Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 20

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 20
53 milljarðar er markaðs- virði beins og óbeins hlutar sjóðsins í Marel. GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang hordur@frettabladid.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Þrátt fyrir að íslensku lífeyris-sjóðirnir eigi stóran hluta af þeim félögum sem mest við- skipti eru með í Kauphöllinni má einungis rekja um 8-15 prósent af markaðsveltu til sjóðanna. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Bryndísar Ásbjarnardóttur, forstöðumanns þjóðhagsvarúðar hjá Fjármálaeftirlitinu, í nýút- gefnum Fjármálum sem er vefrit eftirlitsstofnunarinnar. „Allar líkur eru á að stórar stöð- ur sjóðanna á verðbréfamarkaði dragi úr skilvirkni hans með því að grynnka viðskiptin,“ skrifar Bryn- dís. Hún segir að lífeyrissjóðir geti haft jákvæð og neikvæð áhrif á fjár- m á l a s t ö ð u g l e i k a . Þar sem sjóðirnir eru langtímafjárfestar, og fjárfestingar þeirra byggja á sjóðsöfnun, geti þeir staðist áföll á fjármálamarkaði ólíkt öðrum fjárfestum. „Hins vegar getur víð- tækt umfang þeirra á íslenskum fjár- m á l a m a r k a ð i haft áhrif á veltu á markaði og skilvirkni hans og þar með fjármálastöðugleika,“ segir Bryndís sem tekur fram að veltuhraði á hlutabréfamarkaði haf i almennt farið vaxandi á undanförnum misserum og megi teljast viðunandi miðað við stærð markaðarins. „Þó eru tilkynnt viðskipti hér á landi sem samið er um utan til- boðabókar yfir 60 prósent af öllum viðskiptum sem þýðir að tilboða- bækur eru mjög grunnar,“ skrifar Bryndís. Þá kemur fram í grein Bryndísar að bein aðkoma einstaklinga að verðbréfaviðskiptum hafi verið lítil á undanförnum árum og sé nú fjögur prósent á hlutabréfa- markaði. Sú hlutdeild kunni að Lífeyrissjóðir með minna en 15 prósent af veltunni 13% er hlutur erlendra fjárfesta í Kauphöllinni. Bryndís Ásbjarnardóttir. aukast ef tillögur í hvítbók ríkis- stjórnarinnar um að gefa skatta- lega hvata til almennings til að kaupa hlutabréf verða að veruleika. Hlutur erlendra fjárfesta er um 13 prósent og er lágur í alþjóðlegum samanburði. Á hinum Norðurlöndunum er hlut- fallið um 40 prósent. „Ætla má að sterk staða þjóðarbúsins ætti að gera Ísland álitlegan fjárfest- ingarkost á komandi misserum,“ skrifar Bryndís og nefnir í því samhengi að innkoma íslenska markaðarins í alþjóð- legar vísitölur á borð við MSCI geti opnað dyr fyrir erlenda sjóði og innleiðing Nasdaq á nýju upp- gjörskerfi á næsta ári muni auð- velda aðgengi að markaðinum. Þá vekur hún athygli á því að f lökt á hlutabréfamarkaði hafi ekki aukist eftir að fjármagnshöftum var aflétt og fylgni við erlenda markaði hafi ekki aukist. „Þessi litla fylgni ætti, út frá sjón- armiði áhættudreifingar, að gera fjárfestingu á innlendum hluta- bréfamarkaði að álitlegum kosti fyrir alþjóðlega f járfesta,“ skrifar Bryndís. – þfh Eignarhlutur Lífeyrissjóðs versl-unarmanna (LIVE) í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegn- um Eyri Invest, er metinn nú á sam- anlagt um 53 milljarða króna miðað við gengi hlutabréfa félagsins. Virði hlutarins, sem hefur hækkað um tæplega 70 prósent á árinu, nemur um 6,4 prósentum sem hlutfall af heildareignum sjóðsins í lok sept- ember en þær voru þá bókfærðar á samtals 832 milljarða. Vægi hlutabréfaeignar lífeyris- sjóðsins í Marel, sem hlutfall af heildareignum, hefur aukist um meira en helming frá því í árslok 2018. Þá var samanlagður eignar- hlutur sjóðsins í Marel metinn á 30,6 milljarða og nam ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans. Þrátt fyrir að hafa selt lítinn hluta af bréfum sínum í Marel á árinu þá er sjóðurinn eftir sem áður næst- stærsti hluthafi fyrirtækisins, með um átta prósenta hlut, og er mark- aðsvirði hans rétt undir 40 millj- örðum. Þá á Lífeyrissjóður versl- unarmanna rúmlega 10 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta hluthafa Marels með fjórðungshlut, og er sá óbeini hlutur sjóðsins metinn á um 13 milljarða. Samanlagður eignarhlutur líf- eyrissjóðsins í Marel, sem er lang- samlega stærsta fyrirtækið í Kaup- höllinni með markaðsvirði upp á um 482 milljarða, er farinn að nálg- ast það að vera hátt í helmingur af innlendri hlutabréfaeign sjóðsins. Þannig var bókfært virði innlendra hlutabréfa Lífeyrissjóðs verslunar- manna í lok þriðja ársfjórðungs um 130 milljarðar og því er hluta- bréfaeign sjóðsins í Marel rúmlega 40 prósent af þeim eignum. Helstu lífeyrissjóðir landsins, sem allir eru á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels, hafa það sem af er þessu ári