki á leið- réttingum ef breytingar verða sem kalla á fjárútlát. Þannig losnum við við ósætti og óþarfa togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. Gleymum heldur ekki að á end- anum bitna slík átök á þeim sem síst skyldi, þeim sem þurfa að nýta sér þjónustuna og hafa ekki val um annað. Þegar kröfur og greiðslur fara ekki saman Stöð2 birti nýlega fréttir af vett-vangi kirkjugarða og visir. is fylgdi þeim fréttum eftir. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um rekstrarvanda kirkjugarða og var fréttakona þar að fylgja eftir fyrri fréttum af þeim vandræðum og fékk hún bæði munnlegar og skrif- legar uppfærðar upplýsingar um þau mál og gerði þeim prýðilega góð skil. Í upplýsingum frá mér til hennar kom fram að vegna rekstrar- vandans hafa Kirkjugarðar Reykja- víkurprófastsdæma (KGRP) ekki getað hugað að endurnýjun bál- stofu og líkhúss í Fossvogi. Rekstur þessara tveggja „deilda“ innan KGRP frá degi til dags gengur út af fyrir sig en ekkert svigrúm er til brýnnar endurnýjunar á húsakynn- um, tækjum og aðstöðu. Fram kom í máli mínu að miðað við viðbrögð ráðamanna um aukið framlag til kirkjugarða væri bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss ekki lengur á færi KGRP vegna stanslauss niður- skurðar í rúm 10 ár. Fram kom að miðað við núverandi aðstæður væri það verkefni ríkis, sveitarfélaga og kirkjugarða að tryggja slíka endur- nýjun á næstu árum. Margar við- varanir hafa verið gefnar undan- farin ár en ráðamenn, þ.e. ráðherrar, alþingismenn og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan dauf heyrst við þeim viðvörunum. Ég hef orðið var við að orð mín hafa verið túlkuð á þann veg að rekstri bálstofu og líkhúss Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma verði hætt á næstunni vegna rekstr- arvanda. Það er misskilningur. Bál- stofan og líkhúsið í Fossvogi munu gegna sínu hlutverki áfram næstu árin en það þarf strax að huga að því hvernig eigi að tryggja ábyrgan rekstur í framtíðinni eins og hingað til. Ég hef gert kirkjugarðaráði grein fyrir stöðunni og óskað eftir að ráðið gerði það sem unnt er til að bregðast við, t.d. með því að stuðla að skipun starfshóps um fram- tíðarlausn þessara mála á Íslandi. Heppilegt væri að í starfshópnum væru fulltrúar frá kirkjugarðaráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og dómsmálaráðuneyti. Tryggja þarf rekstur líkhúss og bálstofu til framtíðar Þórsteinn Ragnarsson forstjóri KGRP Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar Með nákvæmari heima- vinnu, gúggli og kannski símtali við japanskan vin, hefði Kári getað fengið upp- lýsingar um makrílverð í Japan. Þá vissi hann nú að verð á makríl í stærri og verðmeiri flokkum sveiflað- ist á tímabilinu um 160-360 jen á kílóið. Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður bæjarráðs Garðabæjar Samkvæmt lögum um mál- efni aldraðra eiga daggjöld, sem ákveðin eru af ráðherra, að standa undir rekstrar- kostnaði hjúkrunarheimila. Því miður virðist það ein- göngu eiga við um í orði en ekki á borði og dæmin um það eru nokkur. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.