Fréttablaðið - 18.12.2019, Side 32
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Þann 14. janúar næstkomandi mun nafn fyrirtækisins breytast í Linde, sem er nafn
móðurfyrirtækisins. Á Íslandi
starfa um 30 manns en í allt starfa
um 80.000 manns hjá Linde í um
100 löndum.
„Við erum alþjóðlegt fyrirtæki
þó að við einbeitum okkur aðal-
lega að innlendum verkefnum.
Við njótum mikils stuðnings frá
móðurfyrirtækinu, sérstaklega
hvað varðar rannsóknir, þróun
og sérfræðiþekkingu,“ segir Erik
Larsson, forstjóri Ísaga.
„Við vinnum náið með ýmsum
iðngreinum eins og málmiðnaði
og matvælaiðnaði. Við vinnum
líka fyrir heilbrigðisstofnanir
með framleiðslu á lyfjaloftteg-
undum, vörum og þjónustu þar að
lútandi.“
Mörg verkefni Ísaga tengjast
málmiðnaði og Ísaga er í nánu
samstarfi við slík fyrirtæki. „Við
framleiðum ekki einungis gas
Sérfræðingar um allan heim
Ísaga er hluti af Linde sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Ísaga framleiðir ýmsar lofttegundir eins súr-
efni, köfnunarefni og koldíoxið. Fyrirtækið býr yfir mjög yfirgripsmikilli þekkingu í málmiðnaði.
Erik Larsson, forstjóri Ísaga, segir að fyrirtækið vinni náið með ýmsum iðn-
greinum eins og málmiðnaði og matvælaiðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
fyrir þau heldur eigum við einn-
ig í samstarfi um þróun og nýja
tækni. Það sem við erum að horfa
til er til dæmis notkun á eðal-
gösum og nýrri brennsluaðferð.
Brennsluaðferðin kallast Oxyfuel,
en þá er notað hreint súrefni sem
eldsneyti. Einnig má nefna að
súrefni til notkunar í fiskeldi er í
miklum vexti,“ segir Erik.
Þegar kemur að málmiðnaði
býr Linde yfir mikilli þekkingu
á málmskurði og logsuðu. „Við
miðlum þessari þekkingu til
viðskiptavina okkar og kynnum
þá fyrir nýrri tækni sem styrkir
stöðu þeirra.
Nýlega stóð Ísaga fyrir mál-
stofu fyrir viðskiptavini sína þar
sem sérfræðingar Linde í Svíþjóð
kynntu nýjar vörur. Þar á meðal
nýjar MISON® blöndur, sem eru
sérstakar gasblöndur notaðar
sem hlífðargös fyrir Tig-suðu,“
útskýrir Erik.
„Önnur nýjung er LINDO-
FLAMM® sem eru sérstakir
brennarar notaðir til að for-
hita málminn fyrir logsuðu eða
skurð. Þá framleiðum við einnig
ODOROX® sem er lyktarbætt
súrefni. Með ODOROX® er hægt
að uppgötva gasleka mun fyrr en
ella. Í því felst mikið öryggi en það
sparar líka fjármuni.“
Hallgerður Kata Óðinsdóttir er löggiltur arkitekt sem heillaðist af járnsmíði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það er svo ótal margt spenn-andi við málma,“ segir Kata Óðinsdóttir, arkitekt,
hönnuður og járnsmiður. Hún var
á unglingsaldri þegar faðir hennar,
Óðinn Gunnarsson í Járnsmiðju
Óðins, bauð henni sumarvinnu við
að bora 600 göt í stál.
„Pabbi spurði hvort ég vildi
vinna mér inn sumarpening með
því að sitja fyrir framan borvélina
sumarlangt en svo fóru strákarnir
í járnsmiðjunni að kenna mér að
sjóða, renna og fleira skemmtilegt
og ég mætti til vinnu í járnsmiðj-
una sumarið á eftir því mér fannst
svo gaman að vinna í málmum.
Þannig vatt þetta upp á sig sem og
brennandi áhugi á arkitektúr og
hönnun því stór hluti viðskipta-
vina járnsmiðjunnar eru einmitt
hönnuðir og arkitektar,“ segir Kata
sem lauk grunnnámi í arkitektúr
við Listaháskóla Íslands og fór
þaðan í meistaranám í arkitektúr
til Björgvinjar í Noregi.
„Ég lauk meistaranáminu 2016
og mætti þá aftur til vinnu í járn-
smiðjunni því mér finnst vinnan
svo skemmtileg og fjölbreytt.
Engir tveir dagar eru eins, ég fer út
um allan bæ til að mæla upp fyrir
stálsmíði sem ég hanna, teikna og
smíða, og set svo upp í húsum,“
útskýrir Kata.
Harðir en sveigjanlegir
Járnsmiðja Óðins er sannkallað
fjölskyldufyrirtæki.