selt bréf í félaginu, samtals um 39 milljónir hluta, fyrir jafn- virði um 20 milljarða króna, eins og fjallað var um í Markaðinum síðasta miðvikudag. Þeir lífeyrissjóðir sem hafa selt hvað mest í Marel eru Gildi, Birta, LSR og Stapi. Samanlagður hlutur lífeyrissjóðanna í Marel, sem nemur um 28 prósentum, er metinn á um 137 milljarða. – hae Yfir 6 prósent af eignum LIVE í Marel   Ly f jaf y r ir t æk ið Cor i-pharma, sem er í eigu stjórnenda félagsins og hóps íslenskra fjárfesta, vinnur nú að því að ljúka samtals 15 milljóna evra hlutafjáraukningu, jafnvirði um tveggja milljarða króna, en fjár- mögnunin verður nýtt til að standa undir kostnaði við þróun á eigin samheitalyfjum á komandi árum. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri og einn af stærstu eigendum Cori- pharma, segir í samtali við Markað- inn að hlutafjársöfnunin sé langt komin og að gert sé ráð fyrir að hún muni klárast í næsta mánuði. Núverandi hluthafar hafa sam- þykkt að koma með drjúgan hluta fjármagnsins, eða um þriðjung, en þá munu einnig aðrir fjárfestar, einkum efnamiklir einstaklingar, bætast í hlutahafahóp Coripharma með því að leggja lyfjafyrirtækinu til aukið hlutafé. Miðað við gengið í hlutafjárút- boðinu er heildarvirði (e. enterprise value) Coripharma um 5,5 milljarð- ar króna. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka sem hefur umsjón með hlutafjáraukningunni og hefur bankinn síðustu tvær vikur haldið kynningar fyrir einkaf járfesta og fjárfestingarsjóði, samkvæmt heimildum Markaðarins. Gert er ráð fyrir að ársávöxtun fjárfesting- arinnar (e. IRR) verði á bilinu 20 til 26 prósent fram til ársins 2023. Á seinni hluta næsta árs, útskýrir Bjarni, hyggst félagið sækja sér um 20 milljónir evra til viðbótar og horfir þá til stofnanafjárfesta og erlendra f jármálastofnana. Áformað er að sú fjármögnun verði í formi millilagsfjármögnunar, en ekki hlutafjáraukningar, og að heildarfjárþörf Coripharma til næstu þriggja ára verði þá í kjöl- farið tryggð. Coripharma hóf undirbúning verktökuframleiðslu á lyfjum fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki með kaup- um á verksmiðju Actavis í Hafnar- firði á miðju síðasta ári. Við kaup þess á lyfjaþróun Actavis í maí á þessu ári eignaðist Coripharma allar þróunar- og framleiðslueiningar Actavis á Íslandi og starfa þar nú tæplega 100 starfsmenn en nær allir eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma vinnur nú að þróun átta lyfja og kemur fyrsta þeirra á markað eftir tvö ár þegar einkaleyfi þess rennur út, að sögn Bjarna. Við kaup Coripharma á lyfjaþró- unarsviði Actavis fyrr á árinu var hlutafé félagsins aukið um 10 millj- ónir evra. Á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn, samkvæmt heimildum Markaðar- ins, voru fjárfestingarfélögin Stál- skip, Brimgarðar, sem eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýj- ar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna, og Eldhrímnir, en það er í eigu hjónanna Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, ásamt þremur börnum þeirra, og hagnaðist um marga milljarða í fyrra vegna sölu á hlut félagsins í fyrirtækinu The Icelandic Milk and Skyr Corpor- ation, betur þekkt sem Siggi’s Skyr. Stærstu hluthafar lyfjafyrirtækis- ins eru hins vegar framtakssjóður- inn TFII, sem er í stýringu Íslenskra verðbréfa, félagið BKP Invest, sem er í jafnri eigu Bjarna og Kenneths Peterson, stofnanda Norðuráls, tryggingafélagið VÍS og Eignar- haldsfélagið Hof í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Samk væmt viðskiptaáætlun Coripharma verða tekjur þess um 13,3 milljónir evra á næsta ári og afkoma félagsins fyrir fjármagns- liði, afskriftir og skatta (EBITDA) neikvæð um 10,6 milljónir evra. Áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að tekjurnar verði komnar í rúmlega 64 milljónir evra á árinu 2023 og EBITDA félagsins verði þá jákvæð um meira en 9 milljónir evra. Þá er búist við því að heildarvirði Corip- harma verði á þeim tíma metið á um 155 milljónir evra, jafnvirði rúm- lega 20 milljarða króna. hordur@frettabladid.is Coripharma sækir sér tvo milljarða í hlutafé Lyfjafyrirtækið að klára hlutafjáraukningu upp á um 15 milljónir evra. Fjár- mögnunin nýtt til að kosta þróun á eigin samheitalyfjum. Fjárfestingarfélög- in Brimgarðar, Stálskip og Eldhrímnir bættust í hluthafahópinn fyrr á árinu.   Bjarni K. Þorvarðarsson, forstjóri Coripharma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 5,5 milljarðar króna er heildar- virði lyfjafyrirtækisins miðað við gengið í hlutafjár- aukningunni. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.