Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 24

Fréttablaðið - 18.12.2019, Page 24
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Hið íslenska frum-l y f j a þ r ó u n a r -fyrirtæki EpiEndo Phar maceuticals hlaut nú á dög-unum 340 millj- óna króna styrk úr sjóði nýsköp- unarnefndar Evrópusambandsins (EIC) vegna þróunar á nýju frumlyfi gegn sjúkdómum í öndunarfærum á borð við langvinna lungnateppu og astma. Klínískar rannsóknir fyrir- tækisins hafa komið vel út en fram undan er langt og strangt þróunar- ferli sem mun krefjast fjármagns í veldisvexti. „Við höfum reynt að láta lítið fyrir okkur fara á opinberum vettvangi fram til þessa. Við höfum verið að þróa viðkvæm hugverk gagnvart lyfjaefnunum okkar og allar kynn- ingar til fjárfesta og styrkjaumsókn- ir verið trúnaðarmál,“ segir Friðrik Garðarsson, læknir og stofnandi EpiEndo. Frá stofnun hefur fyrirtækið safnað um átta og hálfri milljón evra, eða um 1,1 milljarði íslenskra króna, og stefnt er það því að fjár- magna það aftur fyrir mitt ár 2020 um 750 til 1.000 milljónir íslenskra króna þar sem um 400 milljónir gætu komið úr sjóði EIC. Forsöguna má rekja aftur til árs- ins 2006 þegar Ólafur Baldursson lungnalæknir, núverandi fram- kvæmdastjóri lækninga á Land- spítalanum, Þórarinn Guðjónsson, prófessor í líffærafræði, og félagar þeirra birtu niðurstöður rann- sóknar sem sýndu að sýklalyfið, Azithromycin (Zithromax), hefði styrkjandi áhrif á þekjuna í önd- unarfærum. Þetta var í raun eins og stór uppgötvun, þar sem lyfið er sýklalyf gegn bakteríum og á sam- kvæmt fræðunum ekki að breyta starfsemi líffæra mannsins. „Niðurstöðurnar veittu mér inn- blástur þegar ég var enn þá í lækna- námi. Þær urðu kveikjan að því að ég tengdist þeirri nýju hugmynda- fræði sem er að rísa um þessar mundir og er sú að orsök ýmissa húð- og slímhúðarvandamála, þar með talinna öndunarvegasjúk- dóma, sé lekaástand í húðþekjunni en ekki bólgurnar sem slíkar. Bólg- urnar væru einkenni en húð- og slímþekjubresturinn orsökin,“ segir Friðrik Rúnar. Fyrirtækið er svo stofnað í janúar 2014 og hefur náð þeim þróunaráfanga að vera komið með ákveðna lyfjasameind í formlegt lyfjaþróunarferli. Zithromax er eitt af fáum lyfjum sem bæla niður þráláta sjúk- dóma í öndunarfærum. Almennt hefur verið talið að það sé vegna bólgueyðandi eiginleika en lyfin hafa vissulega slíka virkni. Aftur á móti virðist svo vera sem lyfin hafi einnig þekjueflandi eiginleika sem eru óháðir bólgueyðandi og sýkladrepandi eiginleikunum; og þaðan kemur sú gagnályktun að þekjubrestur sé ein af grundvallar- orsökum þekjuvandamála. „Þetta er sú sýn sem hefur grundvallað þróunarstefnu okkar,“ segir Friðrik. „Það má kannski lýsa þessu þann- ig að ef við líkjum bólgunni við gólf- bleytu þá er búinn að vera pollur á gólfinu og við höfum í gegnum tíðina umgengist pollinn sem vandamálið. Það er búið að reyna að þurrka hann upp, blása hita á hann og meira að segja sprengja dýnamít fyrir utan húsið til þess að lækka grunnvatnsstöðuna; sem væri þá einhvers konar ígildi bælingar á ónæmiskerfinu til að draga úr bólgunum. Síðan koma einhverjir Íslendingar og segja: Það er kannski ekki gat á þakinu hérna sem sést með berum augum en það er að öllum líkindum leki í þakinu og við þurfum þakþéttiefni til að meðhöndla lekann,“ segir Friðrik. „Orsök þess að sýklalyfið sjálft er ekki notað eins og það kemur fyrir til að meðhöndla þráláta öndunar- vegasjúkdóma er sú að útbreidd la ng t íma not k u n sýk la ly fsins leiddi óumflýjanlega af sér mynd- un ónæmra bakteríustofna gegn sýklalyfinu. Það myndi hafa grafal- varlegar afleiðingar í för með sér á heimsvísu og nú þegar