„Pabbi stofnaði járnsmiðjuna
árið 1986 og er enn að vinna
hér á gólfinu með okkur eldri
bróður mínum sem er stálsmíða-
meistari. Meira að segja mamma,
sem er menntaður hjúkrunarfræð-
ingur, fór að vinna á skrifstofunni
í smiðjunni, en yngri bróðir minn
starfar við að kortleggja sjávar-
grunninn hjá Hafrannsókna-
stofnun,“ upplýsir Kata
og afi hennar var líka
járnsmiður.
„Járnsmíði er víð-
feðmt fag með marga
anga og þannig starfa
jafnt vélvirkjar, vél-
smiðir, blikksmiðir,
járnsmiðir, rennismiðir
og stálsmiðir í faginu. Sjálf vinn ég
við allar vélar, rennibekki
og logsuðu, smíða og
beygi járn og skapa
úr því hvað eina sem
hugann lystir,“ segir
Kata sem hannar
meðal annars handrið
og stiga í hús, sem og margvíslega
smásmíði og sérsmíði.
„Málmar eru einstaklega spenn-
andi og lifandi efniviður. Þeir
koma í svo mörgum litum,
gerðum og afbrigðum og
hægt að gera svo margt
við þá. Ef rör er til dæmis
gallað má slípa það og
sjóða upp á nýtt og það
verður eins og nýtt.
Málmar spanna líka
allan skalann, þeir eru
í senn sterkir og harðir
en líka sveigjanlegir og
mjúkir, eins og kopar og
messing. Þá skipta þeir
litum og hægt að byrja
á einum lit en enda með
allt annan,“ upplýsir
Kata.
Skapaði verðlaunagrip
Á dögunum hannaði Kata
og smíðaði verðlaunagrip
fyrir kvikmyndahátíðina
Reykjavík Feminist Film
Festival, sem fram fer í
janúar.
„Það var vilji aðstand-
enda hátíðarinnar að
fá konu til að smíða verðlauna-
gripinn sem er nú tilbúinn og hinn
glæsilegasti. Það tók hins vegar
tíma að finna konu í verkið því við
erum ekki margar starfandi við
járnsmíði. Það er synd því þetta er
töfrandi, skapandi og skemmtilegt
starf sem hentar konum einstak-
lega vel. Þær eru yfirleitt aðeins
fínni í höndunum og ráða því vel
við ýmsa fínvinnu í málmsmíð-
inni,“ segir Kata.
Smíðar eigin handklæðaofn
Verkefni Kötu í járnsmiðjunni eru
fjölbreytt og skemmtileg.
„Það er óskaplega gaman í
vinnunni. Hér fæ ég að teikna,
hanna og smíða allt frá burðarbit-
um og súlum í veggi yfir í handrið
og stiga og ýmislegt smálegt eins
og mót og bakka fyrir kokkalands-
liðið og sitt lítið af hverju. Málmur
heldur alltaf velli þegar kemur að
hönnun en tískan fer í hringi eins
og í annarri tísku. Nú eru glerhand-
rið á útleið en vinsælt að nota svart,
olíuborið stál í handrið og veggi.
Með stáli er hægt að nota þynnra
efni í verkið en þó með meiri styrk
og burðargetu og rýmið nýtist
betur. Ég hanna líka eftir hug-
myndum fólks, eftir því sem það sér
kannski á Pinterest og útfæri það
fyrir heimili þess en íburðarmikil
skrauthandrið eru ekki jafn vinsæl
og á árum áður,“ upplýsir Kata.
Í síðustu viku fyrir jól má
stundum sjá starfsfólk járnsmiðj-
unnar útbúa jólagjafir úr hinum
ýmsum málmum.
„Við erum með plasmaskurðarvél
sem er spennandi að skera út með
og í gegnum árin hefur mér þótt
gaman að sjá hvað strákarnir vinna
í jólagjafir handa sínum nánustu.
Það hafa verið kertastjakar, ljós og
luktir á veggi, snagar, arnar en sjálf
er ég að smíða mér handklæðaofn
sem ég fann ekki í búðum. Svo
pólý húða ég hann eins og lög gera
ráð fyrir en allt er þetta svo einfalt
þegar maður kann það og jólagjaf-
irnar verða auðvitað einstakar.“
Járnsmíði er
frábært starf
fyrir konur
Arkitektinn Hallgerður Kata Óðinsdóttir
er ein fárra kvenna á Íslandi sem starfa við
járnsmíði. Hún segir málma vera lifandi
og heillandi efnivið, og að skapandi störf í
járnsmíði séu skemmtileg og henti konum
einkar vel enda séu þær fínni í höndunum.
Kata hannaði og smíðaði
verðlaunagrip Reykjavík
Feminist Film Festival.
Við erum ekki
margar konurnar
sem störfum við járn-
smíði. Það er synd því
þetta er töfrandi, skap-
andi og skemmtilegt
starf sem hentar konum
einstaklega vel.
Hallgerður Kata Óðinsdóttir
4 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RMÁLMIÐNAÐUR