Fréttablaðið - 18.12.2019, Síða 17

Fréttablaðið - 18.12.2019, Síða 17
BORGIN ER Í OKKAR HÖNDUM Við þrífum, fegrum og viðhöldum borginni, eldum mat, sinnum heimaþjónustu, önnumst börn, aldrað og fatlað fólk. Það er einlægur metnaður okkar að veita sem besta þjónustu og geta unnið af fagmennsku við að hlúa að íbúum borgarinnar og umhverfi. Þrátt fyrir það erum við á lægstu launum og undir sífellt meira álagi. Eftir áralangan niðurskurð krefjumst við leiðréttingar líkt og efri lög í samfélaginu hafa hlotið. Tryggja þarf aukna mönnun, styttri vinnuviku og rækilega launahækkun svo við getum sinnt störfum okkar af alúð og virðingu og látið enda ná saman. Við hvetjum borgina til að sýna sama metnað í verki og við með auknum fjárveitingum. Samningar okkar hafa nú verið lausir frá því í apríl. Við stöndum þétt við bakið á samninganefnd Eflingar og skorum á samninganefnd Reykjavíkurborgar að ganga að kröfum okkar og semja án tafar! Reykjavík er í okkar höndum! Undirrituð, félagar Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg Við styðjum samninganefnd okkar í Eflingu! Okkar vinna heldur borginni gangandi.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.