eru komnir upp stofnar af bakteríum, einkum innan sjúkrahúsa og í löndum þar sem aðgengi að sýklalyfjum er mun ótakmarkaðra en í þeim menning- arheimi sem við tilheyrum, sem eru orðnir ónæmir og fella aldraða og fólk með fallvalta heilsu sem undir flestum kringumstæðum væri hægt að meðhöndla með þessari tegund sýklalyfja. Því var frumforsendan sú að geta fjarlægt alla burði okkar nýju lyfjaefna til að drepa bakteríur en að þekjuef landi og bólgueyðandi eiginleikarnir viðhéldust auk þess sem lyfin yrðu örugg til langtíma inntöku. Þannig væri löngun mark- hópsins eftir lyfinu okkar best full- nægt og vilji heilbrigðisyfirvalda og lækna til að heimila lyfið og skrifa það út gulltryggður.“ Fyrsta íslenska frumlyfið Hafið þið náð að sinna allri þessari þróun hér á landi? Hefur þróun á frumlyfi áður gerst á Íslandi? „Við vitum ekki til þess nei, að frumlyf hafi verið þróuð á Íslandi áður. Einhverjir hafa haft þann ásetning en ekki tekist eins og oftast vill verða í þessum bransa. Aftur á móti hafa íslensk fyrirtæki gert góða hluti í iðnaði sem tengist lyfjaiðnaðinum á einhvern hátt. Til dæmis má nefna Kerecis og Oculis sem bæði hafa staðið í eftirtektar- verðri þróun innan heilbrigðis- og lækningageirans og þessi fyrirtæki hafa að einhverju leyti að minnsta kosti haft sína þróun hérna heima,“ segir Friðrik. „Við höfum náð að sinna megn- inu af því sem við þurftum að gera hérna heima, ótrúlegt en satt,“ segir Finnur Friðrik Einarsson, rekstrar- stjóri EpiEndo. „Við höfum notið þess að öll nauðsynleg aðstaða og sérþekk- ing var til staðar í landinu og því gat fyrirtækið skotið rótum í þeim jarðvegi. Við hefðum aldrei komist á lappirnar nema vegna þess að Líf- vísindasetur Háskólans gat þjón- ustað okkur, veitt okkur ráðgjöf og leigt okkur bæði starfsafl og rann- sóknaraðstöðu. Þó að lyfjaefnin okkar hafi verið þróuð og smíðuð úti í Svíþjóð hafa allar rannsóknir sem rutt hafa þróunarbrautina verið gerðar hérna heima. Staðl- aðar rannsóknir og athuganir á efnunum okkar, sem aðallega lúta að öryggis- og eitrunarathugunum bæði í tilraunadýrum og í rann- sóknarlíkönum, hafa farið fram hjá erlendum þjónustuaðilum,“ segir Finnur. „Þegar litið er til framtíðar munu nánast allar rannsóknir á þeirri vöru sem nú er verið að fara fram með fyrir langvinna lungnateppu verða framkvæmdar erlendis, þó einhverjar rannsóknir til að styðja við klínísku þróunina verði gerðar áfram hér. Áherslan heima næstu misserin verður á að undir- búa vöruþróun úr sama lyfjaflokki fyrir aðra markhópa með önd- unarvegavandamál, svo sem börn á leikskólaaldri með viðkvæma öndunarvegi, sjúklinga með skerta öndunarhreyfingagetu vegna lang- vinnra sjúkdóma á borð við vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóma eða lömunar og jafnvel, þegar fram líða stundir, fyrir fyrirbura sem fæðast of snemma og hafa afar viðkvæma öndunarvegi fyrstu vikurnar og jafnvel mánuðina eftir fæðingu,“ segir Friðrik. „Enn fremur er það stefna félags- ins að leita leiða og samstarfs við önnur fyrirtæki til að útvíkka þekju styrkingarhugmyndafræðina yfir í sjúkdóma í öðrum þekjum en öndunarveginum svo sem slím- húðina í ristlinum og jafnvel exem- bólgur í húðþekjunni og teljum við yfirfæranleikann vera mjög raun- hæfan, bæði af líf- og læknisfræði- legum sjónarhóli. Að minnsta kosti er það stefna okkar að byrja strax að leggja drög að framtíð okkar sem alvöru þróunarfyrirtækis með ein- staka stefnu í samanburði við flór- una í frumlyfjaþróunarumhverfinu í dag.“ Lagði aleiguna undir En er þetta ekki dýrt ferli? Hvernig hefur gengið að fjármagna þróun- ina og hvernig metið þið horfurnar í þeim efnum? „Ég setti nú aleiguna mína í þetta, heilar fimm milljónir íslenskra króna, í byrjun til að starta þessu,“ segir Friðrik. „Okkur tókst að safna styrkjum og þurftum að lifa á þeim fyrst um sinn áður en það tókst loksins að fá inn fjármagn síðla árs 2015. Fyrsti styrkurinn, Frumkvöðlastyrkur, kom frá Tækniþróunarsjóði um vorið 2014 og svo fengum við Verk- efnastyrk, Styrk til hagnýtra rann- sóknaverkefna og Vöxt frá RANNÍS og nema innlendir styrkir frá stofn- un félagsins því rúmlega 150 millj- ónum íslenskra króna og það er í raun þannig að styrkveitingarnar hafa dregið að fjársafnanir og því verið grundvallarforsenda þess að við höfum haft bolmagn í þróun- ina,“ segir Friðrik. „Þeir fyrstu sem komu inn sættu sig við það að skyggnið inn í fram- tíðina var slæmt. Síðan hefur verið gerð meiri krafa um skýrari sýn á það hvernig þeir munu á endanum geta losað um fjárfestinguna. Fyrir- tækið á Tækniþróunarsjóði Vís- inda- og tækniráðs mikið að þakka og má segja að við værum ekki á þessum stað í dag ef við hefðum ekki fengið styrki þaðan. Einnig hefur munað um endurgreiðslu þró- unarkostnaðar af hálfu stjórnvalda. En við höfum rekið okkur á að fyrir utan Tækniþróunarsjóð er afar veikt fjárfestingabatterí í Stefna á markað sem veltir milljörðum dala Íslenska lyfjafyrirtækið EpiEndo vinnur að þróun lyfs við lungnaþembu sem gæti orðið fyrsta íslenska frumlyfið. Stefna á markað sem veltir mörgum millj- örðum dala á ári. Þurftu að treysta á fjármögnun frá einstaklingum og hafa nú safnað tæplega 1,1 milljarði króna í styrki og hlutafé. Fara í viðræður um fjárfestingu frá Evrópusambandinu eftir áramót. Fékk 340 milljóna styrk. Finnur Friðrik Einarsson rekstrarstjóri og Friðrik Rúnar Garðarsson, stofnandi lyfjaþróunarfyrirtækisins EpiEndo. Þeir gera sér væntingar um að það taki skemmri tíma að koma lyfinu á markað en hefðbundið er. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hafa skipað öflugt vísindaráð EpiEndo hefur átt auðvelt með að fá leiðandi vísindamenn til að koma að verkefninu. Hverjir eru þessir aðilar sem þið nefnið og hver er reynsla þeirra og hlutverk í félaginu? „Við erum með stjórnarfor­ manninn Clive Page sem er prófessor í lyfjafræði við King’s College London. Hans tengsla­ net liggur á efstu hæðum allra helstu stofnana á heimsvísu sem skipta sér af rannsóknum og meðhöndlun á öndunar­ vegasjúkdómum og það hefur verið fyrir hans milligöngu að við höfum getað mannað okkar vísindalega ráðgjafarráð með leiðandi álitsgjöfum á alþjóða­ sviðinu gagnvart öndunarvega­ sjúkdómum og meðhöndlun á þeim. Staðan er því sú að við njótum ráðgjafar sömu aðila við skipulagningu þróunar okkar og fyrirtæki á borð við Astra­ Zeneca, Böhringer Ingelheim og GlaxoSmithKlein nota við sína öndunarvegalyfjaþróun og erfitt fyrir þessi fyrirtæki að andmæla því lofi sem þeirra eigin ráðgjafar bera á EpiEndo Pharmaceuticals. Í vísindaráði fyrirtækisins situr meðal annarra Michael Parnham sem er prófessor í lyfjafræði við Goethe­háskólann í Frankfurt. Parnham var í þeim hópi sem þróaði sýklalyfið sem EpiEndo byggir lyfjaþróun sína á og hefur varið stórum hluta síns ferlis í að rannsaka bólgueyðandi áhrif þeirra á frumur ónæmiskerfis­ ins. Þá eru tveir lungnalæknar í ráðinu, Professor emeritus Peter Barnes við Imperial College í London og professor Dave Singh við háskólann í Manchester, sem sitja einnig báðir í hinni alþjóð­ legu GOLD­nefnd sem skilgreinir lungnaþembu og meðferðarúr­ ræði við henni á alþjóðavísu,“ segir Friðrik. Þeir fyrstu sem komu inn sættu sig við það að skyggnið inn í framtíðina var slæmt. Friðrik Garðarsson 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.